Koma upp tveimur vindmyllum og sólarorkuveri í Grímsey Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2021 11:32 Samkvæmt áætlun munu þessar fyrstu aðgerðir minnka olíunotkun í eynni um 20 þúsund lítra á ári. Akureyrarbær/Auðunn Níelsson Fyrirhugað er að setja upp tvær vindmyllur og sólarorkuver í Grímsey á næstu mánuðum. Er það liður í aðgerðum Akureyrarbæjar þegar kemur að orkuskiptum í eynni, en reiknað er með að framkvæmdir hefjist í byrjun sumars. Í tilkynningu frá Akureyrarbæ segir að orkuframleiðsla og orkunotkun í Grímsey byggi í dag á ósjálfbæru jarðefnaeldsneyti. Heildarolíunotkun sé um 400 þúsund lítrar á ári, enda sé olía bæði notuð til raforkuframleiðslu og til húshitunar. „Ætla má að losun vegna orkunotkunar í Grímsey sé um 1.000 tonn CO₂ á ári. Ofan á þetta bætist svo eldsneytisnotkun farartækja og fiskibáta. Íslenska ríkið og Akureyrarbær hafa sett metnaðarfull markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og í nýrri orkustefnu landsins er stefnt að því að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Orkuskipti í Grímsey eru hluti af nauðsynlegum aðgerðum til að ná þessum markmiðum,“ segir í tilkynningunni. Íbúar setji sólarsellur á og við hús sín Stefnt er að uppsetningu á tveimur vindmyllum sem samtals framleiða um 30 þúsund kWst á ári og hefur verið samið við skoska framleiðendur sem framleiða smáar en mjög sterkar vindmyllur, enda skiptir veðurþol miklu máli. „Einnig eru áform um að setja upp sólarorkuver við Múla sem gæti framleitt allt að 10.000 kWst á ári. Stefnan er að nýta reynsluna til að þróa lausnir fyrir íbúa sem gæfist þá kostur á að setja upp sólarsellur á og við hús sín án kostnaðar. Næstu skref Þessar fyrstu aðgerðir eiga að minnka olíunotkun um 20 þúsund lítra og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 50 tonn á ári. Ef reynslan af þessum nýju kerfum verður góð er markmiðið að auka hlut grænna orkugjafa enn frekar í náinni framtíð. Unnið er að undirbúningi og ef allt gengur samkvæmt áætlun gætu framkvæmdir í Grímsey hafist í byrjun sumars,“ segir í tilkynningunni. Það er Fallorka á Akureyri sem annast verkefnið í samstarfi við Vistorku og Orkusetur með stuðningi úr Evrópuverkefninu SMARTrenew og Orkusjóði. Grímsey Akureyri Orkumál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Akureyrarbæ segir að orkuframleiðsla og orkunotkun í Grímsey byggi í dag á ósjálfbæru jarðefnaeldsneyti. Heildarolíunotkun sé um 400 þúsund lítrar á ári, enda sé olía bæði notuð til raforkuframleiðslu og til húshitunar. „Ætla má að losun vegna orkunotkunar í Grímsey sé um 1.000 tonn CO₂ á ári. Ofan á þetta bætist svo eldsneytisnotkun farartækja og fiskibáta. Íslenska ríkið og Akureyrarbær hafa sett metnaðarfull markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og í nýrri orkustefnu landsins er stefnt að því að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Orkuskipti í Grímsey eru hluti af nauðsynlegum aðgerðum til að ná þessum markmiðum,“ segir í tilkynningunni. Íbúar setji sólarsellur á og við hús sín Stefnt er að uppsetningu á tveimur vindmyllum sem samtals framleiða um 30 þúsund kWst á ári og hefur verið samið við skoska framleiðendur sem framleiða smáar en mjög sterkar vindmyllur, enda skiptir veðurþol miklu máli. „Einnig eru áform um að setja upp sólarorkuver við Múla sem gæti framleitt allt að 10.000 kWst á ári. Stefnan er að nýta reynsluna til að þróa lausnir fyrir íbúa sem gæfist þá kostur á að setja upp sólarsellur á og við hús sín án kostnaðar. Næstu skref Þessar fyrstu aðgerðir eiga að minnka olíunotkun um 20 þúsund lítra og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 50 tonn á ári. Ef reynslan af þessum nýju kerfum verður góð er markmiðið að auka hlut grænna orkugjafa enn frekar í náinni framtíð. Unnið er að undirbúningi og ef allt gengur samkvæmt áætlun gætu framkvæmdir í Grímsey hafist í byrjun sumars,“ segir í tilkynningunni. Það er Fallorka á Akureyri sem annast verkefnið í samstarfi við Vistorku og Orkusetur með stuðningi úr Evrópuverkefninu SMARTrenew og Orkusjóði.
Grímsey Akureyri Orkumál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira