Hyundai Ioniq - ekki bara góður rafbíll, einfaldlega góður bíll Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. mars 2021 07:00 Hyundai Ioniq. Vilhelm Gunnarsson Hyundai Ioniq EV er fimm manna raf stallbakur frá Hyundai. Heimili Hyundai á Íslandi er BL. Ioniq er einnig fáanlegur sem tengiltvinnbíll. Reynsluakstursbíllinn var rafbíll. Ioniq er ekki bara góður rafbíll, heldur einfaldlega góður bíll, punktur. Jafnvel hörðustu bensínhausar ættu að prófa Ioniq og finna að það er von. Hyundai Ioniq.Vilhelm Gunnarsson Útlit Útlit bílsins er sportlegt og stílhreint. Hann er með góða blöndu mjúkra og hvassra lína. Hönnuðum bílsins hefur ekki þurft nauðsynlegt að láta hann líta út fyrir að vera augljóslega rafbíll. Það eru vissulega vísbendingar sem benda til þess að hann sé rafbíll. Hann er ekki einkennilegur bara til að allir viti að þú ert á rafbíl. Sem er vel að mati blaðamanns. Sjónarhorn ökumanns í Hyundai Ioniq.Vilhelm Gunnarsson Aksturseiginleikar Gott er að aka bílnum, hann er hljóðlátur og þéttur í akstri. Hann er lipur innanbæjar og seigur í langkeyrslu. Stilla má bílinn í Eco, Normal og Sport og hann er einkar skemmtilegur í akstri, sérstaklega í Sport. Þá er hann fljótur upp og líflegur í akstri. Stilla má hversu mikil endurhleðsla er þegar slegið er af. Rafalar að taka til við að hlaða rafhlöðurnar og auka þar með drægnina. Hægt er að stilla frá engri endurhleðslu upp í smá, aðeins meira og yfir í það sem hleður mest og þá tekur bíllinn duglega á móti þegar slegið er af í akstri. Einnig er hægt með lægni að finna jafnvægi á inngjöfinni og gera þetta mjög mjúklega og skemmtilega. Aftursæti í Hyundai Ioniq.Vilhelm Gunnarsson Notagildi Bíllinn sjálfur er þægilegur, hann hefur upp á að bjóða einkar rúmgott farþegarými. Nóg pláss er fyrir allt og alla. Skottið er þar að auki nokkuð gott. Bíllinn er vel búinn og hægt að fá með öllum nýjustu tólum. Gagnvirkur hraðastillir er staðalbúnaður, sem og til dæmis hiti í öllum sætum og stýri og margt margt fleira. Bíllinn kemur afar vel búinn að staðaldri. Skjárinn er skýr og góður í Hyundai Ioniq.Vilhelm Gunnarsson Innra rými Innréttingin er fáguð og laus við allt pjátur. Hún er hönnuð til að vera notendavæn, það skín í gegn. Skjárinn skilar sínu og er mjög þægilegur í notkun. Inni í Ioniq er góður staður til að vera á. Mælaborðið er afskaplega skýrt og hefur allt sem þarf að beina athyglinni að á einum stað. Hyundai Ioniq í hleðslu.Vilhelm Gunnarsson Drægni Ioniq dregur 311 kílómetra á fullri hleðslu í blönduðum akstri. Samkvæmt tölum frá framleiðanda sem miða við WLTP staðalinn. Það er óhætt að segja að innanbæjarakstur sé góður fyrir drægnina, enda hleður bíllinn sig við hemlun og þegar slegið er af. Á hinn bóginn er drægnin þar af leiðandi ekki alveg eins mikil á langkeyrslu, enda færri tækifæri til að hlaða rafhlöðurnar við hemlun. Afturendi á Hyundai Ioniq.Vilhelm Gunnarsson Verð Hyundai Ioniq í rafmagns útgáfu kostar frá 5.290.000 kr. Það er fyrir Comfort útgáfuna. Sá bíll er vel búinn, meðal annars með hita í fram- og aftursætum auk hita í stýri. Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent
Ioniq er ekki bara góður rafbíll, heldur einfaldlega góður bíll, punktur. Jafnvel hörðustu bensínhausar ættu að prófa Ioniq og finna að það er von. Hyundai Ioniq.Vilhelm Gunnarsson Útlit Útlit bílsins er sportlegt og stílhreint. Hann er með góða blöndu mjúkra og hvassra lína. Hönnuðum bílsins hefur ekki þurft nauðsynlegt að láta hann líta út fyrir að vera augljóslega rafbíll. Það eru vissulega vísbendingar sem benda til þess að hann sé rafbíll. Hann er ekki einkennilegur bara til að allir viti að þú ert á rafbíl. Sem er vel að mati blaðamanns. Sjónarhorn ökumanns í Hyundai Ioniq.Vilhelm Gunnarsson Aksturseiginleikar Gott er að aka bílnum, hann er hljóðlátur og þéttur í akstri. Hann er lipur innanbæjar og seigur í langkeyrslu. Stilla má bílinn í Eco, Normal og Sport og hann er einkar skemmtilegur í akstri, sérstaklega í Sport. Þá er hann fljótur upp og líflegur í akstri. Stilla má hversu mikil endurhleðsla er þegar slegið er af. Rafalar að taka til við að hlaða rafhlöðurnar og auka þar með drægnina. Hægt er að stilla frá engri endurhleðslu upp í smá, aðeins meira og yfir í það sem hleður mest og þá tekur bíllinn duglega á móti þegar slegið er af í akstri. Einnig er hægt með lægni að finna jafnvægi á inngjöfinni og gera þetta mjög mjúklega og skemmtilega. Aftursæti í Hyundai Ioniq.Vilhelm Gunnarsson Notagildi Bíllinn sjálfur er þægilegur, hann hefur upp á að bjóða einkar rúmgott farþegarými. Nóg pláss er fyrir allt og alla. Skottið er þar að auki nokkuð gott. Bíllinn er vel búinn og hægt að fá með öllum nýjustu tólum. Gagnvirkur hraðastillir er staðalbúnaður, sem og til dæmis hiti í öllum sætum og stýri og margt margt fleira. Bíllinn kemur afar vel búinn að staðaldri. Skjárinn er skýr og góður í Hyundai Ioniq.Vilhelm Gunnarsson Innra rými Innréttingin er fáguð og laus við allt pjátur. Hún er hönnuð til að vera notendavæn, það skín í gegn. Skjárinn skilar sínu og er mjög þægilegur í notkun. Inni í Ioniq er góður staður til að vera á. Mælaborðið er afskaplega skýrt og hefur allt sem þarf að beina athyglinni að á einum stað. Hyundai Ioniq í hleðslu.Vilhelm Gunnarsson Drægni Ioniq dregur 311 kílómetra á fullri hleðslu í blönduðum akstri. Samkvæmt tölum frá framleiðanda sem miða við WLTP staðalinn. Það er óhætt að segja að innanbæjarakstur sé góður fyrir drægnina, enda hleður bíllinn sig við hemlun og þegar slegið er af. Á hinn bóginn er drægnin þar af leiðandi ekki alveg eins mikil á langkeyrslu, enda færri tækifæri til að hlaða rafhlöðurnar við hemlun. Afturendi á Hyundai Ioniq.Vilhelm Gunnarsson Verð Hyundai Ioniq í rafmagns útgáfu kostar frá 5.290.000 kr. Það er fyrir Comfort útgáfuna. Sá bíll er vel búinn, meðal annars með hita í fram- og aftursætum auk hita í stýri.
Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent