Maxus e-Deliver 3 - Góður kostur með mikla burðargetu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. febrúar 2021 07:00 Maxus e-Deliver 3. Vilhelm Gunnarsson Maxus e-Deliver 3 er rafsendibíll frá bílaframleiðandanum Maxus, sem er ný kominn inn á íslenskan markað. Vatt ehf. er umboðsaðili Maxus á Íslandi, en Vatt er rekið af sömu aðilum og reka Suzuki á Íslandi og á sama stað í Skeifunni. Bíllinn er góður kostur fyrir fyrirtæki sem notast við sendibíla. Reynsluakstursbíllinn var styttri bíllinn en hægt er að fá tvær lengdir af bílnum, hann var tveggja sæta og tiltölulega lítið var um aukabúnað í bílnum. Fraktrými í Maxus e-Deliver 3.Vilhelm Gunnarsson Notagildi Styttri útgáfan hefur fraktrými upp á 4,8 rúmmetra og í hann er hægt að koma tveimur Euro-brettum. Lengri útgáfan státar af 6,3 rúmmetra fraktrými og í hana er hægt að setja þrjú Euro-bretti. Hámarks hleðsluþyngd í minni bílnum er 860 kg. ef minni rafhlaðan er tekin og 900 kg. ef stærri rafhlaðan er tekin. Lengri útgáfan getur tekið 970 kg. annars vegar og 1000 kg. Maxus e-Deliver 3 er með hliðarhurð farþegamegin.Vilhelm Gunnarsson Umgengni við bílinn er þægileg, þó er hann þeim annmörkum háður að vera einungis með hliðarhurð á fraktrými farþega megin. Á móti kemur að sú hurð er stór og góð. Afturhurðir eru gal opnanlegar og auðvelt að hlaða bílinn. Eins og áður hefur komið fram var reynsluakstursbíllinn ekki drekkhlaðinn aukabúnaði en hægt er að fá ýmsan aukahlutabúnað í e-Deliver 3. Aksturseiginleikar Ökumaður situr hátt og þægilegt er að setjast inn í bílinn. Slíkt býður upp á góða yfirsýn í umferðinni og það sést vel út úr bílnum. Markmið við hönnun sendibíla er væntanlega alltaf að reyna að hámarka fraktrými, þetta virðist að einhverju leyti koma niður á plássi fyrir ökumann. Ofanritaður er ekki hávaxinn en þurfti að keyra sætið aftur í skilrúmið sem er á milli farþegarýmis og fraktrýmis. Það má ímynda sér að mjög hávaxið fólk gæti þurft að sitja þröngt. Bíllinn er frábær í snatti á milli staða. Það er gott að leggja honum. Innra rými Maxus e-Deliver 3.Vilhelm Gunnarsson Innra rými Innra rými bílsins hefur látlaust yfirbragð en skilar sínu. Það er að vísu enginn hitamælir, hvorki til að stilla miðstöðina né til að fylgjast með hitastiginu úti sem er grundvallaratriði á Íslandi. Hvað hitamælir til að mæla hitastig úti þá stendur til bóta samkvæmt samtali blaðamanns við sölumann. Valið er á milli Drive, Neutral og Reverse með því að snúa hnappi, engin gírstöng er í innra rýminu. Ökumannsaðstaða í Maxus e-Deliver 3.Vilhelm Gunnarsson Drægni Uppgefin drægni á bílnum með 35 kwh rafhlöðu er 235 km. en fyrir stuttan bíl með stærri rafhlöðuna, sem er 52 kwh er drægnin 340 km og fyrir langan bíl sem er með stærri rafhlöðunni er drægnin 330 km. Reynsla blaðamanns veitir engar ástæður til að draga það í neinn efa. Drægni rafbíla fer að gríðarlega miklu leyti eftir ytri aðstæðum sem og aksturslagi, það er hvort ekið er innanbæjar í mikilli umferð þar sem stöðugt er verið að hemla og þar með endurhlaða að einhverju leyti rafhlöðurnar, eða hvort ekið er á á þjóðvegum þar sem lítið er um tækifæri til að endurhlaða með hemlun. Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent
Reynsluakstursbíllinn var styttri bíllinn en hægt er að fá tvær lengdir af bílnum, hann var tveggja sæta og tiltölulega lítið var um aukabúnað í bílnum. Fraktrými í Maxus e-Deliver 3.Vilhelm Gunnarsson Notagildi Styttri útgáfan hefur fraktrými upp á 4,8 rúmmetra og í hann er hægt að koma tveimur Euro-brettum. Lengri útgáfan státar af 6,3 rúmmetra fraktrými og í hana er hægt að setja þrjú Euro-bretti. Hámarks hleðsluþyngd í minni bílnum er 860 kg. ef minni rafhlaðan er tekin og 900 kg. ef stærri rafhlaðan er tekin. Lengri útgáfan getur tekið 970 kg. annars vegar og 1000 kg. Maxus e-Deliver 3 er með hliðarhurð farþegamegin.Vilhelm Gunnarsson Umgengni við bílinn er þægileg, þó er hann þeim annmörkum háður að vera einungis með hliðarhurð á fraktrými farþega megin. Á móti kemur að sú hurð er stór og góð. Afturhurðir eru gal opnanlegar og auðvelt að hlaða bílinn. Eins og áður hefur komið fram var reynsluakstursbíllinn ekki drekkhlaðinn aukabúnaði en hægt er að fá ýmsan aukahlutabúnað í e-Deliver 3. Aksturseiginleikar Ökumaður situr hátt og þægilegt er að setjast inn í bílinn. Slíkt býður upp á góða yfirsýn í umferðinni og það sést vel út úr bílnum. Markmið við hönnun sendibíla er væntanlega alltaf að reyna að hámarka fraktrými, þetta virðist að einhverju leyti koma niður á plássi fyrir ökumann. Ofanritaður er ekki hávaxinn en þurfti að keyra sætið aftur í skilrúmið sem er á milli farþegarýmis og fraktrýmis. Það má ímynda sér að mjög hávaxið fólk gæti þurft að sitja þröngt. Bíllinn er frábær í snatti á milli staða. Það er gott að leggja honum. Innra rými Maxus e-Deliver 3.Vilhelm Gunnarsson Innra rými Innra rými bílsins hefur látlaust yfirbragð en skilar sínu. Það er að vísu enginn hitamælir, hvorki til að stilla miðstöðina né til að fylgjast með hitastiginu úti sem er grundvallaratriði á Íslandi. Hvað hitamælir til að mæla hitastig úti þá stendur til bóta samkvæmt samtali blaðamanns við sölumann. Valið er á milli Drive, Neutral og Reverse með því að snúa hnappi, engin gírstöng er í innra rýminu. Ökumannsaðstaða í Maxus e-Deliver 3.Vilhelm Gunnarsson Drægni Uppgefin drægni á bílnum með 35 kwh rafhlöðu er 235 km. en fyrir stuttan bíl með stærri rafhlöðuna, sem er 52 kwh er drægnin 340 km og fyrir langan bíl sem er með stærri rafhlöðunni er drægnin 330 km. Reynsla blaðamanns veitir engar ástæður til að draga það í neinn efa. Drægni rafbíla fer að gríðarlega miklu leyti eftir ytri aðstæðum sem og aksturslagi, það er hvort ekið er innanbæjar í mikilli umferð þar sem stöðugt er verið að hemla og þar með endurhlaða að einhverju leyti rafhlöðurnar, eða hvort ekið er á á þjóðvegum þar sem lítið er um tækifæri til að endurhlaða með hemlun.
Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent