Forsætisráðherra segir ástæðulaust að hafa áhyggjur af litakóðunarkerfinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2021 12:39 Katrín Jakobsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sátu fyrir svörum eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Staðreyndin er sú að jafnvel þótt nýtt litakóðunarkerfi tæki gildi í dag er staðan í Evrópu þannig að allir þyrftu að sæta tvöfaldri skimun og sóttkví við komuna hingað til lands og framvísa neikvæðu PCR-prófi. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi nú í morgun, spurð um spurningar sem hafa vaknað um kerfið. Litakóðununarkerfið mun taka gildi 1. maí næstkomandi og felur í sér að þeir sem koma frá ríkjum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þarf ekki að sæta tvöfaldri skimun og sóttkví, heldur nægir að framvísa neikvæðu PCR-prófi á brottfararstað og fara í eina skimun við komun til landsins. Fái fólk neikvætt svar úr þeirri skimun er það frjálst ferða sinna. Meðal þeirra sem lýst hafa yfir áhyggjum af kerfinu er Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en Katrín segir stjórnvöld eiga eftir að funda með sóttvarnayfirvöldum til að útfæra ýmis atriði, til að mynda hvað eigi að gera þegar svæði innan ríkja eru flokkuð með mismunandi hætti, það er að segja eitt grænt en annað rautt, svo dæmi sé nefnt. Þá þurfi að skoða hvernig tryggja megi að fólk sé að segja satt um það hvaðan það er að koma. Í skoðun hvaða vottorð verða tekin gild Katrín segir stjórnvöld hafa stigið varlega til jarðar varðandi aðgerðir á landamærunum. Spurð að því hvort hún sjái fyrir sér að breyttar aðstæður, til dæmis hvað varðar faraldurinn og bólusetningar hérlendis, gætu haft áhrif á tímasetninguna 1. maí, segist hún hafa meiri áhyggjur af nýjum afbrigðum. Vel komi til greina að fjölga starfsmönnum í landamæraeftirlitinu í Keflavík. Fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að nýja litakóðunarkerfið verði til þess að fólk streymi til landsins, þar sem aðstæður erlendis séu með þeim hætti að núgildandi takmarkanir giltu hvort eð er. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var eftir ríkisstjórnarfundinn spurð út í ákvörðunina um að taka gild bólusetningarvottorð utan Schengen. Sagði hún lagt upp með að treysta bólusetningarferlinu og vottorðunum og að láta sömu reglur gilda um Bretland og Þýskaland, til dæmis. Reglurnar taka gildi í lok næstu viku en ráðherra sagði verið að útfæra hvaða vottorð nákvæmlega yrðu gild. Það væri verkefni sóttvarnalæknis en líklega yrði miðað við bólusetningar með bóluefnum sem hefðu verið samþykkt af Lyfjastofnun Evrópu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04 Ísland enn eina „græna“ land álfunnar Aftur er Ísland eina land Evrópu sem skilgreint er sem „grænt“ á nýuppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Auk Íslands eru tvö fylki í Noregi skilgreind sem „græn“. 19. mars 2021 07:59 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi nú í morgun, spurð um spurningar sem hafa vaknað um kerfið. Litakóðununarkerfið mun taka gildi 1. maí næstkomandi og felur í sér að þeir sem koma frá ríkjum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þarf ekki að sæta tvöfaldri skimun og sóttkví, heldur nægir að framvísa neikvæðu PCR-prófi á brottfararstað og fara í eina skimun við komun til landsins. Fái fólk neikvætt svar úr þeirri skimun er það frjálst ferða sinna. Meðal þeirra sem lýst hafa yfir áhyggjum af kerfinu er Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en Katrín segir stjórnvöld eiga eftir að funda með sóttvarnayfirvöldum til að útfæra ýmis atriði, til að mynda hvað eigi að gera þegar svæði innan ríkja eru flokkuð með mismunandi hætti, það er að segja eitt grænt en annað rautt, svo dæmi sé nefnt. Þá þurfi að skoða hvernig tryggja megi að fólk sé að segja satt um það hvaðan það er að koma. Í skoðun hvaða vottorð verða tekin gild Katrín segir stjórnvöld hafa stigið varlega til jarðar varðandi aðgerðir á landamærunum. Spurð að því hvort hún sjái fyrir sér að breyttar aðstæður, til dæmis hvað varðar faraldurinn og bólusetningar hérlendis, gætu haft áhrif á tímasetninguna 1. maí, segist hún hafa meiri áhyggjur af nýjum afbrigðum. Vel komi til greina að fjölga starfsmönnum í landamæraeftirlitinu í Keflavík. Fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að nýja litakóðunarkerfið verði til þess að fólk streymi til landsins, þar sem aðstæður erlendis séu með þeim hætti að núgildandi takmarkanir giltu hvort eð er. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var eftir ríkisstjórnarfundinn spurð út í ákvörðunina um að taka gild bólusetningarvottorð utan Schengen. Sagði hún lagt upp með að treysta bólusetningarferlinu og vottorðunum og að láta sömu reglur gilda um Bretland og Þýskaland, til dæmis. Reglurnar taka gildi í lok næstu viku en ráðherra sagði verið að útfæra hvaða vottorð nákvæmlega yrðu gild. Það væri verkefni sóttvarnalæknis en líklega yrði miðað við bólusetningar með bóluefnum sem hefðu verið samþykkt af Lyfjastofnun Evrópu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04 Ísland enn eina „græna“ land álfunnar Aftur er Ísland eina land Evrópu sem skilgreint er sem „grænt“ á nýuppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Auk Íslands eru tvö fylki í Noregi skilgreind sem „græn“. 19. mars 2021 07:59 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04
Ísland enn eina „græna“ land álfunnar Aftur er Ísland eina land Evrópu sem skilgreint er sem „grænt“ á nýuppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Auk Íslands eru tvö fylki í Noregi skilgreind sem „græn“. 19. mars 2021 07:59