Níu hundruð manns bólusettir á Selfossi í gær og í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2021 12:23 Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á heilsugæslustöð Selfoss, sem stýrir vinnunni við bólusetningarnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimm hundruð manns úr Hveragerði, Þorlákshöfn, uppsveitum Árnessýslu og frá Selfossi fá bólusetningu í dag og fjögur hundruð manns af þessum svæðum fengu bólusetningu í gær. Árgangarnir sem fengu bólusetningu í gær og í dag eru fæddir 1948, 1949, 1950 og 1951, ásamt öllum 70 ára og eldri, sem gátu ekki mætt í bólusetningu á þeim tíma sem þeir voru boðaðir. Einnig er unnið að bólusetningum í öðrum forgangshópnum. Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á heilsugæslustöð Selfoss stýrir vinnunni við bólusetningarnar, sem fara fram í Vallaskóla á Selfossi. „Við erum að klára núna um helgina 70 ára og eldri og eru núna að fara að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma, sem eru næstir hjá okkur, þannig að þetta gengur alveg glimrandi vel,“ segir Margrét. Er ekki fólk ánægt þegar sprautan er komin? „Jú, mjög ánægt, það eru allir mjög ánægðir að fá loksins sprautuna." Margrét segir að það séu um 25 starfsmenn frá heilsugæslustöðvunum sem vinna í kringum blöndum efnisins og við að sprauta fólk, auki ýmissar pappírsvinnu. „Það er mjög mikið álag, það fer rosalega mikið í þessar bólusetningar og svo erum við náttúrulega að sinna sýnatökum líka, þannig að þetta er mjög mikið álag, og líka mikið af símtölum, þannig að maður hugsar, hvað gerðum við áður en þetta kom,“ segir Margrét. Nú hefur heyrst smá gagnrýni að það gangi illa að bólusetja á Selfossi, þið séuð á eftir öðrum, er það rétt eða rangt? „Ég myndi segja að það væri rangt, það gengur sama yfir alla“. Margrét og hennar starfsfólk hefur meira en nóg að gera við bólusetningar og allt í kringum þær.Heimaíða HSu Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er mjög ánægð með hvað bólusetningar ganga vel á Suðurlandi og hvað starfsfólk stendur til sig vel. „Þetta gengur mjög vel, fólk bara mætir um leið og það fær boðun og við bólusetjum um leið og efnið kemur til okkar. Ég er gríðarlega ánægð með fólkið mitt, það stendur sig frábærlega og við erum bara mjög stolt að vera með svona öflugt heilbrigðisteymi á Suðurlandi,“ segir Díana. Hveragerði Ölfus Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Árgangarnir sem fengu bólusetningu í gær og í dag eru fæddir 1948, 1949, 1950 og 1951, ásamt öllum 70 ára og eldri, sem gátu ekki mætt í bólusetningu á þeim tíma sem þeir voru boðaðir. Einnig er unnið að bólusetningum í öðrum forgangshópnum. Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á heilsugæslustöð Selfoss stýrir vinnunni við bólusetningarnar, sem fara fram í Vallaskóla á Selfossi. „Við erum að klára núna um helgina 70 ára og eldri og eru núna að fara að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma, sem eru næstir hjá okkur, þannig að þetta gengur alveg glimrandi vel,“ segir Margrét. Er ekki fólk ánægt þegar sprautan er komin? „Jú, mjög ánægt, það eru allir mjög ánægðir að fá loksins sprautuna." Margrét segir að það séu um 25 starfsmenn frá heilsugæslustöðvunum sem vinna í kringum blöndum efnisins og við að sprauta fólk, auki ýmissar pappírsvinnu. „Það er mjög mikið álag, það fer rosalega mikið í þessar bólusetningar og svo erum við náttúrulega að sinna sýnatökum líka, þannig að þetta er mjög mikið álag, og líka mikið af símtölum, þannig að maður hugsar, hvað gerðum við áður en þetta kom,“ segir Margrét. Nú hefur heyrst smá gagnrýni að það gangi illa að bólusetja á Selfossi, þið séuð á eftir öðrum, er það rétt eða rangt? „Ég myndi segja að það væri rangt, það gengur sama yfir alla“. Margrét og hennar starfsfólk hefur meira en nóg að gera við bólusetningar og allt í kringum þær.Heimaíða HSu Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er mjög ánægð með hvað bólusetningar ganga vel á Suðurlandi og hvað starfsfólk stendur til sig vel. „Þetta gengur mjög vel, fólk bara mætir um leið og það fær boðun og við bólusetjum um leið og efnið kemur til okkar. Ég er gríðarlega ánægð með fólkið mitt, það stendur sig frábærlega og við erum bara mjög stolt að vera með svona öflugt heilbrigðisteymi á Suðurlandi,“ segir Díana.
Hveragerði Ölfus Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira