Sprengigos hafið á eyjunni Sankti Vinsent Eiður Þór Árnason skrifar 9. apríl 2021 15:00 Eldfjallið spúir miklu magni af gosefnum og gasi út í andrúmsloftið. UWI Seismic Research Centre Sprengigos er hafið í eldfjallinu La Soufrière á eyjunni Sankti Vinsent í Karíbahafi. Mikið öskufall er á nærliggjandi svæði en ekki hafa borist tilkynningar um manntjón. Á síðustu dögum hefur virkni í eldfjallinu aukist til muna þar sem eldgos var þegar hafið. Í nótt var staðan metin á þann veg að sprengigos kunni að vera yfirvofandi, líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag. Yfirvöld fyrirskipuðu í nótt 1.600 manns sem búa á norðurhluta eyjunnar að yfirgefa heimili sín vegna hættunnar en almannavarnir staðfestu í dag að sprengigos væri hafið. Jarðvísindastofnun Háskólans í Vestur-Indíum segir að sprengigosið hafi byrjað klukkan 8:41 að staðartíma en jarðskjálftavirkni hafði mælst á svæðinu frá því í gær. Voru skjálftarnir taldir vera merki um að kvika væri að nálgast yfirborðið. Photos from the explosive eruption that occurred at La Soufriere, SVG at 8:41 am local time. Ash has begun to fall on the flanks of the volcano and surrounding communities including Chateaubelair and Petite Bordel. Some has gone offshore and has even reached the Observatory. #svg pic.twitter.com/geoG4nOyrK— UWISeismic Research (@uwiseismic) April 9, 2021 Að sögn almannavarna nær öskustrókur nú yfir sex þúsund metra upp í loftið og er á leið austur yfir Atlantshafið. Erouscilla Joseph, yfirmaður jarðvísindastofnunarinnar, varaði við því í samtali við AP-fréttaveituna að hugsanlega sé von á frekari sprengingum. Fjórum skemmtiferðaskipum hefur verið siglt til eyjarinnar til að aðstoða við rýmingu. Forsætisráðherrann Ralph Gonsalves sagði á blaðamannafundi að einungis þeir sem hafi verið bólusettir við Covid-19 fái að fara um borð í skipin eða fái úthlutað tímabundnu hæli á nærliggjandi eyjum. The majesty that is #LaSoufrière is awake in all her terrifying glory. https://t.co/2rnbZg1baM pic.twitter.com/ZBYgS6mHcT— Heidi Badenock (@heidibadenock) April 9, 2021 Yfirvöld í Sankti Lucia, Grenada, Barbados og Antigua hafa samþykkt að taka við fólki sem flýr nú gosið. Fram kemur á Vísindavefnum að sprengigos einkennist af mikilli gosgufu og gosmöl. Stafa þau aðallega af skyndilegri losun reikulla efna, einkum vatns, úr kvikunni við lágan þrýsting. Rísi bergbráð hratt upp úr jörðu verður ferlið með hraða sprengingar og hraunslettur og gufa þeytast hátt í loft upp. Til samanburðar kemur nær eingöngu upp hraun í hraungosum. Eldfjallið La Soufrière gaus síðast árið 1979, eða fyrir 42 árum síðan. Ekkert manntjón var í því gosi en um 1.600 þúsund manns létust þegar það gaus árið 1902. Gerðist það skömmu eftir að eldgos hófst í Mt Pelee á eyjunni Martinique með þeim afleiðingum að bærinn Saint-Pierre gjöreyðilagðist og yfir 30 þúsund manns létust. Aftur hefur borið á virkni í Mt Peele en í byrjun desember var svæðið sett á gult viðvörunarstig vegna skjálftavirkni. Er það í fyrsta sinn sem svo er gert frá því það gaus síðast árið 1932. The La Soufriere volcano in St Vincent has moved into an explosive state. pic.twitter.com/TxRl2O8eDE— Jamaica Observer (@JamaicaObserver) April 9, 2021 Sankti Vinsent er hluti af ríkinu Sankti Vinsent og Grenadíneyjum, með sína 110 þúsund íbúa. Flestir búa í höfuðborginni Kingstown sem er að finna á suðurhluta Sankti Vinsent. La Soufrière er á norðurhluta eyjarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Sankti Vinsent og Grenadínur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Á síðustu dögum hefur virkni í eldfjallinu aukist til muna þar sem eldgos var þegar hafið. Í nótt var staðan metin á þann veg að sprengigos kunni að vera yfirvofandi, líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag. Yfirvöld fyrirskipuðu í nótt 1.600 manns sem búa á norðurhluta eyjunnar að yfirgefa heimili sín vegna hættunnar en almannavarnir staðfestu í dag að sprengigos væri hafið. Jarðvísindastofnun Háskólans í Vestur-Indíum segir að sprengigosið hafi byrjað klukkan 8:41 að staðartíma en jarðskjálftavirkni hafði mælst á svæðinu frá því í gær. Voru skjálftarnir taldir vera merki um að kvika væri að nálgast yfirborðið. Photos from the explosive eruption that occurred at La Soufriere, SVG at 8:41 am local time. Ash has begun to fall on the flanks of the volcano and surrounding communities including Chateaubelair and Petite Bordel. Some has gone offshore and has even reached the Observatory. #svg pic.twitter.com/geoG4nOyrK— UWISeismic Research (@uwiseismic) April 9, 2021 Að sögn almannavarna nær öskustrókur nú yfir sex þúsund metra upp í loftið og er á leið austur yfir Atlantshafið. Erouscilla Joseph, yfirmaður jarðvísindastofnunarinnar, varaði við því í samtali við AP-fréttaveituna að hugsanlega sé von á frekari sprengingum. Fjórum skemmtiferðaskipum hefur verið siglt til eyjarinnar til að aðstoða við rýmingu. Forsætisráðherrann Ralph Gonsalves sagði á blaðamannafundi að einungis þeir sem hafi verið bólusettir við Covid-19 fái að fara um borð í skipin eða fái úthlutað tímabundnu hæli á nærliggjandi eyjum. The majesty that is #LaSoufrière is awake in all her terrifying glory. https://t.co/2rnbZg1baM pic.twitter.com/ZBYgS6mHcT— Heidi Badenock (@heidibadenock) April 9, 2021 Yfirvöld í Sankti Lucia, Grenada, Barbados og Antigua hafa samþykkt að taka við fólki sem flýr nú gosið. Fram kemur á Vísindavefnum að sprengigos einkennist af mikilli gosgufu og gosmöl. Stafa þau aðallega af skyndilegri losun reikulla efna, einkum vatns, úr kvikunni við lágan þrýsting. Rísi bergbráð hratt upp úr jörðu verður ferlið með hraða sprengingar og hraunslettur og gufa þeytast hátt í loft upp. Til samanburðar kemur nær eingöngu upp hraun í hraungosum. Eldfjallið La Soufrière gaus síðast árið 1979, eða fyrir 42 árum síðan. Ekkert manntjón var í því gosi en um 1.600 þúsund manns létust þegar það gaus árið 1902. Gerðist það skömmu eftir að eldgos hófst í Mt Pelee á eyjunni Martinique með þeim afleiðingum að bærinn Saint-Pierre gjöreyðilagðist og yfir 30 þúsund manns létust. Aftur hefur borið á virkni í Mt Peele en í byrjun desember var svæðið sett á gult viðvörunarstig vegna skjálftavirkni. Er það í fyrsta sinn sem svo er gert frá því það gaus síðast árið 1932. The La Soufriere volcano in St Vincent has moved into an explosive state. pic.twitter.com/TxRl2O8eDE— Jamaica Observer (@JamaicaObserver) April 9, 2021 Sankti Vinsent er hluti af ríkinu Sankti Vinsent og Grenadíneyjum, með sína 110 þúsund íbúa. Flestir búa í höfuðborginni Kingstown sem er að finna á suðurhluta Sankti Vinsent. La Soufrière er á norðurhluta eyjarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sankti Vinsent og Grenadínur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira