Þrjú þyrluútköll á einum degi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2021 07:06 Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var meðal annars kölluð út vegna veikinda á Blönduósi. Landhelgisgæslan Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út þrisvar sinnum í gær og áhöfnin á varðskipinu Þór einu sinni. Fyrsta útkall áhafnarinnar á TF-EIR var á áttunda tímanum í gærmorgun en það var vegna sjómanns sem hafði slasast um borð í fiskiskipi sem var statt suður af Krísuvíkurbjargi. Þyrla Gæslunnar sótti manninn og flutti á Landspítalann í Fossvogi að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar sem birtist seint í gærkvöldi. Þegar þyrlan var nýlent í Fossvogi með slasaða sjómanninn var aftur óskað eftir aðstoð þyrlu Gæslunnar, nú vegna veikinda á Blönduósi. Voru aðstæður í fluginu norður krefjandi enda veðrið slæmt og lítið skyggni. Þyrlan lenti á flugvellinum á Blönduósi og var sjúklingnum komið undir læknishendur í Reykjavík. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, áhöfnin á varðskipinu Þór og varðstjórar í stjórnstöð hafa haft í nógu að snúast í dag...Posted by Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard on Thursday, March 11, 2021 Það var síðan á þriðja tímanum í gær sem áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út vegna Breiðfjarðarferjunnar Baldurs sem varð vélarvana á Breiðafirði. Jafnframt var ákveðið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar á Stykkishólm ef á þyrfti að halda. Þá bauðst þyrlusveitin til þess að koma farþegum Baldurs í land undir kvöld eftir að taug hafði verið komið á milli ferjunnar og rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar en farþegarnir, sem eru tuttugu talsins, ákváðu að halda kyrru fyrir í ferjunni að því er segir í færslu Gæslunnar. Farþegarnir hafa því dvalið í Baldri í nótt en mbl.is greindi reyndar frá því í gærkvöldi að ekki hefði boðum verið komið til allra farþeganna um að þeim byðist að fara í land með þyrlu Gæslunnar. Baldur er enn í togi Árna Friðrikssonar samkvæmt vefsíðu Marine Traffic. Þá er varðskipið Þór einnig með í för. Fram kom í tilkynningu Gæslunnar í gærkvöldi að dráttarbátur Faxaflóahafna myndi taka Baldur í tog til hafnar í Stykkishólmi þegar aðstæður leyfa en bæði Árni Friðriksson og Þór eru of stór til að komast inn til hafnar þar í bæ. Landhelgisgæslan Samgöngur Stykkishólmur Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Fyrsta útkall áhafnarinnar á TF-EIR var á áttunda tímanum í gærmorgun en það var vegna sjómanns sem hafði slasast um borð í fiskiskipi sem var statt suður af Krísuvíkurbjargi. Þyrla Gæslunnar sótti manninn og flutti á Landspítalann í Fossvogi að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar sem birtist seint í gærkvöldi. Þegar þyrlan var nýlent í Fossvogi með slasaða sjómanninn var aftur óskað eftir aðstoð þyrlu Gæslunnar, nú vegna veikinda á Blönduósi. Voru aðstæður í fluginu norður krefjandi enda veðrið slæmt og lítið skyggni. Þyrlan lenti á flugvellinum á Blönduósi og var sjúklingnum komið undir læknishendur í Reykjavík. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, áhöfnin á varðskipinu Þór og varðstjórar í stjórnstöð hafa haft í nógu að snúast í dag...Posted by Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard on Thursday, March 11, 2021 Það var síðan á þriðja tímanum í gær sem áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út vegna Breiðfjarðarferjunnar Baldurs sem varð vélarvana á Breiðafirði. Jafnframt var ákveðið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar á Stykkishólm ef á þyrfti að halda. Þá bauðst þyrlusveitin til þess að koma farþegum Baldurs í land undir kvöld eftir að taug hafði verið komið á milli ferjunnar og rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar en farþegarnir, sem eru tuttugu talsins, ákváðu að halda kyrru fyrir í ferjunni að því er segir í færslu Gæslunnar. Farþegarnir hafa því dvalið í Baldri í nótt en mbl.is greindi reyndar frá því í gærkvöldi að ekki hefði boðum verið komið til allra farþeganna um að þeim byðist að fara í land með þyrlu Gæslunnar. Baldur er enn í togi Árna Friðrikssonar samkvæmt vefsíðu Marine Traffic. Þá er varðskipið Þór einnig með í för. Fram kom í tilkynningu Gæslunnar í gærkvöldi að dráttarbátur Faxaflóahafna myndi taka Baldur í tog til hafnar í Stykkishólmi þegar aðstæður leyfa en bæði Árni Friðriksson og Þór eru of stór til að komast inn til hafnar þar í bæ.
Landhelgisgæslan Samgöngur Stykkishólmur Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira