Reynsluakstur í fyrra en nú er Matthías með lyklavöldin hjá KR Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2021 13:01 Matthías Orri Sigurðarson hefur verið illviðráðanlegur í vetur. vísir/Elín Björg Matthías Orri Sigurðarson stýrði sóknarleik KR framúrskarandi vel í 91-84 sigrinum gegn ÍR í Dominos-deildinni í körfubolta á sunnudag. Sérfræðingarnir í Dominos Körfuboltakvöldi hrósuðu honum í hástert í þætti gærkvöldsins. Með reynsluboltana Jakob bróður sinn, Helga Má Magnússon, Brynjar Þór Björnsson og Björn Kristjánsson innanborðs hefur Matthías verið mikilvægasti íslenski leikmaður KR í vetur. Kjartan Atli Kjartansson benti á að hugarfar samherjanna hjálpaði Matthíasi og KR að blómstra: „Þetta eru menn sem eru alveg til í að skora núll stig, ef að þeir vinna leikinn,“ sagði Kjartan. „Auðvitað hafa þeir allir á einhverjum tímapunkti á sínum ferli verið aðeins óþroskaðri og viljað gera meira, sérstaklega þegar þeir voru að reyna að komast út, en þetta er það sem er að skila öllum þessum málmi í Vesturbæinn. Það eru menn sem eru tilbúnir að gefa sitt eftir til að láta þetta allt virka,“ sagði Benedikt Guðmundsson, áður en talið barst að Matthíasi. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld: Matti með lyklavöldin „Matthías er búinn að vera gjörsamlega frábær á þessari leiktíð,“ sagði Kjartan Atli og Teitur Örlygsson tók strax undir: „Já, á báðum endum vallarins. Hann gerir þetta í svo flottu „flowi“ allt saman. Hann er með allar þessar stjörnur í kringum sig. Við höfðum smááhyggjur af honum þegar hann fór fyrst frá ÍR, því hann sló alveg í gegn hjá ÍR, en hann er enn betri núna. Með enn betri leikmenn í kringum sig, enn betra lið. Hann þurfti einhvern smátíma en mér finnst eins og að þetta sé liðið hans,“ sagði Teitur. „Í fyrra þurfti hann að reynsluaka liðinu. Núna er hann búinn að fá lyklana, er með ökuskírteinið í hanskahólfinu og á að sjá um aksturinn,“ sagði Kjartan Atli. Benedikt sagði eðlilegt að Matthías hefði ekki blómstrað eins vel og nú á síðustu leiktíð, sinni fyrstu eftir endurkomuna frá ÍR: „Hann kemur nýr inn í KR-liðið í fyrra með eintómum kóngum. Hann var bara óöruggur, vissi ekki hvernig hann ætti að stýra þessu. Núna fær hann bara að spila sinn leik, sinn körfubolta sem hann blómstrar í. Það er búið að rétta honum lyklana og hann hefur verið geggjaður.“ Dominos-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 84-91 | KR-ingar sóttu sigur í Seljaskóla KR vann góðan útisigur á ÍR í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. 28. febrúar 2021 21:49 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Sjá meira
Með reynsluboltana Jakob bróður sinn, Helga Má Magnússon, Brynjar Þór Björnsson og Björn Kristjánsson innanborðs hefur Matthías verið mikilvægasti íslenski leikmaður KR í vetur. Kjartan Atli Kjartansson benti á að hugarfar samherjanna hjálpaði Matthíasi og KR að blómstra: „Þetta eru menn sem eru alveg til í að skora núll stig, ef að þeir vinna leikinn,“ sagði Kjartan. „Auðvitað hafa þeir allir á einhverjum tímapunkti á sínum ferli verið aðeins óþroskaðri og viljað gera meira, sérstaklega þegar þeir voru að reyna að komast út, en þetta er það sem er að skila öllum þessum málmi í Vesturbæinn. Það eru menn sem eru tilbúnir að gefa sitt eftir til að láta þetta allt virka,“ sagði Benedikt Guðmundsson, áður en talið barst að Matthíasi. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld: Matti með lyklavöldin „Matthías er búinn að vera gjörsamlega frábær á þessari leiktíð,“ sagði Kjartan Atli og Teitur Örlygsson tók strax undir: „Já, á báðum endum vallarins. Hann gerir þetta í svo flottu „flowi“ allt saman. Hann er með allar þessar stjörnur í kringum sig. Við höfðum smááhyggjur af honum þegar hann fór fyrst frá ÍR, því hann sló alveg í gegn hjá ÍR, en hann er enn betri núna. Með enn betri leikmenn í kringum sig, enn betra lið. Hann þurfti einhvern smátíma en mér finnst eins og að þetta sé liðið hans,“ sagði Teitur. „Í fyrra þurfti hann að reynsluaka liðinu. Núna er hann búinn að fá lyklana, er með ökuskírteinið í hanskahólfinu og á að sjá um aksturinn,“ sagði Kjartan Atli. Benedikt sagði eðlilegt að Matthías hefði ekki blómstrað eins vel og nú á síðustu leiktíð, sinni fyrstu eftir endurkomuna frá ÍR: „Hann kemur nýr inn í KR-liðið í fyrra með eintómum kóngum. Hann var bara óöruggur, vissi ekki hvernig hann ætti að stýra þessu. Núna fær hann bara að spila sinn leik, sinn körfubolta sem hann blómstrar í. Það er búið að rétta honum lyklana og hann hefur verið geggjaður.“
Dominos-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 84-91 | KR-ingar sóttu sigur í Seljaskóla KR vann góðan útisigur á ÍR í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. 28. febrúar 2021 21:49 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 84-91 | KR-ingar sóttu sigur í Seljaskóla KR vann góðan útisigur á ÍR í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. 28. febrúar 2021 21:49