Spurning vikunnar: Upplifir þú að maki þinn kunni að meta þig? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 12. mars 2021 08:00 Getty Eitt af algengari vandamálum í samböndum er þegar annar aðilinn upplifir það að hann sé ekki metinn að sínum verðleikum og jafnvel tekið sem sjálfsögðum hlut. Þó svo að maki þinni kunni að meta þig er ekkert endilega víst að hann sýni það eða átti sig á mikilvægi þess að sýna það. Flest öll höfum við þá þörf að finnast við vera þeim mikils virði sem okkur eru kærastir og þá sérstaklega þegar ástarsambönd eru annars vegar. Það getur verið auðvelt með tímanum að taka hlutunum sem gefnum, hlutum sem eru samt sem áður stór og mikilvægur partur af okkar daglega lífi. Til dæmis þegar maki þinn er alltaf til staðar fyrir þig. Með tímanum gæti einhverjum fundist það sjálfsagt og gleymt að staldra við og þakka fyrir það. Þetta getur líka átt við minni hluti eins og þegar maki þinn eldar góðan mat, skutlar þér alltaf á æfingu, man alltaf eftir að kyssa þig góða nótt, kaupir alltaf uppáhalds nammið þitt og pirrar sig ekki á því að þú týnir alltaf lyklunum. Þó svo að þú haldir að maki þinn viti hvað þú kunnir að meta hann þá er ekkert víst að honum líði þannig. Hrós og það að taka sér tíma til að sýna þakklæti getur þarna gert kraftaverk. Spurning vikunnar kemur út frá þessum hugrenningum og er að þessu sinni kynjaskipt. Upplifir þú að maki þinn kunni að meta þig? Konur svara hér: Karlar svara hér: Spurning vikunnar Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú „dömpað“ einhverjum í gegnum skilaboð? Makamál Nokkuð algengt að fólk feli rafræn samskipti fyrir maka sínum Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Þó svo að maki þinni kunni að meta þig er ekkert endilega víst að hann sýni það eða átti sig á mikilvægi þess að sýna það. Flest öll höfum við þá þörf að finnast við vera þeim mikils virði sem okkur eru kærastir og þá sérstaklega þegar ástarsambönd eru annars vegar. Það getur verið auðvelt með tímanum að taka hlutunum sem gefnum, hlutum sem eru samt sem áður stór og mikilvægur partur af okkar daglega lífi. Til dæmis þegar maki þinn er alltaf til staðar fyrir þig. Með tímanum gæti einhverjum fundist það sjálfsagt og gleymt að staldra við og þakka fyrir það. Þetta getur líka átt við minni hluti eins og þegar maki þinn eldar góðan mat, skutlar þér alltaf á æfingu, man alltaf eftir að kyssa þig góða nótt, kaupir alltaf uppáhalds nammið þitt og pirrar sig ekki á því að þú týnir alltaf lyklunum. Þó svo að þú haldir að maki þinn viti hvað þú kunnir að meta hann þá er ekkert víst að honum líði þannig. Hrós og það að taka sér tíma til að sýna þakklæti getur þarna gert kraftaverk. Spurning vikunnar kemur út frá þessum hugrenningum og er að þessu sinni kynjaskipt. Upplifir þú að maki þinn kunni að meta þig? Konur svara hér: Karlar svara hér:
Spurning vikunnar Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú „dömpað“ einhverjum í gegnum skilaboð? Makamál Nokkuð algengt að fólk feli rafræn samskipti fyrir maka sínum Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira