Maxus Euniq - Rafstrumpastrætó með sál Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. febrúar 2021 07:01 Maxus Euniq. Vilhelm Gunnarsson Euniq er sjö manna strumpastrætó frá Maxus, bíllinn er hreinn rafbíll. Umboðsaðili Maxus á Íslandi er Vatt ehf. Skeifunni 17. Útlit Almennt eru strumpastrætóar ekki fallegustu bílarnir á götum landsins, að mati blaðamanns. Euniq er þó með laglegri strumpastrætóum. Framendinn skartar af tveimur grillum og eins og rafbíla er von og vísa þá ber hann þess merki að vera rafbíll. Hann er með bláum áherslum í grillum og í kringum loftinntök í framstuðara. Afturendi bílsins er smekklegur og afturstuðarinn er sportlegur með loftinntökum. Farþegarými í Maxus Euniq.Vilhelm Gunnarsson Aksturseiginleikar Bíllinn er eðli síns vegna frekar stór. Hann er þó nokkuð lipur í akstri. Hann er nógu kraftmikill en ekki of kraftmikill. Hann er um 9,5 sekúndur í kyrrstöðu upp í 100km/klst. Það telst nokkuð gott fyrir strumpastrætó. Upplifun blaðamanns var að hér færi skemmtilegur bíll með sál. Staða ökumanns er afar góð og yfirsýn yfir veg og nærumhverfi er fín. Sest er inn í bílinn frekar en niður í hann og því er þægilegt að ganga um Euniq. Farangursrými í Maxus Euniq með öll sæti uppi.Vilhelm Gunnarsson Notagildi Strumpastrætó er einna helst notaður af fólki með stóra fjölskyldu, hinn sjö manna Euniq þjónar slíkum hópum vel. Hann er rúmgóður og notadrjúgur, hægt er að renna miðbekknum fram og aftur, til að velja til um hvort fótaplássi er með mesta móti eða farangursrými. Aftasta röðin leggst svo alveg niður í gólf, ef hún er ekki í notkun. Þá er farangursrýmið býsna gott. Hægt er að fá bílinn með dráttarbeisli. Hann kemur með Panorama glerþaki. Hins vegar er ekki hitamælir í bílnum enn sem komið er. Samtal blaðamanns við sölumann leiddi í ljós að uppfærsla er væntanleg sem felur í sér hitamæli. Óvíst er hvenær hún kemur. Farþegarými í Maxus Euniq.Vilhelm Gunnarsson Innra rými Bíllinn er smekklegur að innan. Innréttingin er þess eðlis að hlutir eru á þeim stað sem búast má við venju samkvæmt. Fyrir farþega í miðröðinni er að finna borð, sem staðsett eru aftan á bílstjóra og farþegaframsæti. Afturendi Maxus Euniq.Vilhelm Gunnarsson Drægni Uppgefin drægni er 356 km á hleðslunni. Engin ástæða er til að efast um það enda fer drægni rafbíla að miklu leyti eftir ytri aðstæðum á borð við hitastig og hvernig er ekið ásamt því hvar er ekið. Munurinn getur verið afar mikill eftir því hvort ekið er innanbæjar eða út á þjóðvegum. Rafhlaðan í Euniq er 52,5 kwh og er hann um átta klukkustundir að ná fullri hleðslu á hefðbundinni heimahleðslustöð. Verð Bíllinn kostar frá 6.690.000 kr. Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent
Útlit Almennt eru strumpastrætóar ekki fallegustu bílarnir á götum landsins, að mati blaðamanns. Euniq er þó með laglegri strumpastrætóum. Framendinn skartar af tveimur grillum og eins og rafbíla er von og vísa þá ber hann þess merki að vera rafbíll. Hann er með bláum áherslum í grillum og í kringum loftinntök í framstuðara. Afturendi bílsins er smekklegur og afturstuðarinn er sportlegur með loftinntökum. Farþegarými í Maxus Euniq.Vilhelm Gunnarsson Aksturseiginleikar Bíllinn er eðli síns vegna frekar stór. Hann er þó nokkuð lipur í akstri. Hann er nógu kraftmikill en ekki of kraftmikill. Hann er um 9,5 sekúndur í kyrrstöðu upp í 100km/klst. Það telst nokkuð gott fyrir strumpastrætó. Upplifun blaðamanns var að hér færi skemmtilegur bíll með sál. Staða ökumanns er afar góð og yfirsýn yfir veg og nærumhverfi er fín. Sest er inn í bílinn frekar en niður í hann og því er þægilegt að ganga um Euniq. Farangursrými í Maxus Euniq með öll sæti uppi.Vilhelm Gunnarsson Notagildi Strumpastrætó er einna helst notaður af fólki með stóra fjölskyldu, hinn sjö manna Euniq þjónar slíkum hópum vel. Hann er rúmgóður og notadrjúgur, hægt er að renna miðbekknum fram og aftur, til að velja til um hvort fótaplássi er með mesta móti eða farangursrými. Aftasta röðin leggst svo alveg niður í gólf, ef hún er ekki í notkun. Þá er farangursrýmið býsna gott. Hægt er að fá bílinn með dráttarbeisli. Hann kemur með Panorama glerþaki. Hins vegar er ekki hitamælir í bílnum enn sem komið er. Samtal blaðamanns við sölumann leiddi í ljós að uppfærsla er væntanleg sem felur í sér hitamæli. Óvíst er hvenær hún kemur. Farþegarými í Maxus Euniq.Vilhelm Gunnarsson Innra rými Bíllinn er smekklegur að innan. Innréttingin er þess eðlis að hlutir eru á þeim stað sem búast má við venju samkvæmt. Fyrir farþega í miðröðinni er að finna borð, sem staðsett eru aftan á bílstjóra og farþegaframsæti. Afturendi Maxus Euniq.Vilhelm Gunnarsson Drægni Uppgefin drægni er 356 km á hleðslunni. Engin ástæða er til að efast um það enda fer drægni rafbíla að miklu leyti eftir ytri aðstæðum á borð við hitastig og hvernig er ekið ásamt því hvar er ekið. Munurinn getur verið afar mikill eftir því hvort ekið er innanbæjar eða út á þjóðvegum. Rafhlaðan í Euniq er 52,5 kwh og er hann um átta klukkustundir að ná fullri hleðslu á hefðbundinni heimahleðslustöð. Verð Bíllinn kostar frá 6.690.000 kr.
Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent