Sagði að án takmarkana á kjörsókn muni Repúblikanar tapa um árabil Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2021 22:52 Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz segir gífurlega mikilvægt fyrir Repúblikana að gera fólki erfiðara að kjósa. Getty/Tasos Katopodis Öldungadeildarþingmaðurinn bandaríski Ted Cruz segir Demókrata ætla sér að veita milljónum ólöglegra innflytjenda, barnaníðingum og öðrum glæpamönnum kosningarétt. Þannig muni Demókratar tryggja yfirráð sínum í kosningum vestanhafs um árabil. Nái Demókratar markmiðum sínum myndu Repúblikanar tapa kosningum næstu áratugina. Þetta sagði Cruz í símtali við ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í síðustu viku, samkvæmt AP fréttaveitunni, sem hefur komið höndum yfir upptöku af símtalinu. Hann sagði Repúblikana verða að standa í hárinu á Demókrötum og sagði ekkert ráðrúm til málamiðlunar. Repúblikanar á ríkisþingum Bandaríkjanna vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að taka þátt í kosningum. Repúblikanar hafa leitað áherslumála í kjölfar forsetatíðar Trumps og virðast hafa fundið eitt slíkt og segjast vera að vernda heillindi kosninga í Bandaríkjunum. Sjá einnig: McConnell varar við „sviðinni jörð“ í öldungadeildinni Aðgerðir þeirra byggja á þeim ósannindum að umfangsmikið kosningasvindl í forsetakosningunum í nóvember hafi kostað Donald Trump endurkjör. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og fjölmörg dómsmál hafa Repúblikanar ekki getað fært sannanir fyrir ásökunum sínum og hafa þess í stað byrjað að tala um hve margir kjósendur í Bandaríkjunum beri lítið traust til kosninga þar. Þann skort á trausti má þó rekja til ósanninda Trumps og bandamanna hans og er Ted Cruz einn þeirra sem hefur farið ósönnum orðum um framkvæmd forsetakosninganna í fyrra. Rúmlega 250 frumvörp hafa verið lögð fram í minnst 43 ríkjum Bandaríkjanna. Samhliða því vinna Demókratar að því frumvarpi sem gera á fólki auðveldara að kjósa og meðal annars notast við utankjörfundaratkvæði. Frumvarp Demókrata, sem kallast H.R.1, myndi einnig gera alríkinu mögulegt að stöðva aðgerðir ríkja sem eiga að gera fólki erfiðara að kjósa. Baráttan um kosningaréttinn í Bandaríkjunum er í augum forsvarsmanna beggja flokka spurning um líf og dauða. Repúblikanar hafa lengi staðið í þeirri trú að þeir hagnist á lágri kjörsókn og að Demókratar græði á mikilli kjörsókn. Því hafa íhaldsmenn lagt mikið púður í að draga úr kjörsókn og þær aðgerðir hafa hvað mest komið niður á þeldökkum Bandaríkjamönnum af afrískum og spænskum uppruna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þeir hafa verið líklegri til að kjósa Demókrata en Repúblikana. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Nái Demókratar markmiðum sínum myndu Repúblikanar tapa kosningum næstu áratugina. Þetta sagði Cruz í símtali við ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í síðustu viku, samkvæmt AP fréttaveitunni, sem hefur komið höndum yfir upptöku af símtalinu. Hann sagði Repúblikana verða að standa í hárinu á Demókrötum og sagði ekkert ráðrúm til málamiðlunar. Repúblikanar á ríkisþingum Bandaríkjanna vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að taka þátt í kosningum. Repúblikanar hafa leitað áherslumála í kjölfar forsetatíðar Trumps og virðast hafa fundið eitt slíkt og segjast vera að vernda heillindi kosninga í Bandaríkjunum. Sjá einnig: McConnell varar við „sviðinni jörð“ í öldungadeildinni Aðgerðir þeirra byggja á þeim ósannindum að umfangsmikið kosningasvindl í forsetakosningunum í nóvember hafi kostað Donald Trump endurkjör. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og fjölmörg dómsmál hafa Repúblikanar ekki getað fært sannanir fyrir ásökunum sínum og hafa þess í stað byrjað að tala um hve margir kjósendur í Bandaríkjunum beri lítið traust til kosninga þar. Þann skort á trausti má þó rekja til ósanninda Trumps og bandamanna hans og er Ted Cruz einn þeirra sem hefur farið ósönnum orðum um framkvæmd forsetakosninganna í fyrra. Rúmlega 250 frumvörp hafa verið lögð fram í minnst 43 ríkjum Bandaríkjanna. Samhliða því vinna Demókratar að því frumvarpi sem gera á fólki auðveldara að kjósa og meðal annars notast við utankjörfundaratkvæði. Frumvarp Demókrata, sem kallast H.R.1, myndi einnig gera alríkinu mögulegt að stöðva aðgerðir ríkja sem eiga að gera fólki erfiðara að kjósa. Baráttan um kosningaréttinn í Bandaríkjunum er í augum forsvarsmanna beggja flokka spurning um líf og dauða. Repúblikanar hafa lengi staðið í þeirri trú að þeir hagnist á lágri kjörsókn og að Demókratar græði á mikilli kjörsókn. Því hafa íhaldsmenn lagt mikið púður í að draga úr kjörsókn og þær aðgerðir hafa hvað mest komið niður á þeldökkum Bandaríkjamönnum af afrískum og spænskum uppruna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þeir hafa verið líklegri til að kjósa Demókrata en Repúblikana.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira