Ár frá því kórónuveiran nam land á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 28. febrúar 2021 07:01 Hér má sjá þau Víði Reynisson yfirlögregluþjón, Ölmu Möller landlækni, Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóra flæðisviðs Landspítala á fyrsta blaðamannafundinum sem boðaður var vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Það var rétt fyrir klukkan þrjú á þessum degi fyrir ári síðan sem fréttin var sögð af fyrsta greinda tilfelli kórónuveirunnar hér á landi. Um var að ræða karlmann á fimmtugsaldri sem var nýkominn heim frá Norður Ítalíu þar sem hann hafði verið í skíðaferð ásamt fjölskyldu og vinum. Boðað var til blaðamannafundar í kjölfarið þar sem meðal annars Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvaranlæknir sátu fyrir svörum. Sjá má þennan blaðamannafund hér fyrir neðan: Brýnt var fyrir þjóðinni að halda ró sinni, meirihluti þeirra sem smituðust fengju væg einkenni og farið var yfir hvernig veiran smitaðist á milli fólks. Greint var frá því að heil þrjú lögregluembætti höfðu verið virkjuð til að rekja ferðir mannsins en líkt og margir þekkja nú var smitrakningateymi myndað skömmu síðar. Forseti Íslands steig fram og brýndi fyrir landsmönnum að vera forsjálir, skynsamir og yfirvegaðir. Skelfing myndi enga vanda leysa. Ekki skorti grínið frá fólki á samfélagsmiðlum sem sumt hvað reyndist seinna meira reyndist ekki of fjarri þeim veruleika sem Íslendingar þurftu að kljást við í kjölfarið. Síðan þá hafa rúm 6.000 manns smitast af kórónuveirunni hér á landi í þremur bylgjum. Tæp fimmtíu þúsund hafa farið í sóttkví, rúm 277 þúsund sýni hafa verið tekin, 327 hafa lagst inn á sjúkrahús og 53 á gjörgæslu. 29 hafa látist. Fyrir ári virtist bóluefni við veirunni óljós draumur en í dag hafa rúmlega 12.500 verið fullbólusettir við veirunni og búast stjórnvöld við að þorri þjóðar verði bólusettur fyrir mitt ár. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 af þessu fyrsta greinda tilfelli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Um var að ræða karlmann á fimmtugsaldri sem var nýkominn heim frá Norður Ítalíu þar sem hann hafði verið í skíðaferð ásamt fjölskyldu og vinum. Boðað var til blaðamannafundar í kjölfarið þar sem meðal annars Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvaranlæknir sátu fyrir svörum. Sjá má þennan blaðamannafund hér fyrir neðan: Brýnt var fyrir þjóðinni að halda ró sinni, meirihluti þeirra sem smituðust fengju væg einkenni og farið var yfir hvernig veiran smitaðist á milli fólks. Greint var frá því að heil þrjú lögregluembætti höfðu verið virkjuð til að rekja ferðir mannsins en líkt og margir þekkja nú var smitrakningateymi myndað skömmu síðar. Forseti Íslands steig fram og brýndi fyrir landsmönnum að vera forsjálir, skynsamir og yfirvegaðir. Skelfing myndi enga vanda leysa. Ekki skorti grínið frá fólki á samfélagsmiðlum sem sumt hvað reyndist seinna meira reyndist ekki of fjarri þeim veruleika sem Íslendingar þurftu að kljást við í kjölfarið. Síðan þá hafa rúm 6.000 manns smitast af kórónuveirunni hér á landi í þremur bylgjum. Tæp fimmtíu þúsund hafa farið í sóttkví, rúm 277 þúsund sýni hafa verið tekin, 327 hafa lagst inn á sjúkrahús og 53 á gjörgæslu. 29 hafa látist. Fyrir ári virtist bóluefni við veirunni óljós draumur en í dag hafa rúmlega 12.500 verið fullbólusettir við veirunni og búast stjórnvöld við að þorri þjóðar verði bólusettur fyrir mitt ár. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 af þessu fyrsta greinda tilfelli
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira