Forstöðumaðurinn nýbúinn að frétta af tilslökunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 12:11 Fleiri mega fara á skíði samkvæmt nýjum sóttvarnareglum fyrir skíðasvæði landsins. Vísir/Vilhelm Nýjar sóttvarnareglur fyrir skíðasvæði tóku óvænt gildi í morgun. Fréttirnar komu forstöðumanni Hlíðarfjalls í opna skjöldu enda bárust þær honum klukkan hálf tíu í morgun. Hann fagnar breytingunni en óttast þó að henni fylgi lengri biðraðir í lyftur vegna tveggja metra reglunnar. Lögreglan á Norðurlandi eystra birti í morgun nýju reglurnar en í þeim felst að forráðamenn skíðasvæða landsins mega frá og með deginum í dag taka á móti allt að fimmtíu prósent af reiknaðri móttökugetu í staðinn fyrir tuttugu og fimm prósent áður. Tímasetning breytinganna vekur athygli enda er vetrarfrí í fjölmörgum grunnskólum landsins að hefjast og útlit er fyrir að fjölmargir af höfuðborgarsvæðinu leggi leið sína út á land til að bregða sér á skíði. Sjá nánar: Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Uppselt var á skíði í Hlíðarfjalli á Akureyri um helgina en forstöðumaður skíðasvæðisins segir að fleiri miðar verði nú settir í sölu en þó ekki því sem nemur helmingi af hámarks mótttökugetu - fyrst um sinn. „Við erum að auka, í þessum töluðu orðum, sirka upp í 2500-3000 miða og síðan verðum við bara að sjá hvernig helgin kemur út. Við vorum búin að skipuleggja helgina með tilliti til mannafla og skipulagi á svæðinu þannig að það er aðallega það að við þurfum að skipuleggja raðir og gera útfærslu á tveggja metra reglu alls staðar því hópamyndunin er náttúrulega mest í röðunum og það er það sem menn eru að horfa mest til varðandi smit.“ Þetta sagði Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins. Stólalyftan sé ákveðinn flöskuháls því tveggja metra reglan dragi úr afkastagetu lyftunnar. Fréttirnar komu Brynjari í opna skjöldu en hvernig komu þær til? „Samtök skíðasvæða hafa verið beinu sambandi við Landlæknisembættið og Almannavarnir og eru með tengilið þar inni sem við erum að vinna með. Við höfum verið svolítið að ýta á að fá að fara í 50% og það var bara verið að vinna þessar reglur eins fljótt og hægt er. Ég fékk fréttirnar klukkan hálf tíu í morgun,“ sagði Brynjar og skellti uppúr. Hann bætti við að allir væru að gera sitt besta og skildi vel að sóttvarnayfirvöld hafi fyrst látið lögregluna vita um breytingarnar. Akureyri Skíðasvæði Tengdar fréttir Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir hafa gefið út nýjar reglur á skíðasvæðum landsins sem taka gildi í dag. Nú mega skíðasvæðin taka við 50 prósent af móttökugetu svæðisins en leyfilegt hlutfall var áður 25 prósent. 19. febrúar 2021 10:23 800 manns í Hlíðarfjalli í dag Mikið er um að vera í Hlíðarfjalli á Akureyri en fjöldi fólks nýtur sín þar nú um helgina á skíðum. Veðurskilyrði eru einstaklega góð, hægur vindur er á svæðinu og níu stiga frost. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að slík umferð hafi ekki verið á svæðinu frá því í mars í fyrra. 30. janúar 2021 11:33 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Hann fagnar breytingunni en óttast þó að henni fylgi lengri biðraðir í lyftur vegna tveggja metra reglunnar. Lögreglan á Norðurlandi eystra birti í morgun nýju reglurnar en í þeim felst að forráðamenn skíðasvæða landsins mega frá og með deginum í dag taka á móti allt að fimmtíu prósent af reiknaðri móttökugetu í staðinn fyrir tuttugu og fimm prósent áður. Tímasetning breytinganna vekur athygli enda er vetrarfrí í fjölmörgum grunnskólum landsins að hefjast og útlit er fyrir að fjölmargir af höfuðborgarsvæðinu leggi leið sína út á land til að bregða sér á skíði. Sjá nánar: Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Uppselt var á skíði í Hlíðarfjalli á Akureyri um helgina en forstöðumaður skíðasvæðisins segir að fleiri miðar verði nú settir í sölu en þó ekki því sem nemur helmingi af hámarks mótttökugetu - fyrst um sinn. „Við erum að auka, í þessum töluðu orðum, sirka upp í 2500-3000 miða og síðan verðum við bara að sjá hvernig helgin kemur út. Við vorum búin að skipuleggja helgina með tilliti til mannafla og skipulagi á svæðinu þannig að það er aðallega það að við þurfum að skipuleggja raðir og gera útfærslu á tveggja metra reglu alls staðar því hópamyndunin er náttúrulega mest í röðunum og það er það sem menn eru að horfa mest til varðandi smit.“ Þetta sagði Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins. Stólalyftan sé ákveðinn flöskuháls því tveggja metra reglan dragi úr afkastagetu lyftunnar. Fréttirnar komu Brynjari í opna skjöldu en hvernig komu þær til? „Samtök skíðasvæða hafa verið beinu sambandi við Landlæknisembættið og Almannavarnir og eru með tengilið þar inni sem við erum að vinna með. Við höfum verið svolítið að ýta á að fá að fara í 50% og það var bara verið að vinna þessar reglur eins fljótt og hægt er. Ég fékk fréttirnar klukkan hálf tíu í morgun,“ sagði Brynjar og skellti uppúr. Hann bætti við að allir væru að gera sitt besta og skildi vel að sóttvarnayfirvöld hafi fyrst látið lögregluna vita um breytingarnar.
Akureyri Skíðasvæði Tengdar fréttir Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir hafa gefið út nýjar reglur á skíðasvæðum landsins sem taka gildi í dag. Nú mega skíðasvæðin taka við 50 prósent af móttökugetu svæðisins en leyfilegt hlutfall var áður 25 prósent. 19. febrúar 2021 10:23 800 manns í Hlíðarfjalli í dag Mikið er um að vera í Hlíðarfjalli á Akureyri en fjöldi fólks nýtur sín þar nú um helgina á skíðum. Veðurskilyrði eru einstaklega góð, hægur vindur er á svæðinu og níu stiga frost. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að slík umferð hafi ekki verið á svæðinu frá því í mars í fyrra. 30. janúar 2021 11:33 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir hafa gefið út nýjar reglur á skíðasvæðum landsins sem taka gildi í dag. Nú mega skíðasvæðin taka við 50 prósent af móttökugetu svæðisins en leyfilegt hlutfall var áður 25 prósent. 19. febrúar 2021 10:23
800 manns í Hlíðarfjalli í dag Mikið er um að vera í Hlíðarfjalli á Akureyri en fjöldi fólks nýtur sín þar nú um helgina á skíðum. Veðurskilyrði eru einstaklega góð, hægur vindur er á svæðinu og níu stiga frost. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að slík umferð hafi ekki verið á svæðinu frá því í mars í fyrra. 30. janúar 2021 11:33