Filippus prins er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 9. apríl 2021 11:09 Filippus prins hafði glímt við veikindi og dvaldi á um tíma sjúkrahúsi fyrr á árinu. EPA/ANDY RAIN Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er látinn. Hann lést í morgun í Windsor-kastala að því er segir í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Hann varð 99 ára. Filippus prins, sem bar einnig titilinn hertoginn af Edinborg, hefði átt hundrað ára afmæli í júní. Hann fæddist í Korfú í Grikklandi þann 10. júní 1921. Faðir hans var Andrés, prins Grikklands og Danmerkur, og móðir hans var prinsessan Aðalheiður af Battenberg. Að neðan má sjá tilkynninguna frá bresku konungshöllinni. It is with deep sorrow that Her Majesty The Queen has announced the death of her beloved husband, His Royal Highness The...Posted by The Royal Family on Friday, 9 April 2021 Fullt nafn Filippusar var Filippus Schleswig-Holstein-Sonderburg-Glücksburg. Fjölskylda hans var gerð útlægð frá Grikklandi þegar hann var barn og var hann að mestu menntaður í Bretlandi. View this post on Instagram A post shared by The Royal Family (@theroyalfamily) Prinsinn þjónaði í sjóher Bretlands í seinni heimsstyrjöldinni og tók þátt í hernaði í Miðjarðarhafinu og Kyrrahafinu. Eftir stríðið hélt hann stöðu sinni og stjórnaði hann freigátunni Magpie allt til ársins 1952, þegar hann giftist Elísabetu. Hér má sjá gamalt viðtal við hann um tíma hans í seinni heimsstyrjöldinni. Filippus hitti Elísabetu drottningu fyrst árið 1939 en trúlofun þeirra var opinberuð í júlí 1947. Fyrr það ár hafði Filippus afsalað kröfu sinni að krúnum Grikklands og Danmerkur og tekið upp ættarnafn móður sinnar, Mountbatten. Filippus og Elísabet giftu sig í nóvember 1947. Það var svo árið 1952 sem Elísabet tók við völdum í Bretlandi og árið 1957 veitti hún honum titilinn prins og sameinað ættarnafn, Mountbatten-Windsor. Saman áttu þau fjögur börn. Karl, Önnu Elísabetu, Andrés og Játvarð. Barnabörnin eru nú átta og barnabarnabörnin tíu. Árið 2009 varð hann sá maki drottningar eða konungs Bretlands sem hafði verið lengst í stöðu sinni. Í gegnum árin kom Filippus að ýmsum málefnum og góðgerðasamtökum sem sneru náttúruvernd, hernum, vísindum, tækni og íþróttum og hreyfingu barna. Árið 1951 birtist hann til að mynda í stuttri mynd um verk Playing Fields samtakanna sem gerðu leikvelli fyrir börn. Bretland Kóngafólk Andlát Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Filippus útskrifaður og kominn aftur til Windsor Filippus prins, hertogi af Edinborg, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er kominn aftur í Windsor kastalann með Elísabetu Bretadrottningu. Hann var fluttur á sjúkrahús fyrir mánuði síðan, þann 16. febrúar, þar sem honum leið ekki vel. 16. mars 2021 12:17 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Filippus prins, sem bar einnig titilinn hertoginn af Edinborg, hefði átt hundrað ára afmæli í júní. Hann fæddist í Korfú í Grikklandi þann 10. júní 1921. Faðir hans var Andrés, prins Grikklands og Danmerkur, og móðir hans var prinsessan Aðalheiður af Battenberg. Að neðan má sjá tilkynninguna frá bresku konungshöllinni. It is with deep sorrow that Her Majesty The Queen has announced the death of her beloved husband, His Royal Highness The...Posted by The Royal Family on Friday, 9 April 2021 Fullt nafn Filippusar var Filippus Schleswig-Holstein-Sonderburg-Glücksburg. Fjölskylda hans var gerð útlægð frá Grikklandi þegar hann var barn og var hann að mestu menntaður í Bretlandi. View this post on Instagram A post shared by The Royal Family (@theroyalfamily) Prinsinn þjónaði í sjóher Bretlands í seinni heimsstyrjöldinni og tók þátt í hernaði í Miðjarðarhafinu og Kyrrahafinu. Eftir stríðið hélt hann stöðu sinni og stjórnaði hann freigátunni Magpie allt til ársins 1952, þegar hann giftist Elísabetu. Hér má sjá gamalt viðtal við hann um tíma hans í seinni heimsstyrjöldinni. Filippus hitti Elísabetu drottningu fyrst árið 1939 en trúlofun þeirra var opinberuð í júlí 1947. Fyrr það ár hafði Filippus afsalað kröfu sinni að krúnum Grikklands og Danmerkur og tekið upp ættarnafn móður sinnar, Mountbatten. Filippus og Elísabet giftu sig í nóvember 1947. Það var svo árið 1952 sem Elísabet tók við völdum í Bretlandi og árið 1957 veitti hún honum titilinn prins og sameinað ættarnafn, Mountbatten-Windsor. Saman áttu þau fjögur börn. Karl, Önnu Elísabetu, Andrés og Játvarð. Barnabörnin eru nú átta og barnabarnabörnin tíu. Árið 2009 varð hann sá maki drottningar eða konungs Bretlands sem hafði verið lengst í stöðu sinni. Í gegnum árin kom Filippus að ýmsum málefnum og góðgerðasamtökum sem sneru náttúruvernd, hernum, vísindum, tækni og íþróttum og hreyfingu barna. Árið 1951 birtist hann til að mynda í stuttri mynd um verk Playing Fields samtakanna sem gerðu leikvelli fyrir börn.
Bretland Kóngafólk Andlát Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Filippus útskrifaður og kominn aftur til Windsor Filippus prins, hertogi af Edinborg, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er kominn aftur í Windsor kastalann með Elísabetu Bretadrottningu. Hann var fluttur á sjúkrahús fyrir mánuði síðan, þann 16. febrúar, þar sem honum leið ekki vel. 16. mars 2021 12:17 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Filippus útskrifaður og kominn aftur til Windsor Filippus prins, hertogi af Edinborg, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er kominn aftur í Windsor kastalann með Elísabetu Bretadrottningu. Hann var fluttur á sjúkrahús fyrir mánuði síðan, þann 16. febrúar, þar sem honum leið ekki vel. 16. mars 2021 12:17