Upplýsingar Íslendinga í stórum gagnaleka hjá Facebook Eiður Þór Árnason skrifar 4. apríl 2021 00:22 Gagnaöflun Facebook um notendur sína gerir fyrirtækið gjarnan að skotmarki netþrjóta sem vilja ólmir komast yfir persónuupplýsingar almennings. Getty/Hakan Nural Persónuupplýsingar 533 milljóna notenda Facebook frá 106 löndum hafa verið birtar á netinu. Í gögnunum má meðal annars finna nöfn, símanúmer, staðsetningagögn, fæðingardaga og netföng. Þar er ekki að finna lykilorð eða skilaboð. Gagnasafnið hefur verið birt á umræðuvettvangi hakkara en að sögn dreifingaraðilans má þar finna upplýsingar um 31.343 notendur Facebook á Íslandi. Öryggissérfræðingar hafa miklar áhyggjur af því að persónuupplýsingarnar verði notaðar af netglæpamönnum til að reyna að villa á sér heimildir og svindla á fólki. Í yfirlýsingu frá Facebook segir að um sé að ræða gamlan gagnaleka sem fyrst hafi verið greint frá árið 2019. Fyrirtækið segist þá hafa rakið lekann til hugbúnaðargalla í kerfum Facebook sem sé nú búið að lagfæra. Þó sé erfitt að hafa hemil á dreifingu upplýsinganna eftir að þær sleppa úr fórum samfélagsmiðlarisans. Gríðarlegt magn gagna Alon Gal, yfirmaður tæknimála hjá netöryggisfyrirtækinu Hudson Rock, tilkynnti birtingu gagnanna á laugardag. Hann segir á Twitter að óvenjulegt sé að hakkarar dreifi stórum gagnasöfnum úr lekum víða þar sem markmiðið sé gjarnan að reyna að selja aðgang að gögnunum sem lengst. Á endanum komist þó slík gagnasöfn gjarnan í hendurnar á aðilum sem ákveði að birta þau öðrum að endurgjaldslausu og það sé líklega staðan sem sé nú upp komin. Gal segir að fyrst núna sé hægt að átta sig á heildarumfangi gagnalekans sem átti sér stað hjá Facebook árið 2019 og ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að gögnin séu komin í mikla dreifingu. Business Insider var með fyrstu miðlunum til að greina frá birtingu gagnanna og hefur tekist að sannreyna að fjöldi símanúmera og netfanga tilheyri í raun þeim Facebook notendum sem þau eru tengd í gagnasafninu. Details include:Phone number, Facebook ID, Full name, Location, Past Location, Birthdate, (Sometimes) Email Address, Account Creation Date, Relationship Status, Bio.Bad actors will certainly use the information for social engineering, scamming, hacking and marketing.— Alon Gal (Under the Breach) (@UnderTheBreach) April 3, 2021 Netöryggi Persónuvernd Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Gagnasafnið hefur verið birt á umræðuvettvangi hakkara en að sögn dreifingaraðilans má þar finna upplýsingar um 31.343 notendur Facebook á Íslandi. Öryggissérfræðingar hafa miklar áhyggjur af því að persónuupplýsingarnar verði notaðar af netglæpamönnum til að reyna að villa á sér heimildir og svindla á fólki. Í yfirlýsingu frá Facebook segir að um sé að ræða gamlan gagnaleka sem fyrst hafi verið greint frá árið 2019. Fyrirtækið segist þá hafa rakið lekann til hugbúnaðargalla í kerfum Facebook sem sé nú búið að lagfæra. Þó sé erfitt að hafa hemil á dreifingu upplýsinganna eftir að þær sleppa úr fórum samfélagsmiðlarisans. Gríðarlegt magn gagna Alon Gal, yfirmaður tæknimála hjá netöryggisfyrirtækinu Hudson Rock, tilkynnti birtingu gagnanna á laugardag. Hann segir á Twitter að óvenjulegt sé að hakkarar dreifi stórum gagnasöfnum úr lekum víða þar sem markmiðið sé gjarnan að reyna að selja aðgang að gögnunum sem lengst. Á endanum komist þó slík gagnasöfn gjarnan í hendurnar á aðilum sem ákveði að birta þau öðrum að endurgjaldslausu og það sé líklega staðan sem sé nú upp komin. Gal segir að fyrst núna sé hægt að átta sig á heildarumfangi gagnalekans sem átti sér stað hjá Facebook árið 2019 og ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að gögnin séu komin í mikla dreifingu. Business Insider var með fyrstu miðlunum til að greina frá birtingu gagnanna og hefur tekist að sannreyna að fjöldi símanúmera og netfanga tilheyri í raun þeim Facebook notendum sem þau eru tengd í gagnasafninu. Details include:Phone number, Facebook ID, Full name, Location, Past Location, Birthdate, (Sometimes) Email Address, Account Creation Date, Relationship Status, Bio.Bad actors will certainly use the information for social engineering, scamming, hacking and marketing.— Alon Gal (Under the Breach) (@UnderTheBreach) April 3, 2021
Netöryggi Persónuvernd Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira