Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 21. febrúar 2021 19:26 Hún er 35 ára Kópavogsmær sem heillast af heiðarleika, húmor og einlægni. Anges Ýr er Einhleypa vikunnar. Vísir - Vilhelm „Eftir að hafa lagt skólabækurnar alfarið á hilluna, í bili, þá er ég í dag að fikra mig áfram í nýjum áhugamálum og á döfinni er mikið af ferðalögum, eða það vona ég.“ Þetta segir Agnes Ýr Stefánsdóttir Einhleypa vikunnar. Agnes Ýr er búsett í Kópavogi og starfar í dag sem lögfræðingur. „Ætli titillinn væri ekki mamma ef ég ætti að velja einhvern. Ég heyri það svona oftast og ég er líka stoltust af þeim titli,“ segir Agnes þegar hún er spurð hvernig hún vilji láta titla sig. Hvernig hefur stefnumótaheimurinn verið á tímum heimsfaraldurs? „Það hefur verið lítið um stefnumót á tímum Covid. Ég get þó ekki kvartað yfir single-lífinu þar sem ég hef haft nóg að gera bæði sem móðir og í starfi þrátt fyrir heimsfaraldurinn. En með hækkandi sól og bjartari framtíð myndi ég ekkert slá hendinni á móti því að kynnast einhverjum sem er til í að bralla hitt og þetta með mér. Það er nóg sem maður þarf að vinna upp eftir síðasta ár og skemmtilegur félagsskapur myndi bara gera þá hluti meira spennandi.“ Agnes er 35 ára og starfar sem lögfræðingur. Hér fyrir neðan svarar Agnes spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Nafn? Agnes Ýr Stefánsdóttir. Gælunafn eða hliðarsjálf? Á unglingsárunum var ég oft kölluð Gneza eða Gneza Kýr, sem betur fer festist það ekki í sessi, nema hjá nokkrum nánum vinum. Aldur í árum? 35 ára. Aldur í anda? Á bilinu 30 ára til 40 ára. Það fer eiginlega eftir aðstæðum hverju sinni. Menntun? Ég er lögfræðingur. Svo er ég líka búin að sækja mér réttindi sem löggildur fasteigna- og skipasali og héraðsdómslögmaður, en þau réttindi eru í geymslu eins og er. Svo núna síðast bætti ég við mig viðbótardiplómu í opinberri stjórnsýslu. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Ég get allt, ég er brún eins og kókómalt. Það er alveg smá saga á bak við þetta, haha! Guilty pleasure kvikmynd? P.S. I love you. Ég get horft á hana aftur og aftur! Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já, Peter Andre var aðalmaðurinn og svo má ekki gleyma strákunum í Backstreet Boys! Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? BARA þegar ég tala við fjögurra ára barnið mitt og þá eitthvað í þessa áttina „mamma er að elda matinn núna“, „mamma er að keyra“ og svo framvegis. Að öllu öðru leyti held ég mig við fyrstu persónu. Syngur þú í sturtu? Nei, einu staðirnir sem ég syng á eru í bílnum og á Þjóðhátíð í Eyjum. Það kemur þó stundum fyrir að ég syngi fyrir barnið mitt heima, en hún stoppar mig oftast. Uppáhaldsappið þitt? Instagram. Ertu á stefnumótaforritum? Nei, ekki eins og er. Ég hef alveg kíkt á Tinder, en ég loka því oft mjög fljótt. Ég opna það kannski aftur ef mér fer að leiðast. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Traust, heiðarleg og metnaðargjörn. Dugleg, ævintýragjörn og traust eru orð sem vinir Agnesar nota til að lýsa henni. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Ég sendi þetta á saumaklúbbana mína þar sem æskuvinkonurnar leynast og það sem kom oftast upp var dugleg, ævintýragjörn og traust. Þá mátti líka sjá hvatvís, en ég er alveg sek um það, haha! Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Heiðarleiki, einlægni og húmor fara fremstir í flokki og fast á eftir fylgir metnaður. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Óheiðarleiki, hroki og neikvæðni. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Pottþétt fugl. Ég elska að ferðast. Ég er samt ekkert sérstaklega hrifin af ormum. Má ég vera flugvél? Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Vigdísi Finnbogadóttur, Eleanor Roosevelt og Michelle Obama. Allt framúrskarandi og áhrifamiklar konur sem væri án efa gaman að eyða einni kvöldstund í spjall með. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já, ég get krumpað tunguna í fallegt fiðrildi. Og þar fór leyndin yfir því! Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Samvera með lillunni minni og stórfjölskyldunni er alltaf best. Ferðast og sjá ólíka menningarheima og hitta góða vini klikkar aldrei. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Skúra, ég get ekki tilhugsunina. Ertu A eða B týpa? Ég er A týpa sem á samt alveg B týpu móment. Hvernig viltu eggin þín? Hrærð eða medium soðin. Hvernig viltu kaffið þitt? Ég fæ mér helst tvöfaldan latte með lítið af mjólk og ogguponsu sykurlausu sírópi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Þegar ég kíki út þá finnst mér skemmtilegast að fara eitthvað gott út að borða eins og á Snaps, Sushi Social og Public House og svo jafnvel kíkja í einn drykk á Kalda. Út að borða og svo drykkur á Kalda bar er það sem Agnes myndi kjósa þegar hún fer út að skemmta sér. Ertu með einhvern bucket lista? Já og ég er endalaust að týna til á hann. Ég hef til dæmis aldrei farið til Japan, ég verð að fara þangað. Draumastefnumótið? Það getur verið hvað sem er með rétta aðilanum. Allt frá göngutúr í fallegu veðri, bíó á lélega mynd eða samvera út fyrir borgina eða landsteinana. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Já, ég komst að því þegar ég renndi yfir önnur svona viðtöl að ég hef verið að syngja lagið með Bríet, Rólegur kúreki, kolvitlaust. Þú ert enginn gimsteinn því miður, en það er víst þú ert ekki James Dean því miður. En ég verð að viðurkenna að mér finnst gimsteina útgáfan alveg meika sense líka! Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Your Honor. Hvaða bók lastu síðast? Söguperlur fyrir svefninn. Hvað er Ást? Ást er gagnkvæm virðing, traust, vinátta og þessi tryllti spenningur sem maður finnur í maganum bara við það eitt að hugsa um manneskjuna sem að maður er ástfanginn af. Agnes elskar að ferðast og getur ekki beðið eftir því að geta byrjað að kanna heiminn aftur þegar aðstæður leyfa. Fyrir áhugasama þá er hægt að nálgast Instagram prófíl Agnesar hér. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Ertu með minni eða meiri kynþörf en maki þinn? Eitt af algengari vandamálum para í kynlífi eru tengd mismunandi þörfum og löngunum á því sviði. Þar spilar kynhvötin okkar og kynþörfin mikilvægt hlutverk. 19. febrúar 2021 07:58 „Heyrðu, ég er bara að gera þetta sóló“ „Jæææja... ég er víst rúmlega hálfnuð að búa til litla manneskju,“ skrifar fjölmiðla- og leikkonan Ísgerður Gunnarsdóttir við fallega óléttumynd sem hún birti á Facebook síðu sinni nú fyrr í kvöld. 16. febrúar 2021 21:55 „Korter í að ég fari að banka upp á hjá Kára Stef“ „Fyrst og fremst vonast ég til að vera þrusu-stunginn af Pfizer sprautu. Það er korter í að ég fari að banka upp á hjá Kára Stef eða splæsi í eitt stykki innbrot inn í bækistöðvar mótefnisins,“ segir ljósmyndarinn og samfélagsmiðlastjarnan Helgi Ómarsson í viðtali við Makamál. 16. febrúar 2021 12:45 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu Makamál Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp Makamál Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Ástin á götunni: Trúir þú á ást við fyrstu sýn? