Malta borgar ferðamönnum til að koma í sumar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. apríl 2021 19:26 Yfirvöld á Möltu vilja hvetja ferðamenn til að ferðast til eyjanna. Getty Yfirvöld í Möltu stefnir á að greiða erlendum ferðamönnum, sem halda til á eyjunni í meira en þrjá daga í sumar, allt að 200 evrur, sem eru um 30 þúsund íslenskar krónur. Þau segja aðgerðirnar til þess gerðar að koma ferðaþjónustu eyjunnar á réttan kjöl en atvinnugreinin hefur tekið dýfu niður á við vegna kórónuveirufaraldursins. Clayton Bartolo, ferðamálaráðherra, tilkynnti aðgerðirnar í dag og sagði hann allir ferðamenn sem bókuðu hótelgistingu hjá hótelum á eyjunni fengju styrkinn. Miklar takmarkanir hafa verið í gildi á eyjunni en fyrirséð er að þeim verði aflétt þann 1. júní næstkomandi. Samkvæmt World Travel and Tourism Council má rekja meira en 27 prósent þjóðarframleiðslu eyjunnar til ferðaþjónustunnar. Hún hefur hins vegar orðið illa úti vegna faraldursins. Árið 2019 heimsóttu meira en 2,7 milljónir erlendra ferðamanna eyjuna en sú tala hefur fallið um 80 prósent síðan í mars 2020. Bartolo sagði í dag að bóki ferðamenn gistingu á fimm stjörnu hóteli á eyjunni muni hver einstaklingur fá 100 evrur frá ferðamálaráðuneytinu að gjöf og hótelið muni gefa 100 evrur til viðbótar. Þá munu þeir sem bóka gistingu á fjögurra stjörnu hóteli fá alls 150 evrur og þeir sem bóka gistingu á þriggja stjörnu hóteli munu fá 100 evrur að gjöf. Hafa gefið 42 prósentum fullorðinna fyrstu bólusetningu Fjárhæðin hækkar um 10 prósent þegar hótelherbergi eru bókuð á eyjunni Gozo, sem er um þrjá kílómetra frá meginlandi Möltu. „Aðgerðirnar eru til þess fallnar að koma hótelum á Möltu í góða samkeppnisstöðu þegar ferðamannastraumurinn hefst á ný,“ sagði Bartolo. Stjórnvöld stefna að því að 35 þúsund ferðamenn komi til landsins í sumar. Maltverjum hefur tekist einstaklega vel að bólusetja gegn veirunni en Malta er það Evrópuríki sem tekist hefur að bólusetja stærst hlutfall almennings. Að minnsta kosti 42 prósent fullorðinna hafa nú fengið fyrsta skammt bólusetningar. Þá hefur kórónuveirutilfellum farið ört fækkandi og hafa stjórnvöld hvatt Evrópusambandið til þess að taka í gildi bólusetningarvottorð í von um að ferðamenn geti komið til landsins. Þá sagði Bartolo í dag að viðræður séu hafnar við yfirvöld á Bretlandi um að hvetja til ferðalaga milli landanna tveggja. Ferðalög Malta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Innlent Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Innlent Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erlent Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Innlent Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Innlent Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi Innlent Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Erlent 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Innlent Leit ekki borið árangur Innlent Fleiri fréttir Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Sjá meira
Clayton Bartolo, ferðamálaráðherra, tilkynnti aðgerðirnar í dag og sagði hann allir ferðamenn sem bókuðu hótelgistingu hjá hótelum á eyjunni fengju styrkinn. Miklar takmarkanir hafa verið í gildi á eyjunni en fyrirséð er að þeim verði aflétt þann 1. júní næstkomandi. Samkvæmt World Travel and Tourism Council má rekja meira en 27 prósent þjóðarframleiðslu eyjunnar til ferðaþjónustunnar. Hún hefur hins vegar orðið illa úti vegna faraldursins. Árið 2019 heimsóttu meira en 2,7 milljónir erlendra ferðamanna eyjuna en sú tala hefur fallið um 80 prósent síðan í mars 2020. Bartolo sagði í dag að bóki ferðamenn gistingu á fimm stjörnu hóteli á eyjunni muni hver einstaklingur fá 100 evrur frá ferðamálaráðuneytinu að gjöf og hótelið muni gefa 100 evrur til viðbótar. Þá munu þeir sem bóka gistingu á fjögurra stjörnu hóteli fá alls 150 evrur og þeir sem bóka gistingu á þriggja stjörnu hóteli munu fá 100 evrur að gjöf. Hafa gefið 42 prósentum fullorðinna fyrstu bólusetningu Fjárhæðin hækkar um 10 prósent þegar hótelherbergi eru bókuð á eyjunni Gozo, sem er um þrjá kílómetra frá meginlandi Möltu. „Aðgerðirnar eru til þess fallnar að koma hótelum á Möltu í góða samkeppnisstöðu þegar ferðamannastraumurinn hefst á ný,“ sagði Bartolo. Stjórnvöld stefna að því að 35 þúsund ferðamenn komi til landsins í sumar. Maltverjum hefur tekist einstaklega vel að bólusetja gegn veirunni en Malta er það Evrópuríki sem tekist hefur að bólusetja stærst hlutfall almennings. Að minnsta kosti 42 prósent fullorðinna hafa nú fengið fyrsta skammt bólusetningar. Þá hefur kórónuveirutilfellum farið ört fækkandi og hafa stjórnvöld hvatt Evrópusambandið til þess að taka í gildi bólusetningarvottorð í von um að ferðamenn geti komið til landsins. Þá sagði Bartolo í dag að viðræður séu hafnar við yfirvöld á Bretlandi um að hvetja til ferðalaga milli landanna tveggja.
Ferðalög Malta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Innlent Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Innlent Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erlent Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Innlent Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Innlent Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi Innlent Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Erlent 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Innlent Leit ekki borið árangur Innlent Fleiri fréttir Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Sjá meira