„Það er bara „knockout“ ef við töpum næsta leik“ Atli Arason skrifar 21. mars 2021 22:52 Maciek Stanislav Baginski, leikmaður Njarðvíkur. Vísir/Bára Þrátt fyrir afar svekkjandi tap gegn Val í kvöld gat Maciek Baginski, leikmaður Njarðvíkur, einbeitt sér á það jákvæða við leikinn en Njarðvík leiddi leikinn nánast allan tímann. „Við erum jákvæðir. Við spilum í 32-35 mínútur mjög vel, það er stór bæting frá síðasta leik. Við ætlum bara að líta á þetta þannig að við ætlum að bæta okkur með hverjum leik. Ef við náum okkar formi í 40 mínútur í næsta leik þá vinnum við hann,“ sagði Maciek í viðtali eftir leik. Maciek hefur ekki spilað mikið á þessu tímabili en hann meiddist illa í kringum áramótin. Maciek átti flottan leik framan af í kvöld en hann setti niður flest þriggja stiga skot í liði Njarðvíkur en lenti snemma í villuvandræðum og varð því að eyða stórum hluta leiksins á varamannabekknum. „Mér fannst þetta vera mjög skrítin leikur. Allt önnur lína í fyrsta leikhluta miðað við það sem kom eftir hann. Bæði lið máttu spila í fyrsta leikhluta en svo fannst mér bara annað liðið mega berja á hinu restina af leiknum. Ég veit ekki hvort það var okkur að kenna eða hvað það var sem breyttist. Svekkjandi villur, mér fannst fjórða villan ekki vera villa. En það á bara að halda áfram, við erum með fimm menn alltaf inn á í einu sem eiga að geta skilað þessu í höfn. Það er bara næsti leikur núna.“ Njarðvíkingar voru yfir eftir alla þrjá leikhlutana en í þeim fjórða gekk ekkert upp hjá heimamönnum. Maciek var spurður að því hvers vegna fjórði leikhluti gekk svona illa. „Mér fannst við vera staðir. Við hættum að dreifa boltanum frá kanti til kants og vorum farnir að þvinga þetta aðeins of mikið. Svo enduðum við á því að taka erfið skot í lokin. Við getum bætt það,“ svaraði Maciek. Njarðvíkingar eru nú fjórum stigum á eftir Tindastól sem er í níunda sæti eftir sjötta tapleik liðsins í röð. Maciek er einbeittur að því að horfa fram á veginn. „Við ætlum að hætta að hugsa um það sem er búið og fara að fókusa á það sem er fram undan. Það er 'march madness' fílingur í þessu, það er bara 'knockout' ef við töpum næsta leik þannig við ætlum að vinna,“ sagði Maciek að lokum. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
„Við erum jákvæðir. Við spilum í 32-35 mínútur mjög vel, það er stór bæting frá síðasta leik. Við ætlum bara að líta á þetta þannig að við ætlum að bæta okkur með hverjum leik. Ef við náum okkar formi í 40 mínútur í næsta leik þá vinnum við hann,“ sagði Maciek í viðtali eftir leik. Maciek hefur ekki spilað mikið á þessu tímabili en hann meiddist illa í kringum áramótin. Maciek átti flottan leik framan af í kvöld en hann setti niður flest þriggja stiga skot í liði Njarðvíkur en lenti snemma í villuvandræðum og varð því að eyða stórum hluta leiksins á varamannabekknum. „Mér fannst þetta vera mjög skrítin leikur. Allt önnur lína í fyrsta leikhluta miðað við það sem kom eftir hann. Bæði lið máttu spila í fyrsta leikhluta en svo fannst mér bara annað liðið mega berja á hinu restina af leiknum. Ég veit ekki hvort það var okkur að kenna eða hvað það var sem breyttist. Svekkjandi villur, mér fannst fjórða villan ekki vera villa. En það á bara að halda áfram, við erum með fimm menn alltaf inn á í einu sem eiga að geta skilað þessu í höfn. Það er bara næsti leikur núna.“ Njarðvíkingar voru yfir eftir alla þrjá leikhlutana en í þeim fjórða gekk ekkert upp hjá heimamönnum. Maciek var spurður að því hvers vegna fjórði leikhluti gekk svona illa. „Mér fannst við vera staðir. Við hættum að dreifa boltanum frá kanti til kants og vorum farnir að þvinga þetta aðeins of mikið. Svo enduðum við á því að taka erfið skot í lokin. Við getum bætt það,“ svaraði Maciek. Njarðvíkingar eru nú fjórum stigum á eftir Tindastól sem er í níunda sæti eftir sjötta tapleik liðsins í röð. Maciek er einbeittur að því að horfa fram á veginn. „Við ætlum að hætta að hugsa um það sem er búið og fara að fókusa á það sem er fram undan. Það er 'march madness' fílingur í þessu, það er bara 'knockout' ef við töpum næsta leik þannig við ætlum að vinna,“ sagði Maciek að lokum.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira