Ný bylgja muni brotna á varnargarði bólusettra einstaklinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2021 20:19 Forsætisráðherrann sagði að stundum hefði baráttan verið háð í myrkri en vísindin hefðu kveikt ljósið. Getty „Eftir á að hyggja er eflaust margt sem við vildum óska að við hefðum vitað og margt sem við vildum óska að við hefðum gert öðruvísi, eftir á að hyggja, af því að við vorum að berjast við nýjan sjúkdóm undir allt öðruvísi kringumstæðum en nokkur fyrrverandi stjórnvöld gátu ímyndað sér.“ Þetta sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á blaðamannafundi í dag þar sem hann fór yfir stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu og leit bæði um öxl og til framtíðar. Hann sagði að á „réttum tímapunkti“ yrði minnisvarði reistur þeim sem látið hefðu lífið af völdum SARS-CoV-2 og að tímabilsins alls yrði minnst. Þá sagði hann framtíð landsins velta á því að skólabörnum og öðru námsfólki yrði bættur sá skaði sem það hefði orðið fyrir. „Ég tel sannarlega að þetta sé eitthvað sem við munum öll minnast og kljást við á ólíkan hátt, og í mínu tilviki, eins lengi og ég lifi,“ sagði Johnson, sem veiktist sjálfur alvarlega af Covid-19. Þjóðin hefði sýnt hugrekki og þolgæði Johnson hrósaði þjóðinni fyrir hugrekki og aga og sagði hana hafa sýnt mikið þolgæði. Þjóðin hefði upplifað mikinn missi en samkvæmt nýjustu gögnun hafa 149.117 látist af völdum Covid-19 í Bretlandi frá því að heimsfaraldurinn fór af stað. Forsætisráðherrann sagði að á sumum tímum hefði baráttan verið háð í myrkri en vísindin hefðu kveikt ljósið og hjálpað ríkjum heims að ná vopnum sínum með þróun bóluefna. Johnson sagði að eftir þrjár umferðir harðra sóttvarnaaðgerða væru Bretar smám saman að endurheimta frelsið, skref fyrir skref, og með hverri bólusetningu. Aðalráðgjafi breskra stjórnvalda í heilbrigðismálum, Chris Whitty, sagði ójöfnur og sveigjur á veginum en að ný bylgja myndi brotna á varnargarði bólusettra einstaklinga. Hann sagði að það hefði ekki verið fyrr en fólk fór að leggjast inn á spítala og deyja sem menn áttuðu sig á hversu hratt ástandið var að þróast. Annar ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, Patrick Vallance, gekkst hins vegar við því að miklu hefði munað ef meira hefði verið skimað í upphafi faraldursins. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Þetta sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á blaðamannafundi í dag þar sem hann fór yfir stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu og leit bæði um öxl og til framtíðar. Hann sagði að á „réttum tímapunkti“ yrði minnisvarði reistur þeim sem látið hefðu lífið af völdum SARS-CoV-2 og að tímabilsins alls yrði minnst. Þá sagði hann framtíð landsins velta á því að skólabörnum og öðru námsfólki yrði bættur sá skaði sem það hefði orðið fyrir. „Ég tel sannarlega að þetta sé eitthvað sem við munum öll minnast og kljást við á ólíkan hátt, og í mínu tilviki, eins lengi og ég lifi,“ sagði Johnson, sem veiktist sjálfur alvarlega af Covid-19. Þjóðin hefði sýnt hugrekki og þolgæði Johnson hrósaði þjóðinni fyrir hugrekki og aga og sagði hana hafa sýnt mikið þolgæði. Þjóðin hefði upplifað mikinn missi en samkvæmt nýjustu gögnun hafa 149.117 látist af völdum Covid-19 í Bretlandi frá því að heimsfaraldurinn fór af stað. Forsætisráðherrann sagði að á sumum tímum hefði baráttan verið háð í myrkri en vísindin hefðu kveikt ljósið og hjálpað ríkjum heims að ná vopnum sínum með þróun bóluefna. Johnson sagði að eftir þrjár umferðir harðra sóttvarnaaðgerða væru Bretar smám saman að endurheimta frelsið, skref fyrir skref, og með hverri bólusetningu. Aðalráðgjafi breskra stjórnvalda í heilbrigðismálum, Chris Whitty, sagði ójöfnur og sveigjur á veginum en að ný bylgja myndi brotna á varnargarði bólusettra einstaklinga. Hann sagði að það hefði ekki verið fyrr en fólk fór að leggjast inn á spítala og deyja sem menn áttuðu sig á hversu hratt ástandið var að þróast. Annar ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, Patrick Vallance, gekkst hins vegar við því að miklu hefði munað ef meira hefði verið skimað í upphafi faraldursins.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira