Grípa til refsiaðgerða en ekki gegn krónprinsinum sjálfum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. febrúar 2021 10:20 Biden hyggst augljóslega ganga lengra í að fordæma mannréttindabrot Sádi Arabíu en forveri sinn en hefur þó ákveðið að grípa ekki til aðgerða gegn krónprinsinum sjálfum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað fjölda einstaklinga frá Sádi Arabíu að ferðast til Bandaríkjanna og íhuga að endurskoða vopnasölu til ríkisins. Bandaríkjamenn birtu í gær skýrslu þar sem fram kemur að krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur löngum gagnrýnt það hvernig fyrrum stjórnvöld tóku á morðinu en hann hefur meðal annars heitið því að ræða aðeins við konunginn, jafnvel þótt sonur hans fari í raun með völd í ríkinu. Birtingu skýrslunnar var fagnað af þingmönnum og aðgerðasinnum en margir gagnrýndu að Biden hefði ekki gengið lengra og refsað krónprinsinum persónulega. Fregnir herma hins vegar að ráðgjafar forsetans hafi ráðlagt honum að feta þann veg að fordæma morðið en freista þess að viðhalda samskiptum við mikilvægan bandamann. Vopnasala á ís Khashoggi var lokkaður í sendiráð Sádi Arabíu í Istanbúl, þar sem ráðist var á hann og hann tekinn af lífi. Bandarískir embættismenn hafa hlustað á upptökur frá Tyrkjum, þar sem heyrist hvernig blaðamaðurinn reynir að berjast á móti en er myrtur og síðan bútaður niður. Líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Aftökusveitin taldi fimmtán einstaklinga sem flugu aftur til Riyadh á þotum í eigu fyrirtækis sem krónprinsinn hafði nýlega yfirtekið. Helmingur mannanna tilheyrði lífvarðasveit prinsins. Eins og fyrr segir munu refsiaðgerðir Bandaríkjamanna ekki koma beint niður á krónprinsinum sjálfum en þær beinast meðal annars að öðrum ríkisborgurum Sádi Arabíu sem Bandaríkjamenn telja hafa brotið á blaðamönnum, aðgerðasinnum og stjórnarandstæðingum. Þá hefur ríkisstjórn Biden fryst sölu á vopnum að andvirði 750 milljónir dala en engar ákvarðanir hafa verið teknar um að falla frá sölunni né öðru hernaðarsamstarfi, sem felur meðal annars í sér þjónustu við F-15 flota Sáda. Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur löngum gagnrýnt það hvernig fyrrum stjórnvöld tóku á morðinu en hann hefur meðal annars heitið því að ræða aðeins við konunginn, jafnvel þótt sonur hans fari í raun með völd í ríkinu. Birtingu skýrslunnar var fagnað af þingmönnum og aðgerðasinnum en margir gagnrýndu að Biden hefði ekki gengið lengra og refsað krónprinsinum persónulega. Fregnir herma hins vegar að ráðgjafar forsetans hafi ráðlagt honum að feta þann veg að fordæma morðið en freista þess að viðhalda samskiptum við mikilvægan bandamann. Vopnasala á ís Khashoggi var lokkaður í sendiráð Sádi Arabíu í Istanbúl, þar sem ráðist var á hann og hann tekinn af lífi. Bandarískir embættismenn hafa hlustað á upptökur frá Tyrkjum, þar sem heyrist hvernig blaðamaðurinn reynir að berjast á móti en er myrtur og síðan bútaður niður. Líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Aftökusveitin taldi fimmtán einstaklinga sem flugu aftur til Riyadh á þotum í eigu fyrirtækis sem krónprinsinn hafði nýlega yfirtekið. Helmingur mannanna tilheyrði lífvarðasveit prinsins. Eins og fyrr segir munu refsiaðgerðir Bandaríkjamanna ekki koma beint niður á krónprinsinum sjálfum en þær beinast meðal annars að öðrum ríkisborgurum Sádi Arabíu sem Bandaríkjamenn telja hafa brotið á blaðamönnum, aðgerðasinnum og stjórnarandstæðingum. Þá hefur ríkisstjórn Biden fryst sölu á vopnum að andvirði 750 milljónir dala en engar ákvarðanir hafa verið teknar um að falla frá sölunni né öðru hernaðarsamstarfi, sem felur meðal annars í sér þjónustu við F-15 flota Sáda.
Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira