Gerði helling fyrir Dag að enda fyrir ofan Ísland á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2021 11:00 Næsta verkefni Dags með japanska landsliðið eru Ólympíuleikarnir á heimavelli. epa/Anne-Christine Poujoulat Dagur Sigurðsson er ánægður með árangur Japans á HM 2021 í Egyptalandi og segir að það hafi verið sætt að enda fyrir ofan Ísland á mótinu. Japanir lentu í 19. sæti á HM, einu sæti ofar en Íslendingar. Japan gerði meðal annars jafntefli við sterkt lið Króatíu í fyrsta leik sínum á mótinu. Í viðtali við RÚV kvaðst Dagur afar sáttur með frammistöðu japanska liðsins á HM. „Mér fannst það ganga frábærlega. Ég var rosalega ánægður með liðið. Ég var svo ánægður með að það var enginn slakur leikur. Það gerði mig hvað stoltastan. Við fengum aldrei neinn skell og vorum inni í öllum leikjum og svo náðum við frábærum úrslitum, það er alltaf rosa gaman.“ Dagur segist ekki hafa náð að fylgjast mikið með íslenska liðinu á HM en segir að það hafi glatt sig að enda fyrir ofan það á mótinu. „Það gerði helling fyrir mig. Það var „ákveðið“ kikk að enda fyrir ofan Ísland á stórmóti með japanska liðið, ég verð að viðurkenna það. Ég kom inn í klefa eftir leikinn og fattaði það að þetta lyfti okkur upp fyrir Íslendingana,“ sagði Dagur sem er nú staddur hér á landi eftir langa dvöl í Japan og svo í Egyptalandi. Ótrúlega flókið að halda Ólympíuleikana Framundan eru Ólympíuleikar í Tókýó í sumar. Þeir áttu að fara fram síðasta sumar en var frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Dagur telur að Ólympíuleikarnir verði haldnir í sumar þótt það verði langt því frá einfalt að halda þetta risastóra íþróttamót á tímum heimsfaraldurs. „Ég hef trú á því. Ég hafði það ekki í fyrra en ég hef trú á því núna að það verði reynt að búa til þessa búblu, þó þetta sé miklu flóknara en eitt svona mót. Það eru ótrúlega margar byggingar sem eru teknar undir Ólympíuleikana. Þetta er ekki bara stóri völlurinn og ein höll, það eru mörg hunduð byggingar sem eru notaðar í kringum Ólympíuleikana,“ sagði Dagur. „Þetta er gríðarlega flókið og svo er fjarlægðin frá Ameríku og Evrópu risastórt vandamál, það er að segja tímamismunur. Liðin þurfa væntanlega að koma svona viku fyrir mót til þess að jafna sig á tímamismun. Hvar ætlarðu að hafa liðin þá? Það er ekki pláss inn í þorpinu fyrir alla á sama tíma. Liðin geta ekki verið mikið lengur en þau eru. Það eru ótrúleg flækjustig en ég samt er mín tilfinning að mótið verði.“ Dagur tók við japanska landsliðinu 2017 eftir að hafa náð frábærum árangri með Þýskaland sem hann gerði meðal annars að heimsmeisturum 2016. Dagur lék í Japan á árunum 2000-03 og þekkir því vel til í landinu. HM 2021 í handbolta Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Japanir lentu í 19. sæti á HM, einu sæti ofar en Íslendingar. Japan gerði meðal annars jafntefli við sterkt lið Króatíu í fyrsta leik sínum á mótinu. Í viðtali við RÚV kvaðst Dagur afar sáttur með frammistöðu japanska liðsins á HM. „Mér fannst það ganga frábærlega. Ég var rosalega ánægður með liðið. Ég var svo ánægður með að það var enginn slakur leikur. Það gerði mig hvað stoltastan. Við fengum aldrei neinn skell og vorum inni í öllum leikjum og svo náðum við frábærum úrslitum, það er alltaf rosa gaman.“ Dagur segist ekki hafa náð að fylgjast mikið með íslenska liðinu á HM en segir að það hafi glatt sig að enda fyrir ofan það á mótinu. „Það gerði helling fyrir mig. Það var „ákveðið“ kikk að enda fyrir ofan Ísland á stórmóti með japanska liðið, ég verð að viðurkenna það. Ég kom inn í klefa eftir leikinn og fattaði það að þetta lyfti okkur upp fyrir Íslendingana,“ sagði Dagur sem er nú staddur hér á landi eftir langa dvöl í Japan og svo í Egyptalandi. Ótrúlega flókið að halda Ólympíuleikana Framundan eru Ólympíuleikar í Tókýó í sumar. Þeir áttu að fara fram síðasta sumar en var frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Dagur telur að Ólympíuleikarnir verði haldnir í sumar þótt það verði langt því frá einfalt að halda þetta risastóra íþróttamót á tímum heimsfaraldurs. „Ég hef trú á því. Ég hafði það ekki í fyrra en ég hef trú á því núna að það verði reynt að búa til þessa búblu, þó þetta sé miklu flóknara en eitt svona mót. Það eru ótrúlega margar byggingar sem eru teknar undir Ólympíuleikana. Þetta er ekki bara stóri völlurinn og ein höll, það eru mörg hunduð byggingar sem eru notaðar í kringum Ólympíuleikana,“ sagði Dagur. „Þetta er gríðarlega flókið og svo er fjarlægðin frá Ameríku og Evrópu risastórt vandamál, það er að segja tímamismunur. Liðin þurfa væntanlega að koma svona viku fyrir mót til þess að jafna sig á tímamismun. Hvar ætlarðu að hafa liðin þá? Það er ekki pláss inn í þorpinu fyrir alla á sama tíma. Liðin geta ekki verið mikið lengur en þau eru. Það eru ótrúleg flækjustig en ég samt er mín tilfinning að mótið verði.“ Dagur tók við japanska landsliðinu 2017 eftir að hafa náð frábærum árangri með Þýskaland sem hann gerði meðal annars að heimsmeisturum 2016. Dagur lék í Japan á árunum 2000-03 og þekkir því vel til í landinu.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira