„Veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2021 09:45 Davíð Snorri Jónasson stýrir U21-landsliðinu í fyrsta sinn þegar það mætir Rússlandi í Ungverjalandi eftir níu daga, í fyrsta leiknum á EM. vísir/Sigurjón „Þetta eru drög,“ segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, um EM-hópinn sem UEFA hefur birt á heimasíðu sinni. Enn geti orðið breytingar á hópnum. Davíð Snorri segir að KSÍ hafi þurft að skila inn drögum að EM-hópnum á sunnudag. Hópurinn verði ekki endanlega tilkynntur fyrr en á fimmtudag, á blaðamannafundi sem boðaður var í síðustu viku. Davíð Snorri segir að valið velti á óvissuþáttum varðandi A-landsliðið, sem spilar á sömu dögum og U21-liðið spilar á EM, en vildi þó ekki útskýra nánar í hverju óvissan fælist. Þó er alla vega ljóst að óvíst er hvort leikmenn frá enskum félagsliðum megi spila með A-landsliðinu í Þýskalandi, í fyrsta leiknum í undankeppni HM, þarnæsta fimmtudag, vegna sóttvarnareglna í Þýskalandi. „Þetta er ekki staðfestur hópur. Við staðfestum hann ekki fyrr en á fimmtudaginn því við erum enn að vinna í ýmsum málum á milli landsliðanna. Staðan er enn svolítið óljós,“ fullyrðir Davíð Snorri, og þvertekur fyrir að einfaldlega sé um klúður að ræða af hálfu KSÍ, að hafa ekki tilkynnt hópinn fyrr. Ég get ekki séð að það verði einhverjar breytingar á hópnum fyrir keppnina, ekki nema alvarleg meiðsli eigi sér stað. pic.twitter.com/U2hmxkgcbr— Gummi Ben (@GummiBen) March 16, 2021 „Það gæti enn hugsanlega eitthvað gerst. Þetta veltur dálítið á því hvað er í gangi með A-landsliðið og við bíðum eftir ákveðnum lokasvörum varðandi það. Þangað til þá er þessi hópur ákveðinn grunnur sem við þurftum að skila inn til UEFA.“ Getum breytt hópnum vel fram að fyrsta leik En er þá ekki afar óheppilegt að UEFA skuli hafa birt EM-hópinn, eða drögin að honum eins og Davíð vill meina? „Ég veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta. Mínir menn [í KSÍ] eru að vinna í því að fá að vita af hverju þetta er sett svona upp. Við reiknuðum alla vega ekki með því.“ Eins og staðan er núna er það að minnsta kosti svo að Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson verða ekki í EM-hópnum, heldur með A-landsliðinu, en menn á borð við Jón Dag Þorsteinsson, Mikael Anderson og Ísak Bergmann Jóhannesson verða með U21-landsliðinu. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Rússlandi á fimmtudaginn í næstu viku. Liðið er einnig í riðli með Danmörku og Frakklandi. „Við getum ennþá breytt hópnum vel fram að fyrsta leik. Allt þar til að 48 klukkustundir eru í fyrsta leik, ef eitthvað kemur upp á, en við munum staðfesta okkar hóp á fimmtudaginn,“ segir Davíð Snorri. EM U21 í fótbolta 2021 UEFA Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira
Davíð Snorri segir að KSÍ hafi þurft að skila inn drögum að EM-hópnum á sunnudag. Hópurinn verði ekki endanlega tilkynntur fyrr en á fimmtudag, á blaðamannafundi sem boðaður var í síðustu viku. Davíð Snorri segir að valið velti á óvissuþáttum varðandi A-landsliðið, sem spilar á sömu dögum og U21-liðið spilar á EM, en vildi þó ekki útskýra nánar í hverju óvissan fælist. Þó er alla vega ljóst að óvíst er hvort leikmenn frá enskum félagsliðum megi spila með A-landsliðinu í Þýskalandi, í fyrsta leiknum í undankeppni HM, þarnæsta fimmtudag, vegna sóttvarnareglna í Þýskalandi. „Þetta er ekki staðfestur hópur. Við staðfestum hann ekki fyrr en á fimmtudaginn því við erum enn að vinna í ýmsum málum á milli landsliðanna. Staðan er enn svolítið óljós,“ fullyrðir Davíð Snorri, og þvertekur fyrir að einfaldlega sé um klúður að ræða af hálfu KSÍ, að hafa ekki tilkynnt hópinn fyrr. Ég get ekki séð að það verði einhverjar breytingar á hópnum fyrir keppnina, ekki nema alvarleg meiðsli eigi sér stað. pic.twitter.com/U2hmxkgcbr— Gummi Ben (@GummiBen) March 16, 2021 „Það gæti enn hugsanlega eitthvað gerst. Þetta veltur dálítið á því hvað er í gangi með A-landsliðið og við bíðum eftir ákveðnum lokasvörum varðandi það. Þangað til þá er þessi hópur ákveðinn grunnur sem við þurftum að skila inn til UEFA.“ Getum breytt hópnum vel fram að fyrsta leik En er þá ekki afar óheppilegt að UEFA skuli hafa birt EM-hópinn, eða drögin að honum eins og Davíð vill meina? „Ég veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta. Mínir menn [í KSÍ] eru að vinna í því að fá að vita af hverju þetta er sett svona upp. Við reiknuðum alla vega ekki með því.“ Eins og staðan er núna er það að minnsta kosti svo að Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson verða ekki í EM-hópnum, heldur með A-landsliðinu, en menn á borð við Jón Dag Þorsteinsson, Mikael Anderson og Ísak Bergmann Jóhannesson verða með U21-landsliðinu. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Rússlandi á fimmtudaginn í næstu viku. Liðið er einnig í riðli með Danmörku og Frakklandi. „Við getum ennþá breytt hópnum vel fram að fyrsta leik. Allt þar til að 48 klukkustundir eru í fyrsta leik, ef eitthvað kemur upp á, en við munum staðfesta okkar hóp á fimmtudaginn,“ segir Davíð Snorri.
EM U21 í fótbolta 2021 UEFA Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira