Halda vart vatni yfir mosfellsku skyttunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2021 16:31 Þorsteinn Leó Gunnarsson hefur skotist fram á sjónarsviðið í vetur. Þorsteinn Leó Gunnarsson hefur leikið vel með Aftureldingu í upphafi tímabils og hrifið sérfræðinga Seinni bylgjunnar. Þorsteinn skoraði átta mörk úr níu skotum þegar Afturelding tapaði fyrir FH, 27-33, í Olís-deildinni í gær þrátt fyrir að spila lengst af hægra megin fyrir utan. Þessi átján ára skytta er markahæsti leikmaður Aftureldingar á tímabilinu með 26 mörk í sjö leikjum. „Hann er að leysa þetta frábærlega. Hann gerir helling af mistökum, aðallega sendingar. Hann er stór og er kannski enn að læra á líkamann. Hann er enn að þroskast,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni í gær. Hann lýgur engu með að Þorsteinn sé stór, nánar tiltekið 2,05 metrar á hæð og vel yfir hundrað kíló. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Þorstein Leó Jóhann Gunnar kveðst ánægður með hversu mikið traust Þorsteinn fær frá Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar. „Hann er ekkert að kippa honum út af. Það kviknar á honum og hann tekur þrjú til fjögur mörk í röð,“ sagði Jóhann Gunnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að Þorsteinn sé ekki bara langskytta, hann hafi ýmislegt annað fram að færa. „Hann virðist vera flinkur. Hann er að brjótast í gegn og er mjög lunkinn í að fiska menn út af. Mér finnst hann þurfa að skjóta aðeins meira fyrir utan. Það þarf nýta þessa miklu stærð sem hann hefur og skotlagið hans er þannig að hann er mjög hátt með höndina,“ sagði Ásgeir Örn. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Afturelding Seinni bylgjan Tengdar fréttir Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59 Umfjöllun: Afturelding - FH 27-33 | FH aftur á beinu brautina Eftir jafntefli gegn KA um helgina komst FH aftur á beinu brautina eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ. 8. febrúar 2021 21:11 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel Sjá meira
Þorsteinn skoraði átta mörk úr níu skotum þegar Afturelding tapaði fyrir FH, 27-33, í Olís-deildinni í gær þrátt fyrir að spila lengst af hægra megin fyrir utan. Þessi átján ára skytta er markahæsti leikmaður Aftureldingar á tímabilinu með 26 mörk í sjö leikjum. „Hann er að leysa þetta frábærlega. Hann gerir helling af mistökum, aðallega sendingar. Hann er stór og er kannski enn að læra á líkamann. Hann er enn að þroskast,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni í gær. Hann lýgur engu með að Þorsteinn sé stór, nánar tiltekið 2,05 metrar á hæð og vel yfir hundrað kíló. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Þorstein Leó Jóhann Gunnar kveðst ánægður með hversu mikið traust Þorsteinn fær frá Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar. „Hann er ekkert að kippa honum út af. Það kviknar á honum og hann tekur þrjú til fjögur mörk í röð,“ sagði Jóhann Gunnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að Þorsteinn sé ekki bara langskytta, hann hafi ýmislegt annað fram að færa. „Hann virðist vera flinkur. Hann er að brjótast í gegn og er mjög lunkinn í að fiska menn út af. Mér finnst hann þurfa að skjóta aðeins meira fyrir utan. Það þarf nýta þessa miklu stærð sem hann hefur og skotlagið hans er þannig að hann er mjög hátt með höndina,“ sagði Ásgeir Örn. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Afturelding Seinni bylgjan Tengdar fréttir Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59 Umfjöllun: Afturelding - FH 27-33 | FH aftur á beinu brautina Eftir jafntefli gegn KA um helgina komst FH aftur á beinu brautina eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ. 8. febrúar 2021 21:11 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel Sjá meira
Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59
Umfjöllun: Afturelding - FH 27-33 | FH aftur á beinu brautina Eftir jafntefli gegn KA um helgina komst FH aftur á beinu brautina eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ. 8. febrúar 2021 21:11
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita