Bara toppliðið hefur unnið fleiri leiki síðan að Þórsarar unnu fyrsta sigurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 13:32 Bakvörðurinn Dedrick Deon Basile sendir hér boltann inn í teig á Andrius Globys. Þeir hafa verið að spila vel með Þórsliðinu. Vísir/Vilhelm Velgengi Þórsara frá Akureyri að undanförnu hefur vakið mikla athygli enda virðast norðanmenn vera líklegir til að segja skilið við fallbaráttuna og tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Þórsliðið hefur nú unnið þrjá síðustu leiki sína og alls sex af síðustu níu leikjum sínum í deildinni. Þórsarar fóru í frábæra ferð suður til höfuðborgarinnar um helgina og unnu þar fimm stiga sigur í Garðabænum á föstudagskvöldið, 91-96, og svo 21 stigs sigur á Haukum á Ásvöllum, 100-79, á sunnudagskvöldið. Þórsarar voru í ellefta sæti fyrir leikina en eru núna komnir upp í sjöunda sætið eftir þessa tvo sigra. Bjarki Armann Oddsson hefur tekist að rífa Þórsliðið upp eftir fimm töp í fyrstu fimm leikjunum.Vísir/Vilhelm Þetta er sérstakt fyrir liðið sem tapaði fyrstu fimm leikjum tímabilsins og flestir bjuggust við að myndi falla úr deildinni. Norðanmenn ætluðu hins vegar ekki að leggja árar í bát þrátt fyrir hrakspár og mótlæti. Þjálfaranum Bjarka Ármanni Oddssyni hefur tekist að snúa við blaðinu og það þrátt fyrir að liðið leiki án bakvarðarins stórefnilega Júlíusar Ágústssonar og hafi misst nýja manninn Ingva Þór Guðmundsson fyrir síðasta leik vegna höfuðhöggs. Þá hefur Kolbeinn Fannar Gíslason misst af síðustu fjórum leikjum. Í miðju öllu þessu mótlæti hefur Þórsliðið unnið þrjá leiki í röð og hefur um leið hrist verulega upp í deildinni. Valur, Tindastóll og Njarðvík eru núna öll komin neðar en Þórsliðið í töflunni og það sem meira er að Þórsarar hafa unnið öll þessi þrjú lið á síðustu mánuðum. Ivan Aurrecoechea er frábær frákastari og frábær leikmaður. Hann er með 23,8 stig og 13,1 frákast að meðaltali í leik.Vísir/Vilhelm Frá því að Þórsarar unnu sinn fyrsta sigur í deildinni, á móti Tindastól 28. janúar, hefur aðeins eitt lið unnið fleiri leiki. Það er lið Keflavíkur sem hefur unnið einum leik meira. Síðasta tap Þórsliðsins var einmitt á móti umræddu Keflavíkurliði 4. mars síðastliðinn. Menn þurfa að fara að passa sig á baráttuglöðu liði Þórsara sem drottnuðu yfir frákastabaráttunni í sigrinum á Stjörnunni og Haukum en í báðum leikjum tók Þórsliðið yfir sextíu prósent frákasta í boði. Frákastabaráttan er líka að skila Þórsliðinu góðum úrslitum en liðið hefur unnið fimm síðustu leikina þar sem Þórsarar hafa tekið fleiri fráköst en andstæðingurinn. Næstu mótherjar Þórsara eru ÍR-ingar sem koma í Höllina á Akureyri á föstudagskvöldið. Þórsarar geta náð ÍR-ingum að stigum með sigri í þeim leik. Besta sigurhlutfall í Domino´s deild karla frá 28. janúar: 1. Keflavík 78% 7 sigrar - 2 töp 2. Þór Ak. 67% 6-3 2. Þór Þorl 67% 6-3 2. Stjarnan 67% 6-3 2. KR 67% 6-3 6. Valur 44% 4-5 6. Tindastóll 44% 4-5 6. ÍR 44% 4-5 6. Höttur 44% 4-5 10. Grindavík 33% 3-6 11. Njarðvík 22% 2-7 11.Haukar 22% 2-7 Hæsta hlutfall frákasta hjá Þórsliðinu í einum leik í Domino´s deild karla í vetur: 62,0% í sigri á Stjörnunni (12. mars) 60,0% í sigri á Haukum (14. mars) 59,7% í tapi á móti KR (25. janúar) 58,7% í tapi á móti ÍR (21. janúar) 57,1% í sigri á Val (31. janúar) 57,0% í tapi á móti Stjörnunni (17. janúar) 52,6% í sigri á Njarðvík (7. febrúar) 50,6% í sigri á Grindavík (7. mars) Dominos-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Þórsliðið hefur nú unnið þrjá síðustu leiki sína og alls sex af síðustu níu leikjum sínum í deildinni. Þórsarar fóru í frábæra ferð suður til höfuðborgarinnar um helgina og unnu þar fimm stiga sigur í Garðabænum á föstudagskvöldið, 91-96, og svo 21 stigs sigur á Haukum á Ásvöllum, 100-79, á sunnudagskvöldið. Þórsarar voru í ellefta sæti fyrir leikina en eru núna komnir upp í sjöunda sætið eftir þessa tvo sigra. Bjarki Armann Oddsson hefur tekist að rífa Þórsliðið upp eftir fimm töp í fyrstu fimm leikjunum.Vísir/Vilhelm Þetta er sérstakt fyrir liðið sem tapaði fyrstu fimm leikjum tímabilsins og flestir bjuggust við að myndi falla úr deildinni. Norðanmenn ætluðu hins vegar ekki að leggja árar í bát þrátt fyrir hrakspár og mótlæti. Þjálfaranum Bjarka Ármanni Oddssyni hefur tekist að snúa við blaðinu og það þrátt fyrir að liðið leiki án bakvarðarins stórefnilega Júlíusar Ágústssonar og hafi misst nýja manninn Ingva Þór Guðmundsson fyrir síðasta leik vegna höfuðhöggs. Þá hefur Kolbeinn Fannar Gíslason misst af síðustu fjórum leikjum. Í miðju öllu þessu mótlæti hefur Þórsliðið unnið þrjá leiki í röð og hefur um leið hrist verulega upp í deildinni. Valur, Tindastóll og Njarðvík eru núna öll komin neðar en Þórsliðið í töflunni og það sem meira er að Þórsarar hafa unnið öll þessi þrjú lið á síðustu mánuðum. Ivan Aurrecoechea er frábær frákastari og frábær leikmaður. Hann er með 23,8 stig og 13,1 frákast að meðaltali í leik.Vísir/Vilhelm Frá því að Þórsarar unnu sinn fyrsta sigur í deildinni, á móti Tindastól 28. janúar, hefur aðeins eitt lið unnið fleiri leiki. Það er lið Keflavíkur sem hefur unnið einum leik meira. Síðasta tap Þórsliðsins var einmitt á móti umræddu Keflavíkurliði 4. mars síðastliðinn. Menn þurfa að fara að passa sig á baráttuglöðu liði Þórsara sem drottnuðu yfir frákastabaráttunni í sigrinum á Stjörnunni og Haukum en í báðum leikjum tók Þórsliðið yfir sextíu prósent frákasta í boði. Frákastabaráttan er líka að skila Þórsliðinu góðum úrslitum en liðið hefur unnið fimm síðustu leikina þar sem Þórsarar hafa tekið fleiri fráköst en andstæðingurinn. Næstu mótherjar Þórsara eru ÍR-ingar sem koma í Höllina á Akureyri á föstudagskvöldið. Þórsarar geta náð ÍR-ingum að stigum með sigri í þeim leik. Besta sigurhlutfall í Domino´s deild karla frá 28. janúar: 1. Keflavík 78% 7 sigrar - 2 töp 2. Þór Ak. 67% 6-3 2. Þór Þorl 67% 6-3 2. Stjarnan 67% 6-3 2. KR 67% 6-3 6. Valur 44% 4-5 6. Tindastóll 44% 4-5 6. ÍR 44% 4-5 6. Höttur 44% 4-5 10. Grindavík 33% 3-6 11. Njarðvík 22% 2-7 11.Haukar 22% 2-7 Hæsta hlutfall frákasta hjá Þórsliðinu í einum leik í Domino´s deild karla í vetur: 62,0% í sigri á Stjörnunni (12. mars) 60,0% í sigri á Haukum (14. mars) 59,7% í tapi á móti KR (25. janúar) 58,7% í tapi á móti ÍR (21. janúar) 57,1% í sigri á Val (31. janúar) 57,0% í tapi á móti Stjörnunni (17. janúar) 52,6% í sigri á Njarðvík (7. febrúar) 50,6% í sigri á Grindavík (7. mars)
Besta sigurhlutfall í Domino´s deild karla frá 28. janúar: 1. Keflavík 78% 7 sigrar - 2 töp 2. Þór Ak. 67% 6-3 2. Þór Þorl 67% 6-3 2. Stjarnan 67% 6-3 2. KR 67% 6-3 6. Valur 44% 4-5 6. Tindastóll 44% 4-5 6. ÍR 44% 4-5 6. Höttur 44% 4-5 10. Grindavík 33% 3-6 11. Njarðvík 22% 2-7 11.Haukar 22% 2-7 Hæsta hlutfall frákasta hjá Þórsliðinu í einum leik í Domino´s deild karla í vetur: 62,0% í sigri á Stjörnunni (12. mars) 60,0% í sigri á Haukum (14. mars) 59,7% í tapi á móti KR (25. janúar) 58,7% í tapi á móti ÍR (21. janúar) 57,1% í sigri á Val (31. janúar) 57,0% í tapi á móti Stjörnunni (17. janúar) 52,6% í sigri á Njarðvík (7. febrúar) 50,6% í sigri á Grindavík (7. mars)
Dominos-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira