Seðlabankastjóri sannfærður um að Ísland komist bratt upp úr Covid-kreppunni Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2021 12:12 Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri Íslands er kátur, vitnar í Nóbelsskáldið Halldór Laxness: Bráðum kemur betri tíð, með blóm í haga. vísir/vilhelm Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri Íslands fagnar auknu trausti í mælingum sem farið hefur úr 31 prósenti 2019 í 62 prósent nú. „Traust til Seðlabankans mælist nú 62% og hefur tekið stökk frá því í fyrra þegar 45% landsmanna sögðust treysta bankanum. Og heljastökk frá árinu 2019 þegar það mældist 31%. Allt samkvæmt könnunum Gallup,“ segir Ásgeir í stuttum pistli á Facebooksíðu sinni. Hann segist, sem seðlabankastjóri er bæði auðmjúkur og glaður, við þessar fregnir. „Þetta er árangur sem allt starfsfólk Seðlabankans á saman. Þessu trausti fylgir einnig mikil ábyrgð – að við getum staðist þær væntingar sem til okkar eru gerðar. Traust til Seðlabankans mælist nú 62% og hefur tekið stökk frá því í fyrra þegar 45% landsmanna sögðust treysta...Posted by Ásgeir Jónsson on Mánudagur, 22. febrúar 2021 Þau tímamót urðu í upphafi árs 2020 að ný lög tóku gildi með sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins – og svo tveimur mánuðum síðar skall veirufaraldurinn á. Þannig að ég lít á þessa mælingu sem viðurkenningu á störfum hins nýja banka á þessum erfiða tíma.“ Ásgeir bendir á að Seðlabanki Íslands sé útgefandi og varðmaður íslensku krónunnar. Og mælingin því vitnisburður um nýtt traust á gjaldmiðlinum. Hann segist jafnframt bjartsýnn að eðlisfari og handviss um að Ísland komist bratt úr Covid-kreppunni. Seðlabankastjóri lýkur máli sínu á með tilvitnun í sjálft Nóbelsskáldið: „Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga - sæta langa sumardaga.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
„Traust til Seðlabankans mælist nú 62% og hefur tekið stökk frá því í fyrra þegar 45% landsmanna sögðust treysta bankanum. Og heljastökk frá árinu 2019 þegar það mældist 31%. Allt samkvæmt könnunum Gallup,“ segir Ásgeir í stuttum pistli á Facebooksíðu sinni. Hann segist, sem seðlabankastjóri er bæði auðmjúkur og glaður, við þessar fregnir. „Þetta er árangur sem allt starfsfólk Seðlabankans á saman. Þessu trausti fylgir einnig mikil ábyrgð – að við getum staðist þær væntingar sem til okkar eru gerðar. Traust til Seðlabankans mælist nú 62% og hefur tekið stökk frá því í fyrra þegar 45% landsmanna sögðust treysta...Posted by Ásgeir Jónsson on Mánudagur, 22. febrúar 2021 Þau tímamót urðu í upphafi árs 2020 að ný lög tóku gildi með sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins – og svo tveimur mánuðum síðar skall veirufaraldurinn á. Þannig að ég lít á þessa mælingu sem viðurkenningu á störfum hins nýja banka á þessum erfiða tíma.“ Ásgeir bendir á að Seðlabanki Íslands sé útgefandi og varðmaður íslensku krónunnar. Og mælingin því vitnisburður um nýtt traust á gjaldmiðlinum. Hann segist jafnframt bjartsýnn að eðlisfari og handviss um að Ísland komist bratt úr Covid-kreppunni. Seðlabankastjóri lýkur máli sínu á með tilvitnun í sjálft Nóbelsskáldið: „Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga - sæta langa sumardaga.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira