Nadine verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2021 17:38 Nadine Guðrún Yaghi fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Vísir/Vilhelm Tilkynnt var um verðlaunahafa Blaðamannaverðlaunanna í beinu streymi frá húsakynnum Blaðamannafélagsins í dag. Nadine Guðrún Yaghi, fréttamaður Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir umfjöllun sína um mistök við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu. Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hlutu þrjár tilnefningar til verðlaunanna í ár. Verðlaunin voru veitt í fjórum flokkum eins og áður og voru verðlaunahafar eftirfarandi: Umfjöllun ársins Sunna Ósk Logadóttir, Bára Huld Beck, Þórður Snær Júlíusson, Arnar Þór Ingólfsson og Jónas Atli Gunnarsson á Kjarnanum, fyrir umfjöllun um eldsvoðann á Bræðraborgarstíg 1 og margháttaðar afleiðingar hans. Umsögn dómnefndar: Í umfangsmikilli umfjöllun er fjallað af næmni og dýpt um mannskæðan húsbruna á Bræðraborgarstíg 1 í Reykjavík í fyrrasumar. Blaðamennirnir nálgast atburðinn frá ótal hliðum, frá þeim mannlega harmleik sem átti sér stað, yfir í kerfislæga jaðarsetningu og oft á tíðum óboðlegan aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi. Viðtal ársins Orri Páll Ormarsson á Morgunblaðinu, fyrir viðtal við Ingva Hrafn Jónsson Umsögn dómnefndar: Í viðtali Orra Páls við Ingva Hrafn Jónsson undir fyrirsögninni Vill lögleiða dánaraðstoð er dregin upp ný hlið á annars þjóðþekktum manni. Ingvi Hrafn ræðir bróðurmissi á liðnu ári og þau djúpstæðu áhrif sem ákvörðun bróður hans um að þiggja dánaraðstoð hafði á hann. Í framhaldinu fjallaði Orri Páll nánar um dánaraðstoð og dýpkaði með umfjöllun sinni umræðu um þetta viðkvæma mál. Nadine var verðlaunuð fyrir umfjöllun sína um mistök sem gerð voru við greiningu sýna hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.Vísir/Vilhelm Rannsóknarblaðamennska Nadine Guðrún Yaghi, Fréttastofu Stöðvar tvö, Bylgjunnar og Vísis, fyrir umfjöllun um umfangsmikil og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningar á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Umsögn dómnefndar: Nadine Guðrún Yaghi afhjúpaði umfangsmikil og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningu á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Fréttaflutningurinn leiddi til þess að þúsundir sýna voru endurgreind og fjöldi frumubreytinga, sem ella hefðu ekki fundist, komu í ljós. Sögð var saga kvenna sem höfðu ýmist greinst með ólæknandi krabbamein, farið í legnám eða látist. Umfjöllunin varpaði ljósi á brotalöm í greiningarferli sem notið hefur trausts. Blaðamannaverðlaun ársins Þórhildur Þorkelsdóttir, RÚV, fyrir fréttaflutning og viðtöl í tengslum við erfið og oft viðkvæm mál. Umsögn dómnefndar: Þórhildur fjallaði meðal annars um ótrúlegt björgunarafrek í Hafnarfjarðarhöfn, alvarleg mistök læknis á bráðamóttöku, kynferðisbrot á þroskaskertri konu í dagvistun á vegum Reykjavíkurborgar. Í þessum málum og fleirum sem Þórhildur hefur fjallað um tekur hún ítarleg, greinargóð og einnig áhrifarík viðtöl við þolendur og aðra sem að málum koma og dýpkar með því skilning bæði á atburðunum sjálfum og afleiðingum þeirra. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaun tilkynnt Klukkan 17 verður tilkynnt hverjir hljóta Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir síðasta ár. Vegna samkomutakmarkanna verður athöfnin í streymi. 