Auk þeirra 75 sem létu lífið þá særðist mikill fjöldi til viðbótar, þar á meðal fangaverðir og lögreglumenn. Átökin blossuðu upp í fangelsum í hérðuðum Guayas, Azuay og Cotopaxi vesturhluta og miðju landsins.
Talið er að átökin hafi blossað upp eftir að leiðtogi eins glæpagengisins var myrtur í einu fangelsinu, þó að upplýsingar um framvinduna séu mjög á reiki.
Edmundo Moncayo, yfirmaður fangelsismála í landinu, segir tvenn glæpasamtök bítast um yfirráð í fangelsum landsins. Átök milli fanga innan fangelsa í Ekvador eru tiltölulega algeng, en á síðasta ári lét 51 maður lífið í slíkum átökum.
Flest fangelsi í Ekvador eru yfirfull líkt og í mörgum öðrum ríkjum Suður-Ameríku. Alls búa um 17 milljónir manna í Ekvador og telja fangarnir nú um 38 þúsund.
Yfirvöld hafa reynt að halda fjölda þeirra sem afplána dóma í skefjum síðustu mánuði vegna kórónuveirunnar.