Hörðustu samkomutakmarkanir til þessa taka gildi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. mars 2021 07:10 Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað vegna stöðunnar í faraldrinum og Landspítalinn er kominn á hættustig. Vísir/RAX Hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Aðgerðirnar ná til landsins alls. Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað og þá er Landspítalinn kominn á hættustig. Þessar hörðu aðgerðir voru kynntar í gær eftir að sautján manns greindust innanlands á þriðjudag. Þar af voru þrír utan sóttkvíar en hinir fjórtán voru í sóttkví. Breska afbrigði veirunnar er nú ráðandi í faraldrinum en það er meira smitandi en aðrir stofnar hennar. Þá er talið að það geti valdið meiri veikindum og leggist meira á börn og ungt fólk. Sóttvarnaaðgerðirnar gilda í þrjár vikur. Ekki mega fleiri en tíu koma saman og gilda fjöldatakmörk að meginreglu fyrir alla nema börn sem fædd eru 2015 eða síðar. Grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum hefur verið gert að loka en leikskólar verða áfram opnir. Þó eru leikskólar á höfuðborgarsvæðinu lokaðir til hádegis í dag. Fjölmargri annarri starfsemi er einnig lokað en hér fyrir neðan má sjá helstu breytingar á samkomutakmörkunum sem hafa tekið gildi. Þá má lesa nánar um aðgerðirnar í reglugerð heilbrigðisráðherra. Neðst í fréttinni má síðan fylgjast með vaktinni þar sem greint verður frá öllum helstu vendingum í tengslum við faraldurinn í dag.
Þessar hörðu aðgerðir voru kynntar í gær eftir að sautján manns greindust innanlands á þriðjudag. Þar af voru þrír utan sóttkvíar en hinir fjórtán voru í sóttkví. Breska afbrigði veirunnar er nú ráðandi í faraldrinum en það er meira smitandi en aðrir stofnar hennar. Þá er talið að það geti valdið meiri veikindum og leggist meira á börn og ungt fólk. Sóttvarnaaðgerðirnar gilda í þrjár vikur. Ekki mega fleiri en tíu koma saman og gilda fjöldatakmörk að meginreglu fyrir alla nema börn sem fædd eru 2015 eða síðar. Grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum hefur verið gert að loka en leikskólar verða áfram opnir. Þó eru leikskólar á höfuðborgarsvæðinu lokaðir til hádegis í dag. Fjölmargri annarri starfsemi er einnig lokað en hér fyrir neðan má sjá helstu breytingar á samkomutakmörkunum sem hafa tekið gildi. Þá má lesa nánar um aðgerðirnar í reglugerð heilbrigðisráðherra. Neðst í fréttinni má síðan fylgjast með vaktinni þar sem greint verður frá öllum helstu vendingum í tengslum við faraldurinn í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira