Hendur á læri og fáránleg tilboð í LA Ritstjórn Albumm skrifar 7. apríl 2021 14:31 Steinunn Camilla segir Einari Bárðar bransasögur í nýjum hlaðvarpsþáttum. Umboðsmaðurinn Steinunn Camilla eða Steinunn í Nylon eins og einhverjir þekkja hana er gestur í öðrum og þriðja þætti Öll trixin, hlaðvarpi Einars Bárðar sem nú er kominn á hlaðvarpsveitur. Það er tæplega til sá aðili sem fylgdist með tónlist á Íslandi síðustu 20 árin sem ekki þekkir til tengsla þeirra Einars. Hann stofnaði Nylon flokkinn sem Steinunn var meðlimur í og þau unnu saman bæði hér heima og í Bretlandi um nokkurra ára skeið. Í London gáfu telpurnar út tvö lög og náðu inn á topp 30 á breska vinsældalistanum Hérna heima gerðu stelpurnar þrjár plötur og eitthvað af einstökum, þá gerðu þær þáttaraðir á Skjá einum, DVD disk og bók sem eitthvað sé nefnt. Nylon flokkurinn þegar hann kom fram í lokaþætti X Factor þáttunum á Íslandi árið 2006. Frábært að rifja upp öll ævintýrin „Við Steinunn fengum okkur kaffi og spjölluðum um Nylon ævintýrið og árin sem tóku svo við hjá þeim í Bandaríkjunum. Það var skemmtileg upprifjun fyrir okkur bæði. Ég náði alltaf að fylgjast ágætlega með því sem þær voru að gera á LA árunum en var forvitin um að vita meira. Í dag er unun að fylgjast með Steinunni og Soffíu Kristínu samstarfskonu hennar en þær eru klárlega umboðsmenn Íslands í dag,” segir Einar. Á Wembley með Brian May og þaðan til LA Leiðir þeirra skildu þegar stelpurnar héldu til Los Angeles í kringum 2008 þar sem stelpurnar freistuðu gæfunnar en Einar og þær hafa alltaf haldið tengslum og hafa verið góðir vinir. Samtalið þeirra í hlaðvarpinu fer ansi víða frá áheyrnaprufum á Hilton yfir í búningsherbergi Brian May á Wembley árið 2006, til LA og aftur heim á toppinn í bransanum hérna heima á Íslandi. Svo hressilegt var það að ákveðið var að skipta því í tvo þætti merkta 2 og 3 en sá fyrri er meira um samstarfið og undanfara þess sem Steinunn er að gera í dag og sá seinni meiri um umboðsstörfin í dag. Hljómsveitin Nylon hittir Brian May. Eftirsóttur umboðsmaður Steinunn er einn eftirsóttasti umboðsmaður Íslands ásamt Kristínu Soffíu samstarfskonu hennar en saman reka þær Iceland Sync umboðsskrifstofuna og sinna erindum nokkurra all vinsælustu poppstjarna landsins. Þar nægir að nefna listafólk eins og Bríet, Auður, Krassa Sig, Cell7 og Klöru Elías. En sú velgengni fæddist ekki á einni nóttu og Steinunn segir það hafi tekið langan tíma fyrir hana að sanna sig fyrir bransanum hérna heima. Fólk hafi óafvitað jafnvel talað niður til hennar og henni leið stundum eins og hún fólk afskrifaði hana. “Þegar ég kom heim til Íslands eftir öll þessi ár í bransanum og fór að taka fyrstu fundina þessu tengt þá var stundum litið á mig og ég fann að fólk var að hugsa “veist þú eitthvað um þetta?”. Þrettán tilnefningar Í dag rekur Steinunn Iceland Sync umboðs skrifstofuna ásamt Kristínu Soffíu og saman hafa þær gert hana að einni eftirsóttustu umboðsskrifstofu landsins. Þegar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru lesnar upp um daginn fengu tveir umbjóðendur þeirra, þau Bríet og Auður samtals 13 tilnefningar. Árangur margra ára vinnu þeirra og undirbúningur þeirra beggja í námi erlendis og reynslu af öllu því sem þær hafa gengið í gegnum er þannig að skila sér margfalt fyrir þær og umbjóðendur þeirra í dag. Steinunn Camilla og Auður. „Við vorum bara börn“ Einar og Steinunn rifja upp byrjunina á Nylon flokknum. Þá voru stelpurnar boðaðar ásamt foreldrum þeirra á fund til að lesa yfir fyrsta samning á milli Concert, umboðaskrifstofu Einars, og stelpnanna fjögurra. Því þrátt fyrir að þær væru orðnar lögráða þá vildi umboðsskrifstofan hafa alla með í ráðum og gæta þess að allir vissu út frá hverju væri verið að vinna. Þá ræða þau allt frá áhorfendaprufunum að því þegar stelpurnar þvældust um Bretland þvert og sannarlega endilangt að skemmta í skólanum, félagsmiðstöðvum og stærstu tónleikasölum landsins með McFly, Girls Alloud og Westlife. Nylon flokkurinn á stórtónleikum á Laugardalsvelli sumarið 2007. Fengum fáránleg tilboð Steinunn talar um ævintýrin í Los Angeles með Ölmu og Klöru undir nafninu Charlies og hvernig gekk að þræða sig þrjár í gegnum karlalægan bransann. „Við vorum alveg í Me too-umhverfi en við vorum náttúrulega þrjár saman og það hjálpaði rosalega,” sagði Steinunn þegar Einar spurði þær út í það hvort einhverjir hefðu farið yfir strikið gagnvart þeim í „tilboðum”. „Við lendum í dinnerum þar sem voru lagðar hendur á bak og læri og alveg óþarfa hlutir. En við vorum þrjár og ég þakka fyrir það. Við lentum aldrei illa í því en ég játa það að við fengum fáránleg tilboð. En við vorum mættar til að tala um músík og ef það var ekki það sem var að gerast þá þökkuðum við bara fyrir matinn og sögðum bæ.” Tónlist Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið
Það er tæplega til sá aðili sem fylgdist með tónlist á Íslandi síðustu 20 árin sem ekki þekkir til tengsla þeirra Einars. Hann stofnaði Nylon flokkinn sem Steinunn var meðlimur í og þau unnu saman bæði hér heima og í Bretlandi um nokkurra ára skeið. Í London gáfu telpurnar út tvö lög og náðu inn á topp 30 á breska vinsældalistanum Hérna heima gerðu stelpurnar þrjár plötur og eitthvað af einstökum, þá gerðu þær þáttaraðir á Skjá einum, DVD disk og bók sem eitthvað sé nefnt. Nylon flokkurinn þegar hann kom fram í lokaþætti X Factor þáttunum á Íslandi árið 2006. Frábært að rifja upp öll ævintýrin „Við Steinunn fengum okkur kaffi og spjölluðum um Nylon ævintýrið og árin sem tóku svo við hjá þeim í Bandaríkjunum. Það var skemmtileg upprifjun fyrir okkur bæði. Ég náði alltaf að fylgjast ágætlega með því sem þær voru að gera á LA árunum en var forvitin um að vita meira. Í dag er unun að fylgjast með Steinunni og Soffíu Kristínu samstarfskonu hennar en þær eru klárlega umboðsmenn Íslands í dag,” segir Einar. Á Wembley með Brian May og þaðan til LA Leiðir þeirra skildu þegar stelpurnar héldu til Los Angeles í kringum 2008 þar sem stelpurnar freistuðu gæfunnar en Einar og þær hafa alltaf haldið tengslum og hafa verið góðir vinir. Samtalið þeirra í hlaðvarpinu fer ansi víða frá áheyrnaprufum á Hilton yfir í búningsherbergi Brian May á Wembley árið 2006, til LA og aftur heim á toppinn í bransanum hérna heima á Íslandi. Svo hressilegt var það að ákveðið var að skipta því í tvo þætti merkta 2 og 3 en sá fyrri er meira um samstarfið og undanfara þess sem Steinunn er að gera í dag og sá seinni meiri um umboðsstörfin í dag. Hljómsveitin Nylon hittir Brian May. Eftirsóttur umboðsmaður Steinunn er einn eftirsóttasti umboðsmaður Íslands ásamt Kristínu Soffíu samstarfskonu hennar en saman reka þær Iceland Sync umboðsskrifstofuna og sinna erindum nokkurra all vinsælustu poppstjarna landsins. Þar nægir að nefna listafólk eins og Bríet, Auður, Krassa Sig, Cell7 og Klöru Elías. En sú velgengni fæddist ekki á einni nóttu og Steinunn segir það hafi tekið langan tíma fyrir hana að sanna sig fyrir bransanum hérna heima. Fólk hafi óafvitað jafnvel talað niður til hennar og henni leið stundum eins og hún fólk afskrifaði hana. “Þegar ég kom heim til Íslands eftir öll þessi ár í bransanum og fór að taka fyrstu fundina þessu tengt þá var stundum litið á mig og ég fann að fólk var að hugsa “veist þú eitthvað um þetta?”. Þrettán tilnefningar Í dag rekur Steinunn Iceland Sync umboðs skrifstofuna ásamt Kristínu Soffíu og saman hafa þær gert hana að einni eftirsóttustu umboðsskrifstofu landsins. Þegar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru lesnar upp um daginn fengu tveir umbjóðendur þeirra, þau Bríet og Auður samtals 13 tilnefningar. Árangur margra ára vinnu þeirra og undirbúningur þeirra beggja í námi erlendis og reynslu af öllu því sem þær hafa gengið í gegnum er þannig að skila sér margfalt fyrir þær og umbjóðendur þeirra í dag. Steinunn Camilla og Auður. „Við vorum bara börn“ Einar og Steinunn rifja upp byrjunina á Nylon flokknum. Þá voru stelpurnar boðaðar ásamt foreldrum þeirra á fund til að lesa yfir fyrsta samning á milli Concert, umboðaskrifstofu Einars, og stelpnanna fjögurra. Því þrátt fyrir að þær væru orðnar lögráða þá vildi umboðsskrifstofan hafa alla með í ráðum og gæta þess að allir vissu út frá hverju væri verið að vinna. Þá ræða þau allt frá áhorfendaprufunum að því þegar stelpurnar þvældust um Bretland þvert og sannarlega endilangt að skemmta í skólanum, félagsmiðstöðvum og stærstu tónleikasölum landsins með McFly, Girls Alloud og Westlife. Nylon flokkurinn á stórtónleikum á Laugardalsvelli sumarið 2007. Fengum fáránleg tilboð Steinunn talar um ævintýrin í Los Angeles með Ölmu og Klöru undir nafninu Charlies og hvernig gekk að þræða sig þrjár í gegnum karlalægan bransann. „Við vorum alveg í Me too-umhverfi en við vorum náttúrulega þrjár saman og það hjálpaði rosalega,” sagði Steinunn þegar Einar spurði þær út í það hvort einhverjir hefðu farið yfir strikið gagnvart þeim í „tilboðum”. „Við lendum í dinnerum þar sem voru lagðar hendur á bak og læri og alveg óþarfa hlutir. En við vorum þrjár og ég þakka fyrir það. Við lentum aldrei illa í því en ég játa það að við fengum fáránleg tilboð. En við vorum mættar til að tala um músík og ef það var ekki það sem var að gerast þá þökkuðum við bara fyrir matinn og sögðum bæ.”
Tónlist Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið