Kalla til fleiri dráttarbáta og vilja forðast að afferma skipið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2021 10:03 Skipið er fast. Pikkfast. Gervihnattamynd/2021 Maxar Technologies. Búið er að kalla út tvo dráttarbáta til viðbótar við þá sem fyrir eru í Súes-skurðinum, til þess að reyna að losa hið 220 þúsund tonna flutningaskip Ever Given, sem situr nú fast og lokar skurðinum fyrir alla umferð. Svo kann að fara að afferma þurfi skipið. Skipið, sem er yfir 400 metrar að lengd festist síðastliðinn þriðjudag í þrengsta hluta skurðarins. Síðan þá hafa engin skip komist í gegnum skurðinn, sem liggur í gegn um Egyptaland, og er helsta skipaflutningaleiðin milli Evrópu og Asíu. Meðalverðmæti varnings sem fer að jafnaði í gegnum skurðinn er metið á um níu milljarða Bandaríkjadala á dag, eða yfir eitt þúsund og eitt hundruð milljarða króna. Yfir þrjú hundruð skip bíða þess nú að geta siglt í gegnum skurðinn. AP-fréttaveitan hefur eftir háttsettum starfsmanni hafnaryfirvalda í skurðinum að í dag verði gerð tilraun til þess að losa skipið þegar tekur að flæða inn. Líklegt er að afferma þurfi skipið, í það minnsta að hluta. Yfirvöld hafa litið á það sem lokaúrræði, þar sem líklegt er að það bæti að minnsta kosti fáeinum dögum við þann tíma sem skurðurinn verður lokaður. Rannsóknir benda hver í sína átt Í gær sagði Osama Rabei, yfirmaður hafnaryfirvalda hjá Súes-skurðinum að sviptivindar væru líklega ekki eina ástæða þess að skipið strandaði, en því hefur verið haldið fram af ýmsum sérfræðingum. Kvaðst Rabei ekki geta útilokað að mannleg mistök eða tæknileg bilun hefðu valdið því að skipið strandaði. Fyrirætkið Bernard Schulte, sem fer með rekstur Ever Given, hefur ítrekað að frumniðurstöður úr rannsókn á vegum fyrirtækisins bendi ekki til þess að bilun í tækjabúnaði skipsins hafi valdið því að skipið festist. Minnst ein skýrsla byggð á annarri rannsókn bendir þó til þess að skipið hafi skyndilega orðið rafmagnslaust þegar það strandaði. AP-hefur eftir Rabei að hann vonaði að ekki kæmi til affermingar skipsins en bætti því við að um væri að ræða erfiða stöðu. Hann kvaðst þá ekki vita hvenær skipið yrði losað. „Ég get ekki sagt það, af því ég veit það ekki.“ Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Tengdar fréttir Um tuttugu skip með búfénað innanborð komast ekki leiðar sinnar um Súes-skurðinn Að minnsta kosti 20 skip með búfénað innanborðs komast ekki leiðar sinnar vegna skipsins sem strandaði í Súes-skurðinum í Egyptalandi. Hið 220 þúsund tonna Ever Given lokar skurðinum, þannig að um 200 skip eru föst. 27. mars 2021 09:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Skipið, sem er yfir 400 metrar að lengd festist síðastliðinn þriðjudag í þrengsta hluta skurðarins. Síðan þá hafa engin skip komist í gegnum skurðinn, sem liggur í gegn um Egyptaland, og er helsta skipaflutningaleiðin milli Evrópu og Asíu. Meðalverðmæti varnings sem fer að jafnaði í gegnum skurðinn er metið á um níu milljarða Bandaríkjadala á dag, eða yfir eitt þúsund og eitt hundruð milljarða króna. Yfir þrjú hundruð skip bíða þess nú að geta siglt í gegnum skurðinn. AP-fréttaveitan hefur eftir háttsettum starfsmanni hafnaryfirvalda í skurðinum að í dag verði gerð tilraun til þess að losa skipið þegar tekur að flæða inn. Líklegt er að afferma þurfi skipið, í það minnsta að hluta. Yfirvöld hafa litið á það sem lokaúrræði, þar sem líklegt er að það bæti að minnsta kosti fáeinum dögum við þann tíma sem skurðurinn verður lokaður. Rannsóknir benda hver í sína átt Í gær sagði Osama Rabei, yfirmaður hafnaryfirvalda hjá Súes-skurðinum að sviptivindar væru líklega ekki eina ástæða þess að skipið strandaði, en því hefur verið haldið fram af ýmsum sérfræðingum. Kvaðst Rabei ekki geta útilokað að mannleg mistök eða tæknileg bilun hefðu valdið því að skipið strandaði. Fyrirætkið Bernard Schulte, sem fer með rekstur Ever Given, hefur ítrekað að frumniðurstöður úr rannsókn á vegum fyrirtækisins bendi ekki til þess að bilun í tækjabúnaði skipsins hafi valdið því að skipið festist. Minnst ein skýrsla byggð á annarri rannsókn bendir þó til þess að skipið hafi skyndilega orðið rafmagnslaust þegar það strandaði. AP-hefur eftir Rabei að hann vonaði að ekki kæmi til affermingar skipsins en bætti því við að um væri að ræða erfiða stöðu. Hann kvaðst þá ekki vita hvenær skipið yrði losað. „Ég get ekki sagt það, af því ég veit það ekki.“
Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Tengdar fréttir Um tuttugu skip með búfénað innanborð komast ekki leiðar sinnar um Súes-skurðinn Að minnsta kosti 20 skip með búfénað innanborðs komast ekki leiðar sinnar vegna skipsins sem strandaði í Súes-skurðinum í Egyptalandi. Hið 220 þúsund tonna Ever Given lokar skurðinum, þannig að um 200 skip eru föst. 27. mars 2021 09:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Um tuttugu skip með búfénað innanborð komast ekki leiðar sinnar um Súes-skurðinn Að minnsta kosti 20 skip með búfénað innanborðs komast ekki leiðar sinnar vegna skipsins sem strandaði í Súes-skurðinum í Egyptalandi. Hið 220 þúsund tonna Ever Given lokar skurðinum, þannig að um 200 skip eru föst. 27. mars 2021 09:00