26. mars 2021 16:15 Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tilnefndir til þrennra blaðamannaverðlauna Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi hafa verið tilnefndar til blaðamannaverðlaunanna í flokknum Umfjöllun ársins fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi. 19. mars 2021 14:42 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hlutu þrjár tilnefningar til verðlaunanna í ár. Verðlaunin voru veitt í fjórum flokkum eins og áður og voru verðlaunahafar eftirfarandi: Umfjöllun ársins Sunna Ósk Logadóttir, Bára Huld Beck, Þórður Snær Júlíusson, Arnar Þór Ingólfsson og Jónas Atli Gunnarsson á Kjarnanum, fyrir umfjöllun um eldsvoðann á Bræðraborgarstíg 1 og margháttaðar afleiðingar hans. Umsögn dómnefndar: Í umfangsmikilli umfjöllun er fjallað af næmni og dýpt um mannskæðan húsbruna á Bræðraborgarstíg 1 í Reykjavík í fyrrasumar. Blaðamennirnir nálgast atburðinn frá ótal hliðum, frá þeim mannlega harmleik sem átti sér stað, yfir í kerfislæga jaðarsetningu og oft á tíðum óboðlegan aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi. Viðtal ársins Orri Páll Ormarsson á Morgunblaðinu, fyrir viðtal við Ingva Hrafn Jónsson Umsögn dómnefndar: Í viðtali Orra Páls við Ingva Hrafn Jónsson undir fyrirsögninni Vill lögleiða dánaraðstoð er dregin upp ný hlið á annars þjóðþekktum manni. Ingvi Hrafn ræðir bróðurmissi á liðnu ári og þau djúpstæðu áhrif sem ákvörðun bróður hans um að þiggja dánaraðstoð hafði á hann. Í framhaldinu fjallaði Orri Páll nánar um dánaraðstoð og dýpkaði með umfjöllun sinni umræðu um þetta viðkvæma mál. Nadine var verðlaunuð fyrir umfjöllun sína um mistök sem gerð voru við greiningu sýna hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.Vísir/Vilhelm Rannsóknarblaðamennska Nadine Guðrún Yaghi, Fréttastofu Stöðvar tvö, Bylgjunnar og Vísis, fyrir umfjöllun um umfangsmikil og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningar á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Umsögn dómnefndar: Nadine Guðrún Yaghi afhjúpaði umfangsmikil og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningu á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Fréttaflutningurinn leiddi til þess að þúsundir sýna voru endurgreind og fjöldi frumubreytinga, sem ella hefðu ekki fundist, komu í ljós. Sögð var saga kvenna sem höfðu ýmist greinst með ólæknandi krabbamein, farið í legnám eða látist. Umfjöllunin varpaði ljósi á brotalöm í greiningarferli sem notið hefur trausts. Blaðamannaverðlaun ársins Þórhildur Þorkelsdóttir, RÚV, fyrir fréttaflutning og viðtöl í tengslum við erfið og oft viðkvæm mál. Umsögn dómnefndar: Þórhildur fjallaði meðal annars um ótrúlegt björgunarafrek í Hafnarfjarðarhöfn, alvarleg mistök læknis á bráðamóttöku, kynferðisbrot á þroskaskertri konu í dagvistun á vegum Reykjavíkurborgar. Í þessum málum og fleirum sem Þórhildur hefur fjallað um tekur hún ítarleg, greinargóð og einnig áhrifarík viðtöl við þolendur og aðra sem að málum koma og dýpkar með því skilning bæði á atburðunum sjálfum og afleiðingum þeirra.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaun tilkynnt Klukkan 17 verður tilkynnt hverjir hljóta Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir síðasta ár. Vegna samkomutakmarkanna verður athöfnin í streymi. 26. mars 2021 16:15 Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tilnefndir til þrennra blaðamannaverðlauna Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi hafa verið tilnefndar til blaðamannaverðlaunanna í flokknum Umfjöllun ársins fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi. 19. mars 2021 14:42 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannaverðlaun tilkynnt Klukkan 17 verður tilkynnt hverjir hljóta Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir síðasta ár. Vegna samkomutakmarkanna verður athöfnin í streymi. 26. mars 2021 16:15
Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tilnefndir til þrennra blaðamannaverðlauna Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi hafa verið tilnefndar til blaðamannaverðlaunanna í flokknum Umfjöllun ársins fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi. 19. mars 2021 14:42