„Ekki viss um að hann væri að spila ef hann væri uppalinn í Sandgerði“ Anton Ingi Leifsson skrifar 14. mars 2021 13:16 Einar Árni ræðir við sína menn í leik gegn Val fyrr á tímabilinu. vísir/hulda margrét Strákarnir í Domino’s Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið fóru yfir stöðuna á Njarðvík sem hefur verið í frjálsu falli að undanförnu. Njarðvík tapaði gegn Tindastól á föstudagskvöldið en Njarðvík er í tíunda sætinu með tíu stig. Höttur er í ellefta sætinu með átta stig og Haukar er á botninum með sex stig. Fyrst þegar þeir ræddu um Njarðvík ræddu þeir um leikstjórnandann Rodney Glasgow sem hefur verið í meira frjálsu falli en liðið sjálft. „Ég er ekki viss um að Rodney Glasgow væri að spila fimm til tíu mínútur í leik ef hann væri uppalinn í Sandgerði. Það er verið að spila honum mínútur sem hann á ekki að vera spila,“ sagði Sævar Sævarsson, einn spekinga þáttarins. „Þegar þetta er staðan af hverju hendir hann ekki Veigari inn á og gerir eitthvað nýtt? Hann átti líka lélegan leik í síðasta leik og þar síðasta. Þetta er grín,“ bætti Sævar við áður en Benedikt Guðmundsson tók við orðinu. „Rodney var mjög góður í janúar. Hann var að skora einhver tuttugu stig í leik og Njarðvík var að vinna leiki. Hann var lélegur í febrúar og hann er búinn að vera hræðilegur í mars. Ég hef aldrei séð leikmann taka svona frjálst fall; frá því að vera fínn leikmaður.“ „Hvað eiga fjögur bestu liðin sameiginlegt? Pointguardarnir er búinn að vera frábærir. Liðin eru að dansa í kringum þessa menn. Njarðvík er í dag með lélegasta leikstjórnandann í deildinni. Þeir eru búnir að tapa sjö af síðustu átta.“ Sævar velti fyrir sér á dögunum hvort að Njarðvík gæti fallið og hann hélt svo ræðu undir lok umræðunnar um Njarðvík: „Í rauninni var þetta eitthvað sem maður velti fyrir sér á þeim tímapunkti og svo hefur maður haft smá tíma til að velta þetta. Það eru svo mörg lið með þétta hópa; þar sem þú ert með fimm til sjö leikmenn.“ „Þegar þú ert ekki að vinna í útlendingalottóinu, þá er eins gott að þú sért með góða Íslendinga. Það er ekki að gerast. Málið er að við bjuggumst við því að Hester væri að fara koma hingað sem stórkostlegur leikmaður. Guðslukka að ná í hann en hann er ekki að sýna það.“ „Rodney Glasgow er búinn að vera lélegur. Matasovic sem var topp fimm leikmaður í fyrra - hann er ekki með. Hann er með í fimmta hverjum leik. Þetta er ekki nógu gott og í rauninni geturðu talað um þjálfarana og svona en eru einhverjir þjálfarar þarna úti sem gætu gert betur með þennan hóp?“ „Það styttist í leik á móti Keflavík. Það er leikurinn sem sker úr um það hvort að Njarðvík verði nálægt því að falla. Það er leikurinn sem gæti kveikt í þeim.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um Njarðvík Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfuboltakvöld Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira
Njarðvík tapaði gegn Tindastól á föstudagskvöldið en Njarðvík er í tíunda sætinu með tíu stig. Höttur er í ellefta sætinu með átta stig og Haukar er á botninum með sex stig. Fyrst þegar þeir ræddu um Njarðvík ræddu þeir um leikstjórnandann Rodney Glasgow sem hefur verið í meira frjálsu falli en liðið sjálft. „Ég er ekki viss um að Rodney Glasgow væri að spila fimm til tíu mínútur í leik ef hann væri uppalinn í Sandgerði. Það er verið að spila honum mínútur sem hann á ekki að vera spila,“ sagði Sævar Sævarsson, einn spekinga þáttarins. „Þegar þetta er staðan af hverju hendir hann ekki Veigari inn á og gerir eitthvað nýtt? Hann átti líka lélegan leik í síðasta leik og þar síðasta. Þetta er grín,“ bætti Sævar við áður en Benedikt Guðmundsson tók við orðinu. „Rodney var mjög góður í janúar. Hann var að skora einhver tuttugu stig í leik og Njarðvík var að vinna leiki. Hann var lélegur í febrúar og hann er búinn að vera hræðilegur í mars. Ég hef aldrei séð leikmann taka svona frjálst fall; frá því að vera fínn leikmaður.“ „Hvað eiga fjögur bestu liðin sameiginlegt? Pointguardarnir er búinn að vera frábærir. Liðin eru að dansa í kringum þessa menn. Njarðvík er í dag með lélegasta leikstjórnandann í deildinni. Þeir eru búnir að tapa sjö af síðustu átta.“ Sævar velti fyrir sér á dögunum hvort að Njarðvík gæti fallið og hann hélt svo ræðu undir lok umræðunnar um Njarðvík: „Í rauninni var þetta eitthvað sem maður velti fyrir sér á þeim tímapunkti og svo hefur maður haft smá tíma til að velta þetta. Það eru svo mörg lið með þétta hópa; þar sem þú ert með fimm til sjö leikmenn.“ „Þegar þú ert ekki að vinna í útlendingalottóinu, þá er eins gott að þú sért með góða Íslendinga. Það er ekki að gerast. Málið er að við bjuggumst við því að Hester væri að fara koma hingað sem stórkostlegur leikmaður. Guðslukka að ná í hann en hann er ekki að sýna það.“ „Rodney Glasgow er búinn að vera lélegur. Matasovic sem var topp fimm leikmaður í fyrra - hann er ekki með. Hann er með í fimmta hverjum leik. Þetta er ekki nógu gott og í rauninni geturðu talað um þjálfarana og svona en eru einhverjir þjálfarar þarna úti sem gætu gert betur með þennan hóp?“ „Það styttist í leik á móti Keflavík. Það er leikurinn sem sker úr um það hvort að Njarðvík verði nálægt því að falla. Það er leikurinn sem gæti kveikt í þeim.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um Njarðvík Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfuboltakvöld Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira