Búa sig undir fyrsta þyrluflugið á öðrum hnetti Kjartan Kjartansson skrifar 7. apríl 2021 23:57 Þyrilvængjan Ingenuity á yfirborði Mars. Könnunarjeppinn Perseverance tók myndina 5. apríl 2021. NASA/JPL-Caltech/ASU Undirbúningur fyrir fyrsta flug þyrilvængjunnar Ingenuity á Mars er nú í fullum gangi. Flygildið var losað undan könnunarjeppanum Perseverance um helgina og stefnt er að fyrstu flugferðinni á sunnudag. Það verður fyrsta farartæki manna sem flýgur á annarri reikistjörnu undir eigin afli. Ingenuity er lítil þyrilvængja sem var fest á kviðinn á Perseverance sem lenti á rauðu reikistjörnunni 18. febrúar. Hún var losuð frá móðurfarinu á litlum „flugvellI“ í Jezero-gígnum á laugardag. Þrýstiloftstilraunastofa NASA (JPL) segir að vængjan hafi lifað af fyrstu nóttina sína í um 90°C frosti á yfirborði Mars. Frostið hefði getað eyðilagt viðkvæman rafeindabúnað en svo virðist sem að einangrun vængjunnar hafi staðið sig í stykkinu. Sólarsellur Ingenuity safna nú daufum sólargeislum til að knýja fyrstu flugferðina. Í dag stóð til að losa um spaða vængjunnar sem hafa verið í fjörtum frá því að hún lagði af stað frá jörðinni. Gangi það að óskum taka við tilraunir með spaðana og mótorinn sem knýr þá næstu daga. Fyrsta flugferðin verður í fyrsta lagi sunnudaginn 11. apríl. Þá á farið að klífa upp í um þriggja metra hæð og svífa þar í hálfa mínútu áður en það lendir aftur. Ætlunin er að fara í nokkrar tilraunaflugferðir á næstu vikum sem háskerpumyndavél um borð í Perseverance á að festa á „filmu“. Engin vísindatæki eru um borð í Ingenuity en farinu er aðeins ætlað að prófa flug í þunnu loftinu á Mars. Mun erfiðara er að fljúga á Mars en á jörðinni. Þó að þyngdarkraftur Mars sé aðeins þriðjungur af þyngdarkrafti jarðarinnar er lofthjúpurinn næfurþunnur, aðeins 1% af þykkt lofthjúps jarðar. Þyrfti að taka á loft á hljóðhraða Randall Munroe, höfundur vefmyndasögunnar XKCD, fjallaði um flugferðir á öðrum hnöttum í sólkerfinu í bók sinni „Hvað ef?“. Kjarnorkuknúin Cessna-flugvél sem hann notaði sem forsendu í útreikningum sínum vegnaði ekki vel á Mars. Lofthjúpurinn er svo þunnur að til þess að fá lyftikraft þyrfti hún að ferðast á hljóðhraða bara til að komast á loft. Þegar hún væri komin á ferðina væri nær ógjörningur að stýra henni vegna hverfitregðu. Flugvélin snerist bókstaflega en héldi áfram að fljúga í sömu átt. Jafnvel þó að Cessna-vélinni væri látin falla úr eins kílómetra hæð yfir yfirborði Mars næði hún ekki nægum hraða til að rétta sig af og svífa. Brotlendingin yrði harkaleg. Til þess að ná svifi þyrfti að sleppa vélinni í fjögurra til fimm kílómetra hæð. Þá svifi hún á hálfum hljóðhraða. Því miður fyrir flugmanninn væri ekki hægt að lifa lendinguna af. Mars Vísindi Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39 Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Ingenuity er lítil þyrilvængja sem var fest á kviðinn á Perseverance sem lenti á rauðu reikistjörnunni 18. febrúar. Hún var losuð frá móðurfarinu á litlum „flugvellI“ í Jezero-gígnum á laugardag. Þrýstiloftstilraunastofa NASA (JPL) segir að vængjan hafi lifað af fyrstu nóttina sína í um 90°C frosti á yfirborði Mars. Frostið hefði getað eyðilagt viðkvæman rafeindabúnað en svo virðist sem að einangrun vængjunnar hafi staðið sig í stykkinu. Sólarsellur Ingenuity safna nú daufum sólargeislum til að knýja fyrstu flugferðina. Í dag stóð til að losa um spaða vængjunnar sem hafa verið í fjörtum frá því að hún lagði af stað frá jörðinni. Gangi það að óskum taka við tilraunir með spaðana og mótorinn sem knýr þá næstu daga. Fyrsta flugferðin verður í fyrsta lagi sunnudaginn 11. apríl. Þá á farið að klífa upp í um þriggja metra hæð og svífa þar í hálfa mínútu áður en það lendir aftur. Ætlunin er að fara í nokkrar tilraunaflugferðir á næstu vikum sem háskerpumyndavél um borð í Perseverance á að festa á „filmu“. Engin vísindatæki eru um borð í Ingenuity en farinu er aðeins ætlað að prófa flug í þunnu loftinu á Mars. Mun erfiðara er að fljúga á Mars en á jörðinni. Þó að þyngdarkraftur Mars sé aðeins þriðjungur af þyngdarkrafti jarðarinnar er lofthjúpurinn næfurþunnur, aðeins 1% af þykkt lofthjúps jarðar. Þyrfti að taka á loft á hljóðhraða Randall Munroe, höfundur vefmyndasögunnar XKCD, fjallaði um flugferðir á öðrum hnöttum í sólkerfinu í bók sinni „Hvað ef?“. Kjarnorkuknúin Cessna-flugvél sem hann notaði sem forsendu í útreikningum sínum vegnaði ekki vel á Mars. Lofthjúpurinn er svo þunnur að til þess að fá lyftikraft þyrfti hún að ferðast á hljóðhraða bara til að komast á loft. Þegar hún væri komin á ferðina væri nær ógjörningur að stýra henni vegna hverfitregðu. Flugvélin snerist bókstaflega en héldi áfram að fljúga í sömu átt. Jafnvel þó að Cessna-vélinni væri látin falla úr eins kílómetra hæð yfir yfirborði Mars næði hún ekki nægum hraða til að rétta sig af og svífa. Brotlendingin yrði harkaleg. Til þess að ná svifi þyrfti að sleppa vélinni í fjögurra til fimm kílómetra hæð. Þá svifi hún á hálfum hljóðhraða. Því miður fyrir flugmanninn væri ekki hægt að lifa lendinguna af.
Mars Vísindi Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39 Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39
Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30