Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - ÍBV 24-23 | KA/Þór á toppinn eftir dramatískan sigur Ester Ósk Árnadóttir skrifar 6. febrúar 2021 15:30 Ásdís Guðmundsdóttir tryggði KA/Þór sigurinn með vítakasti undir lok leiks. Vísir/Bára KA/Þór komst á topp Olís-deildar kvenna eftir ótrúlegan eins marks sigur á ÍBV á heimavelli í dag. Lokatölur 24-23 þar sem Ásdís Guðmundsdóttir skoraði sigurmarkið úr vítakasti undir lok leiks. KA/Þór og ÍBV áttust við í áttundu umferð Olís deildar kvenna í dag og úr varð hörkuleikur. KA/Þór var fyrir leikinn í öðru sæti deildarinnar með tíu stig en ÍBV í því fimmta með sjö stig. ÍBV tók fljótlega yfirhöndina í leiknum en í stöðunni 2-2 skoruðu ÍBV tvö mörk og leiddu í raun með þeim mun það sem eftir lifði hálfleiksins. Heimakonur voru í eltingarleik fram að hálfleik, þær fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn en töpuðu ýmist boltanum eða áttu misheppnuð skot. ÍBV spilaði einnig öfluga vörn sem KA/Þór fann fá svör við. Um miðbik hálfleiksins fór KA/Þór að spila 7 á 6 í sókninni sem átti eftir að koma í bakið á þeim. Þegar um hálf mínúta var eftir af hálfleiknum fóru heimakonur í sókn í stöðunni 8-9 og gátu jafnað en í tvígang misstu þær boltann. ÍBV nýti bæði skiptin og skoruðu yfir völlinn í autt markið. Staðan því þegar flautað var til hálfleiks 8-11. Það var svipað upp á teningnum í byrjun seinni hálfleiksins. ÍBV hélt forystu og komst mest í fjögurra marka forystu um miðbik seinni hálfleiksins, 13-17. Þá hrökk Matea í marki KA/Þór í gang og varð fjóra bolta í röð. Staðan allt í einu orðinn 17-17 og síðustu mínútur leiksins voru mjög spennandi. Liðin skiptust á að skora og jafnt var á öllum tölum. KA/Þór komst yfir í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 2-1 þegar um fjórar mínútur voru eftir, 23-22. Birna Berg sem átti flottan leik fyrir ÍBV jafnaði í 23-23. KA/Þór fór þá í sókn og fengu víti þegar um 10 sekúndur voru eftir af leiknum. Ásdís Guðmundsdóttir fyrirliðið KA/Þór fór á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan 24-23 og ÍBV tók leikhlé þegar 7 sekúndur voru eftir en náðu ekki að gera sér mat úr síðustu sókninni. KA/Þór vann því eins marks sigur í spennandi og dramatískum leik og tylla sér á toppi Olísdeildarinnar. Af hverju vann KA/Þór? ÍBV var með yfirhöndina allan leikinn. Þær leiddu leikinn frá því í stöðunni 2-1 og létu forystuna seint af hendi. Þær leiddu með þremur mörkum í hálfleik og komust mest fjórum mörkum yfir. KA/Þór gafst þó ekki upp og því má skrifa þennan sigur á seiglu liðs KA/Þórs og markvörslu á hárréttum tíma. ÍBV geta nagað sig í handaböndin eftir að hafa haft þennan leik nánast í hendi sér. Hverjar stóðu upp úr? Birna Berg Haraldsdóttir var frábær fyrir ÍBV og skoraði meðal annars sjö mörk fyrir liðið. Ásdís Guðmundsdóttir steig upp fyrir KA/Þór og skoraði sömuleiðis sjö mörk þar af á vítapunktinum þegar 10 sekúndur voru eftir af leikum. Matea Lonac var fín í marki KA/Þór og varði 10 bolta, nokkra á hárréttum tímapunkti sem kom KA/Þór aftur inn í leikinn. Hvað gekk illa? ÍBV var með leikinn í hendi sér. Leiddu leikinn lengst af og hefðu átt að vera búnar að loka honum. Þær spiluðu fína vörn lengst en mistök í sóknarleiknum og nokkar tvær mínútur á ÍBV stúlkur gaf KA/Þór tækifæri á að koma sér aftur inn í leikinn. Hvað gerist næst? KA/Þór heimsækir Stjörnuna í TM höllinni í toppslag. ÍBV fær HK í heimsókn til Vestmannaeyja Andri Snær Stefánsson: Héldum alltaf áfram og gáfumst aldrei upp. „Þetta er mjög sætur sigur. Við vorum ekki góðar í fyrri hálfleik og í raun agalegt hvernig við spiluðum sóknarlega. Vorum hálf stressaðar og ekki taktur í neinu sem við vorum að gera. ÍBV auðvitað með frábært lið og vel þjálfað hjá Sigga. Við vorum eiginlega pínu heppnar að vera ekki meira undir í hálfleiknum. Í seinni hálfleik þá sýndum við frábæran karakter að vera undir nær allan tímann en héldum alltaf áfram og gáfumst aldrei upp. Lentum í allskonar áföllum og svoleiðis með meiðsli en bara þvílíkur karakter hjá mínum stelpum. Þetta var frábær sigur hér í dag, “ sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór eftir góðan sigur á móti ÍBV í KA heimilinu í dag. „Deildin er bara rosalega jöfn. Í fyrri hálfleik vorum við að spila slakan sóknarleik enda ÍBV með mjög sterkt varnarlið sem við vorum í basli með. Þess vegna er ég svo ánægður með lausninar sem við fundum í seinni hálfleik og við náðum að keyra aðeins upp hraðann okkar. Frábær tvö stig hér í dag.“ „Matea tók frábæra bolta í dag sem hjálpaði klárlega og þá sérstaklega á lokasprettinum.“ „Við eigum næsta leik á móti Stjörnunni og það er leikur sem ég horfi bara mjög spenntur á en ég er rosalega stoltur af mínu liði. Stelpurnar eru búnar að sýna frábæra karakter í síðustu leikjum og þetta var alvöru karakter hér í dag.“ Sigurður Bragason: Ég er bara tómur „Þetta er virkilega sárt, eiginlega bara ömurlegt. Ég er bara tómur því miður. Í þriðja skiptið eftir Covid pásu er maður bara leiður og tómur eftir leik, sagði Sigurður Bragason þjálfari ÍBV eftir naumt tap á móti KA/Þór í KA heimilinu í dag. „Hún fór að verja í markinu hjá þeim en hún hafði ekki verið að gera það og þannig snérist þetta. Markmaðurinn hjá okkur var ekki að verja neitt á þeim kafla. Það gerðist í raun ekkert nema þetta. Þetta var náttúrulega bara stál í stál hér í dag.“ „Mistökin okkar voru að gefa þeim alltaf annan séns. T.d. þegar þú ert búinn að missa manninn en þú ert samt að brjóta á þeim og gefa þeim víti og tvær mínútur á okkur. Við fáum held ég á okkur fjórum sinnum tvær mínútur. Við lögðum upp með eins og sást gífurlega vinnu í vörn. Við ætluðum að láta þetta gerast í varnarleik en við vorum að láta henda okkur út af og það var dýrt og sérstaklega með Karolinu hér í restina.“ „Ég var samt ánægður með leikinn, ég verð að vera sanngjarn. Ég var ánægður með þetta. Þetta er besta frammistaðan okkar, miklu betra en á móti Haukum og Stjörnunni. Ég er stoltur af stelpunum en ég er keppnismaður og ég hata að tapa, eins og þær og þess vegna langar mig að rífa þetta skilti hérna fyrir aftan mig.“ „Við erum samt ekki að standa okkur illa á móti toppliðunum. Það er ekkert til að skammast sín yfir. Við eigum að vinna okkar heimaleiki og t.d. vinna Hauka en ég er ekkert ósáttur við þennan leik.“ „Við eigum HK í næsta leik og verðum að vinna þann leik. Við verðum að fara að verja okkar heimavöll. Við erum búnar að tapa núna tveimur í eyjum sem að á að vera vígi. Hálf glatað að vera í tómum húsum en mér er alveg sama, þetta er alltaf ferðalög á hin liðin. Ég geri kröfu að við mætum svona til leiks á móti HK og sjáum hvað það skilar okkur. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri ÍBV
KA/Þór komst á topp Olís-deildar kvenna eftir ótrúlegan eins marks sigur á ÍBV á heimavelli í dag. Lokatölur 24-23 þar sem Ásdís Guðmundsdóttir skoraði sigurmarkið úr vítakasti undir lok leiks. KA/Þór og ÍBV áttust við í áttundu umferð Olís deildar kvenna í dag og úr varð hörkuleikur. KA/Þór var fyrir leikinn í öðru sæti deildarinnar með tíu stig en ÍBV í því fimmta með sjö stig. ÍBV tók fljótlega yfirhöndina í leiknum en í stöðunni 2-2 skoruðu ÍBV tvö mörk og leiddu í raun með þeim mun það sem eftir lifði hálfleiksins. Heimakonur voru í eltingarleik fram að hálfleik, þær fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn en töpuðu ýmist boltanum eða áttu misheppnuð skot. ÍBV spilaði einnig öfluga vörn sem KA/Þór fann fá svör við. Um miðbik hálfleiksins fór KA/Þór að spila 7 á 6 í sókninni sem átti eftir að koma í bakið á þeim. Þegar um hálf mínúta var eftir af hálfleiknum fóru heimakonur í sókn í stöðunni 8-9 og gátu jafnað en í tvígang misstu þær boltann. ÍBV nýti bæði skiptin og skoruðu yfir völlinn í autt markið. Staðan því þegar flautað var til hálfleiks 8-11. Það var svipað upp á teningnum í byrjun seinni hálfleiksins. ÍBV hélt forystu og komst mest í fjögurra marka forystu um miðbik seinni hálfleiksins, 13-17. Þá hrökk Matea í marki KA/Þór í gang og varð fjóra bolta í röð. Staðan allt í einu orðinn 17-17 og síðustu mínútur leiksins voru mjög spennandi. Liðin skiptust á að skora og jafnt var á öllum tölum. KA/Þór komst yfir í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 2-1 þegar um fjórar mínútur voru eftir, 23-22. Birna Berg sem átti flottan leik fyrir ÍBV jafnaði í 23-23. KA/Þór fór þá í sókn og fengu víti þegar um 10 sekúndur voru eftir af leiknum. Ásdís Guðmundsdóttir fyrirliðið KA/Þór fór á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan 24-23 og ÍBV tók leikhlé þegar 7 sekúndur voru eftir en náðu ekki að gera sér mat úr síðustu sókninni. KA/Þór vann því eins marks sigur í spennandi og dramatískum leik og tylla sér á toppi Olísdeildarinnar. Af hverju vann KA/Þór? ÍBV var með yfirhöndina allan leikinn. Þær leiddu leikinn frá því í stöðunni 2-1 og létu forystuna seint af hendi. Þær leiddu með þremur mörkum í hálfleik og komust mest fjórum mörkum yfir. KA/Þór gafst þó ekki upp og því má skrifa þennan sigur á seiglu liðs KA/Þórs og markvörslu á hárréttum tíma. ÍBV geta nagað sig í handaböndin eftir að hafa haft þennan leik nánast í hendi sér. Hverjar stóðu upp úr? Birna Berg Haraldsdóttir var frábær fyrir ÍBV og skoraði meðal annars sjö mörk fyrir liðið. Ásdís Guðmundsdóttir steig upp fyrir KA/Þór og skoraði sömuleiðis sjö mörk þar af á vítapunktinum þegar 10 sekúndur voru eftir af leikum. Matea Lonac var fín í marki KA/Þór og varði 10 bolta, nokkra á hárréttum tímapunkti sem kom KA/Þór aftur inn í leikinn. Hvað gekk illa? ÍBV var með leikinn í hendi sér. Leiddu leikinn lengst af og hefðu átt að vera búnar að loka honum. Þær spiluðu fína vörn lengst en mistök í sóknarleiknum og nokkar tvær mínútur á ÍBV stúlkur gaf KA/Þór tækifæri á að koma sér aftur inn í leikinn. Hvað gerist næst? KA/Þór heimsækir Stjörnuna í TM höllinni í toppslag. ÍBV fær HK í heimsókn til Vestmannaeyja Andri Snær Stefánsson: Héldum alltaf áfram og gáfumst aldrei upp. „Þetta er mjög sætur sigur. Við vorum ekki góðar í fyrri hálfleik og í raun agalegt hvernig við spiluðum sóknarlega. Vorum hálf stressaðar og ekki taktur í neinu sem við vorum að gera. ÍBV auðvitað með frábært lið og vel þjálfað hjá Sigga. Við vorum eiginlega pínu heppnar að vera ekki meira undir í hálfleiknum. Í seinni hálfleik þá sýndum við frábæran karakter að vera undir nær allan tímann en héldum alltaf áfram og gáfumst aldrei upp. Lentum í allskonar áföllum og svoleiðis með meiðsli en bara þvílíkur karakter hjá mínum stelpum. Þetta var frábær sigur hér í dag, “ sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór eftir góðan sigur á móti ÍBV í KA heimilinu í dag. „Deildin er bara rosalega jöfn. Í fyrri hálfleik vorum við að spila slakan sóknarleik enda ÍBV með mjög sterkt varnarlið sem við vorum í basli með. Þess vegna er ég svo ánægður með lausninar sem við fundum í seinni hálfleik og við náðum að keyra aðeins upp hraðann okkar. Frábær tvö stig hér í dag.“ „Matea tók frábæra bolta í dag sem hjálpaði klárlega og þá sérstaklega á lokasprettinum.“ „Við eigum næsta leik á móti Stjörnunni og það er leikur sem ég horfi bara mjög spenntur á en ég er rosalega stoltur af mínu liði. Stelpurnar eru búnar að sýna frábæra karakter í síðustu leikjum og þetta var alvöru karakter hér í dag.“ Sigurður Bragason: Ég er bara tómur „Þetta er virkilega sárt, eiginlega bara ömurlegt. Ég er bara tómur því miður. Í þriðja skiptið eftir Covid pásu er maður bara leiður og tómur eftir leik, sagði Sigurður Bragason þjálfari ÍBV eftir naumt tap á móti KA/Þór í KA heimilinu í dag. „Hún fór að verja í markinu hjá þeim en hún hafði ekki verið að gera það og þannig snérist þetta. Markmaðurinn hjá okkur var ekki að verja neitt á þeim kafla. Það gerðist í raun ekkert nema þetta. Þetta var náttúrulega bara stál í stál hér í dag.“ „Mistökin okkar voru að gefa þeim alltaf annan séns. T.d. þegar þú ert búinn að missa manninn en þú ert samt að brjóta á þeim og gefa þeim víti og tvær mínútur á okkur. Við fáum held ég á okkur fjórum sinnum tvær mínútur. Við lögðum upp með eins og sást gífurlega vinnu í vörn. Við ætluðum að láta þetta gerast í varnarleik en við vorum að láta henda okkur út af og það var dýrt og sérstaklega með Karolinu hér í restina.“ „Ég var samt ánægður með leikinn, ég verð að vera sanngjarn. Ég var ánægður með þetta. Þetta er besta frammistaðan okkar, miklu betra en á móti Haukum og Stjörnunni. Ég er stoltur af stelpunum en ég er keppnismaður og ég hata að tapa, eins og þær og þess vegna langar mig að rífa þetta skilti hérna fyrir aftan mig.“ „Við erum samt ekki að standa okkur illa á móti toppliðunum. Það er ekkert til að skammast sín yfir. Við eigum að vinna okkar heimaleiki og t.d. vinna Hauka en ég er ekkert ósáttur við þennan leik.“ „Við eigum HK í næsta leik og verðum að vinna þann leik. Við verðum að fara að verja okkar heimavöll. Við erum búnar að tapa núna tveimur í eyjum sem að á að vera vígi. Hálf glatað að vera í tómum húsum en mér er alveg sama, þetta er alltaf ferðalög á hin liðin. Ég geri kröfu að við mætum svona til leiks á móti HK og sjáum hvað það skilar okkur.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik