Lægð beinir til okkar hlýju lofti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2021 07:42 Það er spáð fínu veðri í dag víðast hvar. Vísir/Sigurjón Suðvestur af landinu er 1037 millibara lægð sem beinir til okkar hlýrri suðvestanátt. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að í dag verði víða vindur á bilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu en norðan- og norðvestanlands verði fimmtán til tuttugu metrar á sekúndu. Í kvöld mun svo hvessa á Austfjörðum. „Er líður á daginn þykknar upp á vestanverðu landinu og í kvöld verður komin súld eða rigning með köflum þar þó áfram verði bjartviðri austantil. Frostlaust verður á láglendi í dag, hiti 2 til 9 stig,“ segir í hugleiðingunum. Veðurhorfur á landinu: Vestan og suðvestan 5-13 m/s og bjartviðri en 15-20 norðan- og norðvestanlands eftir hádegi og austanland seint í kvöld. Þykknar upp vestantil með súld eða lítilsháttar rigningu með köflum síðdegis. Vestan og suðvestan víða 5-13 en víða hvassara í vindstrengjum við fjöll. Lítilsháttar rigning eða súld um landið noðan- og vestanvert en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 2 til 9 stig. Á fimmtudag (skírdagur): Vestan og suðvestan 5-13 m/s, skýjað og dálítil súld um vestan- og norðanvert landið en annars þurrt. Hiti 2 til 8 stig yfir daginn. Á föstudag (föstudagurinn langi): Suðvestan 5-13 m/s en heldur hvassara norðvestantil. Skýjað á vesturhelming landsins og súld eða rigning um kvöldið en þurrt og bjart veður eystra. Hiti 4 til 9 stig. Á laugardag: Vestan 10-18 m/s en snýst í norðan 10-18 seinnipartinn og um kvöldið. Snjókoma í fyrstu en éljagangur eftir hádegi, einkum norðantil. Ört kólnandi veður, talsvert frost um kvöldið. Á sunnudag (páskadagur): Allhvöss eða hvöss norðanátt og snjókoma eða él norðan- og austanlands en bjart með köflum suðvestantil. Áfram talsvert frost. Á mánudag (annar í páskum) og þriðjudag: Útlit fyrir breytileg átt, bjartviðri og hiti undir frostmarki. Veður Mest lesið Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Erlent Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Innlent Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Innlent Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erlent Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Innlent Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Innlent Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Erlent Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi Innlent 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Innlent Fleiri fréttir Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Sjá meira
„Er líður á daginn þykknar upp á vestanverðu landinu og í kvöld verður komin súld eða rigning með köflum þar þó áfram verði bjartviðri austantil. Frostlaust verður á láglendi í dag, hiti 2 til 9 stig,“ segir í hugleiðingunum. Veðurhorfur á landinu: Vestan og suðvestan 5-13 m/s og bjartviðri en 15-20 norðan- og norðvestanlands eftir hádegi og austanland seint í kvöld. Þykknar upp vestantil með súld eða lítilsháttar rigningu með köflum síðdegis. Vestan og suðvestan víða 5-13 en víða hvassara í vindstrengjum við fjöll. Lítilsháttar rigning eða súld um landið noðan- og vestanvert en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 2 til 9 stig. Á fimmtudag (skírdagur): Vestan og suðvestan 5-13 m/s, skýjað og dálítil súld um vestan- og norðanvert landið en annars þurrt. Hiti 2 til 8 stig yfir daginn. Á föstudag (föstudagurinn langi): Suðvestan 5-13 m/s en heldur hvassara norðvestantil. Skýjað á vesturhelming landsins og súld eða rigning um kvöldið en þurrt og bjart veður eystra. Hiti 4 til 9 stig. Á laugardag: Vestan 10-18 m/s en snýst í norðan 10-18 seinnipartinn og um kvöldið. Snjókoma í fyrstu en éljagangur eftir hádegi, einkum norðantil. Ört kólnandi veður, talsvert frost um kvöldið. Á sunnudag (páskadagur): Allhvöss eða hvöss norðanátt og snjókoma eða él norðan- og austanlands en bjart með köflum suðvestantil. Áfram talsvert frost. Á mánudag (annar í páskum) og þriðjudag: Útlit fyrir breytileg átt, bjartviðri og hiti undir frostmarki.
Veður Mest lesið Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Erlent Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Innlent Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Innlent Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erlent Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Innlent Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Innlent Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Erlent Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi Innlent 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Innlent Fleiri fréttir Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Sjá meira