Eftir viðtal við íslensk hjón um það hvernig tantra og tantranudd bjargaði hjónbandi þeirra spurðum við lesendur hvort þeir væru spenntir fyrir þessum málum. Alls tóku um þrjúþúsund manns þátt í könnuninni.
Athygli vakti að aðeins 13% lesenda sögðust ekki finnast tantra eða tantranudd spennandi.. Eftir sitja 87% lesenda sem finnast það á einhvern hátt spennandi.
Niðurstöður*:
- Já, ég stunda það - 3%
- Já, ég hef prófað - 7%
- Já, hef áhuga á því að prófa - 63%
- Já, hef áhuga en þori ekki að prófa - 14%
- Nei - 13%
Umsjónarmaður Makamála mætti í Brennsluna á FM957 og ræddi niðurstöðurnar ásamt því að kynna til leiks nýja Spurningu vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan.
*Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.