Segja kjánalegt að foreldrar megi fara á barinn en ekki horfa á leiki barna sinna Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2021 17:30 Það bíða þess sjálfsagt margir spenntir að mega aftur fara á íþróttaleiki. vísir/hag „Þér er treystandi til að vera fullur á bar en ekki til að vera á íþróttakappleik,“ segir Henry Birgir Gunnarsson sem telur íþróttafélög landsins verðskulda tækifæri til að opna hús sín fyrir áhorfendum. „Það er búið að opna barina, fjölga í leikhúsunum, en ekki verið að hleypa áhorfendum í íþróttahús eða foreldrum á leiki hjá börnunum sínum,“ bendir Henry á í umræðum í Sportinu í dag, um nýjustu sóttvarnareglur heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis. Reglurnar tóku gildi á mánudag en með þeim jókst leyfilegur hámarksfjöldi áhorfenda í leikhúsum og bíósölum úr 100 í 150 auk þess sem öldurhús máttu opna að nýju eftir langa bið. Áhorfendabann er hins vegar enn í gildi á íþróttaleikjum. Íþróttir virðist vera afgangsstærð Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur rökstutt tillögu sína, sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra samþykkti, með því að á íþróttaviðburðum á Íslandi séu ekki númeruð sæti. Ekki sé skrá yfir það hvar fólk sitji og erfiðara að koma í veg fyrir samgang. „Það sem að slær mig við þetta er að í þessu ferli virðast íþróttir enn og aftur vera afgangsstærð þegar það er verið að ákveða sóttvarnareglur og breytingar á þeim. Við höfum séð að íþróttir eru mjög aftarlega á merinni þegar kemur að ákvarðanatökunni og stundum hef ég á tilfinningunni að Þórólfur og Svandís viti ekki hvað íþróttir eru. Þær bara eru ekki til umræðu. Algjör afgangsstærð,“ segir Henry Birgir sem ræddi málið við Kjartan Atla og Rikka G í Sportinu í dag. Umræðuna má heyra hér að neðan en hún hefst eftir 27 og hálfa mínútu. Henry segir félögin verðskulda að prófað sé að leyfa þó ekki væri nema fimmtíu áhorfendur á leik: „Ég hefði bara viljað sjá fyrsta skrefið. Fimmtíu eða hundrað manns. Gefðu félögunum tækifæri á að sýna að þau geti skipulagt þetta, verið með númeruð sæti, skipulagt gæslu. Sýna að þeim sé treystandi. Réttu út höndina. Ef það er hægt að fjölga í leikhúsi og hleypa inn á bari, taktu þá alla vega lítið skref [fyrir íþróttirnar]. Fimmtíu manns sem hægt er að dreifa um salinn. Það munar um þetta. Og að foreldrar geti ekki farið á leiki í yngri flokkum hjá börnunum sínum, en farið á barinn á kvöldin og hellt sig fulla, það er bara kjánalegt. Og enn heyrist ekki múkk, hvorki hósti né stuna, frá ÍSÍ. Ég er orðinn svo þreyttur á þessu, að íþróttir mæti alltaf afgangi og félögin fái ekki tækifæri til að sýna að þau séu traustsins verð,“ segir Henry. Kjartan Atli tekur sérstaklega undir það að skoða ætti hvort foreldrar mættu ekki horfa á leiki hjá börnunum sínum. Það hafi til að mynda skotið skökku við að foreldrar þyrftu að bíða saman í Hyrnunni eða sundi í stað þess að sitja á áhorfendapöllum, á meðan að börnin þeirra spiluðu körfubolta við Skallagrím í Borgarnesi um daginn. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan eða með því að smella hér. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Seinni bylgjan Íþróttir barna Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Sjá meira
„Það er búið að opna barina, fjölga í leikhúsunum, en ekki verið að hleypa áhorfendum í íþróttahús eða foreldrum á leiki hjá börnunum sínum,“ bendir Henry á í umræðum í Sportinu í dag, um nýjustu sóttvarnareglur heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis. Reglurnar tóku gildi á mánudag en með þeim jókst leyfilegur hámarksfjöldi áhorfenda í leikhúsum og bíósölum úr 100 í 150 auk þess sem öldurhús máttu opna að nýju eftir langa bið. Áhorfendabann er hins vegar enn í gildi á íþróttaleikjum. Íþróttir virðist vera afgangsstærð Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur rökstutt tillögu sína, sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra samþykkti, með því að á íþróttaviðburðum á Íslandi séu ekki númeruð sæti. Ekki sé skrá yfir það hvar fólk sitji og erfiðara að koma í veg fyrir samgang. „Það sem að slær mig við þetta er að í þessu ferli virðast íþróttir enn og aftur vera afgangsstærð þegar það er verið að ákveða sóttvarnareglur og breytingar á þeim. Við höfum séð að íþróttir eru mjög aftarlega á merinni þegar kemur að ákvarðanatökunni og stundum hef ég á tilfinningunni að Þórólfur og Svandís viti ekki hvað íþróttir eru. Þær bara eru ekki til umræðu. Algjör afgangsstærð,“ segir Henry Birgir sem ræddi málið við Kjartan Atla og Rikka G í Sportinu í dag. Umræðuna má heyra hér að neðan en hún hefst eftir 27 og hálfa mínútu. Henry segir félögin verðskulda að prófað sé að leyfa þó ekki væri nema fimmtíu áhorfendur á leik: „Ég hefði bara viljað sjá fyrsta skrefið. Fimmtíu eða hundrað manns. Gefðu félögunum tækifæri á að sýna að þau geti skipulagt þetta, verið með númeruð sæti, skipulagt gæslu. Sýna að þeim sé treystandi. Réttu út höndina. Ef það er hægt að fjölga í leikhúsi og hleypa inn á bari, taktu þá alla vega lítið skref [fyrir íþróttirnar]. Fimmtíu manns sem hægt er að dreifa um salinn. Það munar um þetta. Og að foreldrar geti ekki farið á leiki í yngri flokkum hjá börnunum sínum, en farið á barinn á kvöldin og hellt sig fulla, það er bara kjánalegt. Og enn heyrist ekki múkk, hvorki hósti né stuna, frá ÍSÍ. Ég er orðinn svo þreyttur á þessu, að íþróttir mæti alltaf afgangi og félögin fái ekki tækifæri til að sýna að þau séu traustsins verð,“ segir Henry. Kjartan Atli tekur sérstaklega undir það að skoða ætti hvort foreldrar mættu ekki horfa á leiki hjá börnunum sínum. Það hafi til að mynda skotið skökku við að foreldrar þyrftu að bíða saman í Hyrnunni eða sundi í stað þess að sitja á áhorfendapöllum, á meðan að börnin þeirra spiluðu körfubolta við Skallagrím í Borgarnesi um daginn. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan eða með því að smella hér. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Seinni bylgjan Íþróttir barna Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Sjá meira