Anníe Mist: Svo oft sem eitthvað gott kemur út úr baksinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir þekkir það best sjálf að það koma erfiðir dagar inn á milli. Instagram/@anniethorisdottir Haltu áfram og ekki gefast upp. Anníe Mist Þórisdóttir sendi fylgjendum sínum hvatningarorð og það voru örugglega einhverjir af þeim tæplega tveimur milljónum sem þurftu að heyra það í dag. Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir þekkir það vel að sigrast á mótlæti og komast í gegnum erfiða tíma. Hún vildi stappa stálinu í sína fylgjendur í nýjast pistli sínum um að halda áfram þótt á móti blási. Anníe Mist hefur meðal annars komist í gegnum erfið meiðsli á sínum ferli og á að baki yfir tíu ár í einni mest krefjandi íþrótt sem er í boði. Þessa dagana er hún að koma til baka eftir barnsburð og það hefur reynt á þrautseigju okkar konu. Anníe getur því vel sett sig í spor þeirra sem lenda í mótlæti og eru á þeim tímapunkti þegar auðvelda leiðin er að gefast upp og hætta. Anníe Mist vill passa upp á það að sú hugsun hafi ekki betur hjá sínum fylgjendum. „Ég er ekki viss hver það er sem þarf að heyra þetta akkúrat núna en ef þú ert að fara í gegnum einhverja erfiðleika, haltu þá áfram,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir í nýjasta pistli sínum á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Lífið færir okkur áskoranir til að prófa okkur en ég trúi því innilega að þú vaxir við það að komast í gegnum slíkar áskoranir. Það lítur kannski ekki út fyrir það á þeirri stundu en það er svo oft sem eitthvað gott kemur út úr baksinu,“ skrifaði Anníe Mist. „Sem dæmi er það þegar ég hef verið að glíma við meiðsli á mínum ferli. Þá hef ég lært svo miklu meira um líkamann minn sem hefur um leið hjálpað mér að þróa réttari hugsun, betri tækni og að komast að lokum í betra form,“ skrifaði Anníe Mist. „Eins og er þá er ég að byggja upp formið mitt eftir að hafa eignast mína fallegu dóttur. Stundum er það erfitt, virkilega erfitt. Ég er manneskja en það sem er mikilvægast er að halda alltaf áfram,“ skrifaði Anníe Mist en það má pistil hennar hérna fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir þekkir það vel að sigrast á mótlæti og komast í gegnum erfiða tíma. Hún vildi stappa stálinu í sína fylgjendur í nýjast pistli sínum um að halda áfram þótt á móti blási. Anníe Mist hefur meðal annars komist í gegnum erfið meiðsli á sínum ferli og á að baki yfir tíu ár í einni mest krefjandi íþrótt sem er í boði. Þessa dagana er hún að koma til baka eftir barnsburð og það hefur reynt á þrautseigju okkar konu. Anníe getur því vel sett sig í spor þeirra sem lenda í mótlæti og eru á þeim tímapunkti þegar auðvelda leiðin er að gefast upp og hætta. Anníe Mist vill passa upp á það að sú hugsun hafi ekki betur hjá sínum fylgjendum. „Ég er ekki viss hver það er sem þarf að heyra þetta akkúrat núna en ef þú ert að fara í gegnum einhverja erfiðleika, haltu þá áfram,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir í nýjasta pistli sínum á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Lífið færir okkur áskoranir til að prófa okkur en ég trúi því innilega að þú vaxir við það að komast í gegnum slíkar áskoranir. Það lítur kannski ekki út fyrir það á þeirri stundu en það er svo oft sem eitthvað gott kemur út úr baksinu,“ skrifaði Anníe Mist. „Sem dæmi er það þegar ég hef verið að glíma við meiðsli á mínum ferli. Þá hef ég lært svo miklu meira um líkamann minn sem hefur um leið hjálpað mér að þróa réttari hugsun, betri tækni og að komast að lokum í betra form,“ skrifaði Anníe Mist. „Eins og er þá er ég að byggja upp formið mitt eftir að hafa eignast mína fallegu dóttur. Stundum er það erfitt, virkilega erfitt. Ég er manneskja en það sem er mikilvægast er að halda alltaf áfram,“ skrifaði Anníe Mist en það má pistil hennar hérna fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira