Ekki má skikka fólk í sóttkvíarhús Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2021 18:08 Fyrstu gestir sóttkvíarhótelsins komu á fimmtudag og munu þeir fara í seinni skimun á morgun. Vísir/Arnar Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða. Fréttablaðið segir fyrst frá. Tæplega þrjú hundruð manns dvöldu í sóttkvíarhúsinu í Þórunnartúni í nótt. Fyrstu gestir sóttkvíarhótelsins komu á fimmtudag og munu þeir fara í seinni skimun á morgun. „Niðurstaðan er sú að sleppa skuli mínum umbjóðanda án tafar og ákvörðun sóttvarnalæknis, þess efnis að umbjóðandi minn skuli dvelja í sóttkví í sóttvarahúsinu í húsnæði Fosshótels er felld úr gildi,“ segir Ómar Valdimarsson, lögmaður kæranda í málinu, í samtali við fréttastofu. „Það þýðir það að minn umbjóðandi labbar þarna út í kvöld en hann er reyndar að hugsa um að klára sóttkvína þar þar til á morgun. Hann var að gera þetta vegna prinsippsins en er að hugsa um að vera þarna í kvöld líka,“ segir Ómar. Hann segir að dómari hafi sagt í úrskurði að ástæða þess að hann hafi fellt ákvörðun sóttvarnalæknis úr gildi sé sú að umbjóðandi Ómars hafi aðstöðu til þess ljúka sóttkví á heimili sínu. „Þeir sem búa við sambærilegar aðstæður, að geta lokið sóttkví á heimili sínu, geta væntanlega gert ráð fyrir því að sambærileg sjónarmið myndu gilda. Ég get samt ekki fullyrt það að þetta sé fordæmisgefandi fyrir alla,“ segir Ómar. Fimm kærur hafa verið lagðar fram vegna málsins og varða þær tólf manns. Enn hafa tvær kæranna ekki verið teknar fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Von á niðurstöðu í málinu í dag: Mótfallinn lokuðu þinghaldi enda mál sem á „erindi til þjóðarinnar“ Jón Magnússon, lögmaður var mjög mótfallinn lokuðu þinghaldi í máli um sóttkvíarhótel. Hann telur málefnið eiga erindi til þjóðarinnar og segir það mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu. 5. apríl 2021 12:36 Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. 5. apríl 2021 12:05 „Gríðarlega veigamiklir hagsmunir“ fyrir alla sem dvelja á sóttkvíarhótelinu Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur er lokið en ekki er að vænta niðurstöðu fyrr en í fyrsta lagi á morgun í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli. Þetta staðfestir Ómar R. Valdimarsson lögmaður samtali við Vísi. 4. apríl 2021 19:12 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Fréttablaðið segir fyrst frá. Tæplega þrjú hundruð manns dvöldu í sóttkvíarhúsinu í Þórunnartúni í nótt. Fyrstu gestir sóttkvíarhótelsins komu á fimmtudag og munu þeir fara í seinni skimun á morgun. „Niðurstaðan er sú að sleppa skuli mínum umbjóðanda án tafar og ákvörðun sóttvarnalæknis, þess efnis að umbjóðandi minn skuli dvelja í sóttkví í sóttvarahúsinu í húsnæði Fosshótels er felld úr gildi,“ segir Ómar Valdimarsson, lögmaður kæranda í málinu, í samtali við fréttastofu. „Það þýðir það að minn umbjóðandi labbar þarna út í kvöld en hann er reyndar að hugsa um að klára sóttkvína þar þar til á morgun. Hann var að gera þetta vegna prinsippsins en er að hugsa um að vera þarna í kvöld líka,“ segir Ómar. Hann segir að dómari hafi sagt í úrskurði að ástæða þess að hann hafi fellt ákvörðun sóttvarnalæknis úr gildi sé sú að umbjóðandi Ómars hafi aðstöðu til þess ljúka sóttkví á heimili sínu. „Þeir sem búa við sambærilegar aðstæður, að geta lokið sóttkví á heimili sínu, geta væntanlega gert ráð fyrir því að sambærileg sjónarmið myndu gilda. Ég get samt ekki fullyrt það að þetta sé fordæmisgefandi fyrir alla,“ segir Ómar. Fimm kærur hafa verið lagðar fram vegna málsins og varða þær tólf manns. Enn hafa tvær kæranna ekki verið teknar fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Von á niðurstöðu í málinu í dag: Mótfallinn lokuðu þinghaldi enda mál sem á „erindi til þjóðarinnar“ Jón Magnússon, lögmaður var mjög mótfallinn lokuðu þinghaldi í máli um sóttkvíarhótel. Hann telur málefnið eiga erindi til þjóðarinnar og segir það mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu. 5. apríl 2021 12:36 Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. 5. apríl 2021 12:05 „Gríðarlega veigamiklir hagsmunir“ fyrir alla sem dvelja á sóttkvíarhótelinu Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur er lokið en ekki er að vænta niðurstöðu fyrr en í fyrsta lagi á morgun í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli. Þetta staðfestir Ómar R. Valdimarsson lögmaður samtali við Vísi. 4. apríl 2021 19:12 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Von á niðurstöðu í málinu í dag: Mótfallinn lokuðu þinghaldi enda mál sem á „erindi til þjóðarinnar“ Jón Magnússon, lögmaður var mjög mótfallinn lokuðu þinghaldi í máli um sóttkvíarhótel. Hann telur málefnið eiga erindi til þjóðarinnar og segir það mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu. 5. apríl 2021 12:36
Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. 5. apríl 2021 12:05
„Gríðarlega veigamiklir hagsmunir“ fyrir alla sem dvelja á sóttkvíarhótelinu Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur er lokið en ekki er að vænta niðurstöðu fyrr en í fyrsta lagi á morgun í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli. Þetta staðfestir Ómar R. Valdimarsson lögmaður samtali við Vísi. 4. apríl 2021 19:12