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Agnes Ýr er búsett í Kópavogi og starfar í dag sem lögfræðingur. „Ætli titillinn væri ekki mamma ef ég ætti að velja einhvern. Ég heyri það svona oftast og ég er líka stoltust af þeim titli,“ segir Agnes þegar hún er spurð hvernig hún vilji láta titla sig. Hvernig hefur stefnumótaheimurinn verið á tímum heimsfaraldurs? „Það hefur verið lítið um stefnumót á tímum Covid. Ég get þó ekki kvartað yfir single-lífinu þar sem ég hef haft nóg að gera bæði sem móðir og í starfi þrátt fyrir heimsfaraldurinn. En með hækkandi sól og bjartari framtíð myndi ég ekkert slá hendinni á móti því að kynnast einhverjum sem er til í að bralla hitt og þetta með mér. Það er nóg sem maður þarf að vinna upp eftir síðasta ár og skemmtilegur félagsskapur myndi bara gera þá hluti meira spennandi.“ Agnes er 35 ára og starfar sem lögfræðingur. Hér fyrir neðan svarar Agnes spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Nafn? Agnes Ýr Stefánsdóttir. Gælunafn eða hliðarsjálf? Á unglingsárunum var ég oft kölluð Gneza eða Gneza Kýr, sem betur fer festist það ekki í sessi, nema hjá nokkrum nánum vinum. Aldur í árum? 35 ára. Aldur í anda? Á bilinu 30 ára til 40 ára. Það fer eiginlega eftir aðstæðum hverju sinni. Menntun? Ég er lögfræðingur. Svo er ég líka búin að sækja mér réttindi sem löggildur fasteigna- og skipasali og héraðsdómslögmaður, en þau réttindi eru í geymslu eins og er. Svo núna síðast bætti ég við mig viðbótardiplómu í opinberri stjórnsýslu. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Ég get allt, ég er brún eins og kókómalt. Það er alveg smá saga á bak við þetta, haha! Guilty pleasure kvikmynd? P.S. I love you. Ég get horft á hana aftur og aftur! Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já, Peter Andre var aðalmaðurinn og svo má ekki gleyma strákunum í Backstreet Boys! Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? BARA þegar ég tala við fjögurra ára barnið mitt og þá eitthvað í þessa áttina „mamma er að elda matinn núna“, „mamma er að keyra“ og svo framvegis. Að öllu öðru leyti held ég mig við fyrstu persónu. Syngur þú í sturtu? Nei, einu staðirnir sem ég syng á eru í bílnum og á Þjóðhátíð í Eyjum. Það kemur þó stundum fyrir að ég syngi fyrir barnið mitt heima, en hún stoppar mig oftast. Uppáhaldsappið þitt? Instagram. Ertu á stefnumótaforritum? Nei, ekki eins og er. Ég hef alveg kíkt á Tinder, en ég loka því oft mjög fljótt. Ég opna það kannski aftur ef mér fer að leiðast. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Traust, heiðarleg og metnaðargjörn. Dugleg, ævintýragjörn og traust eru orð sem vinir Agnesar nota til að lýsa henni. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Ég sendi þetta á saumaklúbbana mína þar sem æskuvinkonurnar leynast og það sem kom oftast upp var dugleg, ævintýragjörn og traust. Þá mátti líka sjá hvatvís, en ég er alveg sek um það, haha! Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Heiðarleiki, einlægni og húmor fara fremstir í flokki og fast á eftir fylgir metnaður. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Óheiðarleiki, hroki og neikvæðni. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Pottþétt fugl. Ég elska að ferðast. Ég er samt ekkert sérstaklega hrifin af ormum. Má ég vera flugvél? Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Vigdísi Finnbogadóttur, Eleanor Roosevelt og Michelle Obama. Allt framúrskarandi og áhrifamiklar konur sem væri án efa gaman að eyða einni kvöldstund í spjall með. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já, ég get krumpað tunguna í fallegt fiðrildi. Og þar fór leyndin yfir því! Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Samvera með lillunni minni og stórfjölskyldunni er alltaf best. Ferðast og sjá ólíka menningarheima og hitta góða vini klikkar aldrei. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Skúra, ég get ekki tilhugsunina. Ertu A eða B týpa? Ég er A týpa sem á samt alveg B týpu móment. Hvernig viltu eggin þín? Hrærð eða medium soðin. Hvernig viltu kaffið þitt? Ég fæ mér helst tvöfaldan latte með lítið af mjólk og ogguponsu sykurlausu sírópi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Þegar ég kíki út þá finnst mér skemmtilegast að fara eitthvað gott út að borða eins og á Snaps, Sushi Social og Public House og svo jafnvel kíkja í einn drykk á Kalda. Út að borða og svo drykkur á Kalda bar er það sem Agnes myndi kjósa þegar hún fer út að skemmta sér. Ertu með einhvern bucket lista? Já og ég er endalaust að týna til á hann. Ég hef til dæmis aldrei farið til Japan, ég verð að fara þangað. Draumastefnumótið? Það getur verið hvað sem er með rétta aðilanum. Allt frá göngutúr í fallegu veðri, bíó á lélega mynd eða samvera út fyrir borgina eða landsteinana. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Já, ég komst að því þegar ég renndi yfir önnur svona viðtöl að ég hef verið að syngja lagið með Bríet, Rólegur kúreki, kolvitlaust. Þú ert enginn gimsteinn því miður, en það er víst þú ert ekki James Dean því miður. En ég verð að viðurkenna að mér finnst gimsteina útgáfan alveg meika sense líka! Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Your Honor. Hvaða bók lastu síðast? Söguperlur fyrir svefninn. Hvað er Ást? Ást er gagnkvæm virðing, traust, vinátta og þessi tryllti spenningur sem maður finnur í maganum bara við það eitt að hugsa um manneskjuna sem að maður er ástfanginn af. Agnes elskar að ferðast og getur ekki beðið eftir því að geta byrjað að kanna heiminn aftur þegar aðstæður leyfa. Fyrir áhugasama þá er hægt að nálgast Instagram prófíl Agnesar hér.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Ertu með minni eða meiri kynþörf en maki þinn? Eitt af algengari vandamálum para í kynlífi eru tengd mismunandi þörfum og löngunum á því sviði. Þar spilar kynhvötin okkar og kynþörfin mikilvægt hlutverk. 19. febrúar 2021 07:58 „Heyrðu, ég er bara að gera þetta sóló“ „Jæææja... ég er víst rúmlega hálfnuð að búa til litla manneskju,“ skrifar fjölmiðla- og leikkonan Ísgerður Gunnarsdóttir við fallega óléttumynd sem hún birti á Facebook síðu sinni nú fyrr í kvöld. 16. febrúar 2021 21:55 „Korter í að ég fari að banka upp á hjá Kára Stef“ „Fyrst og fremst vonast ég til að vera þrusu-stunginn af Pfizer sprautu. Það er korter í að ég fari að banka upp á hjá Kára Stef eða splæsi í eitt stykki innbrot inn í bækistöðvar mótefnisins,“ segir ljósmyndarinn og samfélagsmiðlastjarnan Helgi Ómarsson í viðtali við Makamál. 16. febrúar 2021 12:45 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu Makamál Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp Makamál Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Ástin á götunni: Trúir þú á ást við fyrstu sýn? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Spurning vikunnar: Ertu með minni eða meiri kynþörf en maki þinn? Eitt af algengari vandamálum para í kynlífi eru tengd mismunandi þörfum og löngunum á því sviði. Þar spilar kynhvötin okkar og kynþörfin mikilvægt hlutverk. 19. febrúar 2021 07:58
„Heyrðu, ég er bara að gera þetta sóló“ „Jæææja... ég er víst rúmlega hálfnuð að búa til litla manneskju,“ skrifar fjölmiðla- og leikkonan Ísgerður Gunnarsdóttir við fallega óléttumynd sem hún birti á Facebook síðu sinni nú fyrr í kvöld. 16. febrúar 2021 21:55
„Korter í að ég fari að banka upp á hjá Kára Stef“ „Fyrst og fremst vonast ég til að vera þrusu-stunginn af Pfizer sprautu. Það er korter í að ég fari að banka upp á hjá Kára Stef eða splæsi í eitt stykki innbrot inn í bækistöðvar mótefnisins,“ segir ljósmyndarinn og samfélagsmiðlastjarnan Helgi Ómarsson í viðtali við Makamál. 16. febrúar 2021 12:45