„Erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2021 12:17 Frá komu fólks til landsins á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að aukið eftirlit með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli hafi meðal leitt til þess að fjölmargir panti leigubíl niður í bæ í Keflavík þangað sem ættingjar sækja þá. Það er í trássi við leiðbeiningar um sóttkví fyrir fólk sem kemur til Íslands enda eiga viðkomandi að vera í sóttkví fram að seinni sýnatöku. Á Covid.is stendur: Ekki má sækja fólk sem ferðast til Íslands, þar með talið fjölskyldumeðlimi og vini. Þau sem koma til landsins þurfa að taka leigubíl, bílaleigubíl eða einkabíl sem búið er að fara með út á flugvöll. Borið hefur á því að fólk virði ekki þessar reglur heldur sæki sitt nánast út á völl. Víðir var spurður að því hvort brugðist hefði verið við þessu. Svaraði hann því til að eftirlit með komufarþegum, sem hafa verið á annað hundrað daglega undanfarið, hafi verið aukið. Hann nefndi þó að eitt vandamál væri að flugrútan sé hætt að ganga. Svo fáir hafi notað hana að ekki hafi verið rekstrargrundvöllur fyrir henni. Verið sé að leita leiða til að bjóða upp á aðrar lausnir eða koma flugrútunni í gang með einhverjum hætti. „Við höfum líka séð að með þessu aukna eftirliti höfum við orðið vör við það að fólk er að taka til dæmis leigubíla niður í bæ í Keflavík og er sótt þar,“ segir Víðir. „Brotaviljinn er ansi einbeittur í mörgum dæmum sem við höfum verið að sjá og það er erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja,“ segir Víðir. Hann bætti við að leiðbeiningar um þetta væru í endurskoðun og væri hluti af þeim veikleikum á landamærum sem væru til skoðunar. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leigubílar Reykjanesbær Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Það er í trássi við leiðbeiningar um sóttkví fyrir fólk sem kemur til Íslands enda eiga viðkomandi að vera í sóttkví fram að seinni sýnatöku. Á Covid.is stendur: Ekki má sækja fólk sem ferðast til Íslands, þar með talið fjölskyldumeðlimi og vini. Þau sem koma til landsins þurfa að taka leigubíl, bílaleigubíl eða einkabíl sem búið er að fara með út á flugvöll. Borið hefur á því að fólk virði ekki þessar reglur heldur sæki sitt nánast út á völl. Víðir var spurður að því hvort brugðist hefði verið við þessu. Svaraði hann því til að eftirlit með komufarþegum, sem hafa verið á annað hundrað daglega undanfarið, hafi verið aukið. Hann nefndi þó að eitt vandamál væri að flugrútan sé hætt að ganga. Svo fáir hafi notað hana að ekki hafi verið rekstrargrundvöllur fyrir henni. Verið sé að leita leiða til að bjóða upp á aðrar lausnir eða koma flugrútunni í gang með einhverjum hætti. „Við höfum líka séð að með þessu aukna eftirliti höfum við orðið vör við það að fólk er að taka til dæmis leigubíla niður í bæ í Keflavík og er sótt þar,“ segir Víðir. „Brotaviljinn er ansi einbeittur í mörgum dæmum sem við höfum verið að sjá og það er erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja,“ segir Víðir. Hann bætti við að leiðbeiningar um þetta væru í endurskoðun og væri hluti af þeim veikleikum á landamærum sem væru til skoðunar.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leigubílar Reykjanesbær Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira