Hættu snarlega við öll páskaplön Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. mars 2021 21:15 Hugrún R. Hjaltadóttir og Guðrún Halla Benjamínsdóttir höfðu báðar skipulagt ferðalag yfir páskana. Þegar samkomutakmarkanir voru hertar hættu þær snarlega við. Samsett Landsmenn aflýstu margir páskafrísplönum strax og samkomutakmarkanir voru hertar í síðustu viku. Allt stefnir nú í rólega páska heima við, líkt og í fyrra. Hert samkomubann tók gildi 25. mars. Hótelstjórar sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að strax þá, þegar skíðasvæðum var lokað og viðburðum aflýst, hafi afbókanir tekið að hrannast inn. Áður hafði jafnvel verið fullbókað á hótelunum yfir páskana. „Það var mjög mikið afbókað. Við vorum með fullt hótel fyrir það. En nú er nóg laust. Það datt eiginlega allt niður,“ segir Kristján Þór Kristjánsson hjá Hótel Ísafirði í samtali við fréttastofu. „Það spilar inn í að Aldrei fór ég suður var aflýst og svo datt skíðasvæðið niður líka. Þetta var náttúrulega skellur.“ Hótel Ísafjörður.Vísir/Samúel Engin ferðalög og minna áfengi Þá virðast Íslendingar ætla að gæta meira hófs í áfengiskaupum í ár en í fyrra. Í gær, mánudaginn fyrir páska, seldust um tíu þúsund færri áfengislítrar hjá Vínbúðunum en sama dag fyrir ári síðan. Landsmenn virðast því ætla að ganga hægar um gleðinnar dyr um páskana en áætlað var. Næstum allir sem fréttastofa ræddi við fyrir utan Bónus í Skeifunni í dag höfðu aflýst páskaplönum. Hugrún R. Hjaltadóttir kvaðst ekki hafa skipulagt neitt um páskana. „Við ætluðum að fara fjölskyldan til Akureyrar og vera þar, og vonandi komast á skíði, en það varð auðvitað ekkert úr því.“ Hið sama var uppi á teningnum hjá Þórunni Baldvinsdóttur. „Plönin breyttust aðeins. Við ætluðum að fara norður, til Akureyrar, en enduðum á að vera bara heima.“ Hlýðum Víði og verum heima var viðkvæðið. „Planið var að fara heim til Ísafjarðar en í ljósi aðstæðna þá sló ég því á frest og var bara í Reykjavík,“ sagði Aron Guðmundsson. Og ákvaðstu þetta um leið og samkomutakmarkanir voru hertar þarna um daginn? „Já, um leið og fólk var beðið um að halda sig heima þá bara hlýðir maður því. Hlýðir Víði.“ Guðrún Halla Benjamínsdóttir ætlaði í sumarbústað yfir páskana en mun halda sig heima. „Við eigum að vera heima,“ sagði hún ákveðin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Páskar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Hert samkomubann tók gildi 25. mars. Hótelstjórar sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að strax þá, þegar skíðasvæðum var lokað og viðburðum aflýst, hafi afbókanir tekið að hrannast inn. Áður hafði jafnvel verið fullbókað á hótelunum yfir páskana. „Það var mjög mikið afbókað. Við vorum með fullt hótel fyrir það. En nú er nóg laust. Það datt eiginlega allt niður,“ segir Kristján Þór Kristjánsson hjá Hótel Ísafirði í samtali við fréttastofu. „Það spilar inn í að Aldrei fór ég suður var aflýst og svo datt skíðasvæðið niður líka. Þetta var náttúrulega skellur.“ Hótel Ísafjörður.Vísir/Samúel Engin ferðalög og minna áfengi Þá virðast Íslendingar ætla að gæta meira hófs í áfengiskaupum í ár en í fyrra. Í gær, mánudaginn fyrir páska, seldust um tíu þúsund færri áfengislítrar hjá Vínbúðunum en sama dag fyrir ári síðan. Landsmenn virðast því ætla að ganga hægar um gleðinnar dyr um páskana en áætlað var. Næstum allir sem fréttastofa ræddi við fyrir utan Bónus í Skeifunni í dag höfðu aflýst páskaplönum. Hugrún R. Hjaltadóttir kvaðst ekki hafa skipulagt neitt um páskana. „Við ætluðum að fara fjölskyldan til Akureyrar og vera þar, og vonandi komast á skíði, en það varð auðvitað ekkert úr því.“ Hið sama var uppi á teningnum hjá Þórunni Baldvinsdóttur. „Plönin breyttust aðeins. Við ætluðum að fara norður, til Akureyrar, en enduðum á að vera bara heima.“ Hlýðum Víði og verum heima var viðkvæðið. „Planið var að fara heim til Ísafjarðar en í ljósi aðstæðna þá sló ég því á frest og var bara í Reykjavík,“ sagði Aron Guðmundsson. Og ákvaðstu þetta um leið og samkomutakmarkanir voru hertar þarna um daginn? „Já, um leið og fólk var beðið um að halda sig heima þá bara hlýðir maður því. Hlýðir Víði.“ Guðrún Halla Benjamínsdóttir ætlaði í sumarbústað yfir páskana en mun halda sig heima. „Við eigum að vera heima,“ sagði hún ákveðin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Páskar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira