85 prósent landsmanna töldu Skaupið gott Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2021 11:35 Villi Neto var á meðal þeirra sem fór að margra mati á kostum í Skaupinu. Áramótaskaupið 2020 var það besta sem sést hefur yfir síðasta áratug að mati landsmanna en 85 prósent þátttakenda í könnun MMR sögðu að þeim hafi þótt Áramótaskaupið mjög gott eða gott. Töldu 64 prósent svarenda Skaupið 2020 hafa verið mjög gott, 21 prósent sögðu það frekar gott, níu prósent bæði og, þrjú prósent frekar slakt og þrjú prósent mjög slakt. Konur voru ánægðari með sjónvarpsþáttinn en karlar því 89 prósent kvenna sögðu Skaupið gott en 81 prósent karla. Ánægja mældist meiri meðal svarenda 30 ára og eldri (87 prósent 30-49 ára; 86 prósent 50 ára og eldri) heldur en meðal þeirra undir þrítugu (79 prósent). Lítill munur reyndist á afstöðu eftir búsetu svarenda. Þá mældist ánægja almennt nokkuð há þvert á stuðning við stjórnmálaflokka, sem má mögulega taka til marks um hversu kærkomið ópólitískt Skaup hefur verið fyrir landann á tímum Covid faraldursins. Mest mældist ánægja meðal stuðningsfólks Vinstri grænna en 94 prósent þeirra kváðu Skaupið hafa verið frekar eða mjög gott, sem og 88 prósent stuðningsfólks Samfylkingarinnar og 87 prósent stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins. Minnst mældist ánægja meðal stuðningsfólks Miðflokksins en 73 prósent þeirra kváðu Skaupið hafa verið gott og 26 prósent sögðu það hafa verið frekar eða mjög slakt. Í tilkynningu frá MMR segir að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem yfirgnæfandi gleði ríki í kjölfar Áramótaskaupsins. Mikil ánægja hafi mælst árin 2013 og 2017 þegar 81 prósent og 76 prósent sögðu Skaupið hafa verið gott. Árin 2012 og 2014 var minnst ánægja með Skaupið meðal landsmanna en þá sögðu 33 og 35 prósent landsmanna að Skaupið hefði verið gott. Könnun MMR náði til 951 einstaklings átján ára og eldri sem valinn var handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Könnunin fór fram dagana 13. til 18. janúar. Skoðanakannanir Áramótaskaupið Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Konur voru ánægðari með sjónvarpsþáttinn en karlar því 89 prósent kvenna sögðu Skaupið gott en 81 prósent karla. Ánægja mældist meiri meðal svarenda 30 ára og eldri (87 prósent 30-49 ára; 86 prósent 50 ára og eldri) heldur en meðal þeirra undir þrítugu (79 prósent). Lítill munur reyndist á afstöðu eftir búsetu svarenda. Þá mældist ánægja almennt nokkuð há þvert á stuðning við stjórnmálaflokka, sem má mögulega taka til marks um hversu kærkomið ópólitískt Skaup hefur verið fyrir landann á tímum Covid faraldursins. Mest mældist ánægja meðal stuðningsfólks Vinstri grænna en 94 prósent þeirra kváðu Skaupið hafa verið frekar eða mjög gott, sem og 88 prósent stuðningsfólks Samfylkingarinnar og 87 prósent stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins. Minnst mældist ánægja meðal stuðningsfólks Miðflokksins en 73 prósent þeirra kváðu Skaupið hafa verið gott og 26 prósent sögðu það hafa verið frekar eða mjög slakt. Í tilkynningu frá MMR segir að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem yfirgnæfandi gleði ríki í kjölfar Áramótaskaupsins. Mikil ánægja hafi mælst árin 2013 og 2017 þegar 81 prósent og 76 prósent sögðu Skaupið hafa verið gott. Árin 2012 og 2014 var minnst ánægja með Skaupið meðal landsmanna en þá sögðu 33 og 35 prósent landsmanna að Skaupið hefði verið gott. Könnun MMR náði til 951 einstaklings átján ára og eldri sem valinn var handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Könnunin fór fram dagana 13. til 18. janúar.
Skoðanakannanir Áramótaskaupið Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira