Þýsku leyniþjónustunni heimilt að fylgjast með AfD Atli Ísleifsson skrifar 4. mars 2021 14:07 Alexander Gauland, annar leiðtoga AfD á þýska þinginu. Getty Þýska leyniþjónustan hefur breytt skilgreiningu á hægriþjóðernisflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (þ. Alternativ für Deutschland (AfD)) á þann veg að hann er nú skilgreindur sem möguleg öfgahreyfing sem kunni að ógna lýðræðinu í landinu. Þessi nýja skilgreining veitir leyniþjónustunni auknar heimildir til að fylgjast með starfsemi flokksins á landsvísu. Þýskir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær. AfD varð í þingkosningunum 2017 þriðji stærsti flokkur landsins og er í dag sá stærsti af fjórum stjórnarandstöðuflokkum á þingi. Leyniþjónustan Bundesamt für Verfassungsschutz (BFV) skilgreinir flokkinn nú sem hreyfingu sem kunni að ógna lýðræðinu í landinu, en stjórnarskrá landsins veitir BFV þá ákveðnar heimildir til að fylgjast með starfseminni, með ákveðnum takmörkunum þó. Þannig verður leyniþjónustunni nú ekki heimilt að fylgjast með þingmönnum AfD á þýska þinginu eða á Evrópuþinginu. Liðsmenn Flügel til skoðunar Ákvörðun þýsku leyniþjónustunnar um breytta skilgreiningu á AfD á að hafa verið tekin í síðustu viku. Var þar vísað í nýja, rúmlega þúsund síðna skýrslu þar sem saman hafa verið tekin upplýsingar um orð og gjörðir fjölda meðlima AfD. Er þar sérstaklega fjallað um liðsmenn Flügel, ákveðins hóps manna sem talinn er hafa sterk ítök í flokknum. Leiðtogar AfD, þingmennirnir Alexander Gauland og Alice Weidel, segja ákvörðun leyniþjónustunnar skorta bæði rökstuðning og lagalega stoð. Hafa þegar verið til skoðunar í einstökum sambandsríkjum Yfirvöld í Brandenburg, Saxlandi-Anhalt, Þýringalandi og Saxlandi hafa þegar fylgst sérstaklega með starfsemi flokksins, en þessi breyting hjá leyniþjónustunni veitir henni heimild til að fylgjast með starfsemi flokksins á landsvísu. Ungliðahreyfingar AfD hafa víða verið sérstaklega til skoðunar hjá yfirvöldum. AfD var stofnað 2013 og hafa leiðtogar flokksins talað mikið gegn ríkjandi valdakerfi og sömuleiðis straumi innflytjenda til landsins. Þingkosningar fara fram í Þýskalandi þann 26. september næstkomandi. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Þýskir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær. AfD varð í þingkosningunum 2017 þriðji stærsti flokkur landsins og er í dag sá stærsti af fjórum stjórnarandstöðuflokkum á þingi. Leyniþjónustan Bundesamt für Verfassungsschutz (BFV) skilgreinir flokkinn nú sem hreyfingu sem kunni að ógna lýðræðinu í landinu, en stjórnarskrá landsins veitir BFV þá ákveðnar heimildir til að fylgjast með starfseminni, með ákveðnum takmörkunum þó. Þannig verður leyniþjónustunni nú ekki heimilt að fylgjast með þingmönnum AfD á þýska þinginu eða á Evrópuþinginu. Liðsmenn Flügel til skoðunar Ákvörðun þýsku leyniþjónustunnar um breytta skilgreiningu á AfD á að hafa verið tekin í síðustu viku. Var þar vísað í nýja, rúmlega þúsund síðna skýrslu þar sem saman hafa verið tekin upplýsingar um orð og gjörðir fjölda meðlima AfD. Er þar sérstaklega fjallað um liðsmenn Flügel, ákveðins hóps manna sem talinn er hafa sterk ítök í flokknum. Leiðtogar AfD, þingmennirnir Alexander Gauland og Alice Weidel, segja ákvörðun leyniþjónustunnar skorta bæði rökstuðning og lagalega stoð. Hafa þegar verið til skoðunar í einstökum sambandsríkjum Yfirvöld í Brandenburg, Saxlandi-Anhalt, Þýringalandi og Saxlandi hafa þegar fylgst sérstaklega með starfsemi flokksins, en þessi breyting hjá leyniþjónustunni veitir henni heimild til að fylgjast með starfsemi flokksins á landsvísu. Ungliðahreyfingar AfD hafa víða verið sérstaklega til skoðunar hjá yfirvöldum. AfD var stofnað 2013 og hafa leiðtogar flokksins talað mikið gegn ríkjandi valdakerfi og sömuleiðis straumi innflytjenda til landsins. Þingkosningar fara fram í Þýskalandi þann 26. september næstkomandi.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira