Ólafur greiði Sveini í Plús film 20 milljónir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2021 21:29 Ólafur Eggertsson í viðtali við Stöð 2 í rigningunni undir Eyjafjöllum árið 2018. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eyrarbúið ehf., félag í eigu Ólafs Eggertssonar, bónda undir Eyjafjöllum, þarf að greiða Plús film ehf., félagi í eigu kvikmyndagerðarmannsins Sveins M. Sveinssonar, 20 milljónir króna. Um er að ræða hluta af hagnaði Ólafs af sýningu og sölu á heimildamyndinni Eyjafjallajökull Erupts. Mbl greindi fyrst frá. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands sem féll á fimmtudaginn, er rakið hvernig Sveinn myndaði gosið í Eyjafjallajökli sem hófst í apríl 2010 og lífið á bænum Þorvaldseyri, þar sem Ólafur er bóndi. Úr varð áðurnefnd heimildamynd sem sýnd var í sérstökum sýningarsal á bænum og seld gestum og gangandi á DVD-diskum. Vísir ræddi við Svein sumarið 2019, þar sem hann kvaðst ósáttur við að hafa ekki fengið að njóta hagnaðar Ólafs af myndinni. Deilan í málinu sneri reyndar að höfundarrétti að myndinni og hvort Sveinn ætti rétt á tekjum sem komu til vegna reksturs gestastofunnar á Þorvaldseyri, sem var lokað fyrir rúmum þremur árum. Alls fór Sveinn fram á að fá 80 milljónir króna í sinn hlut vegna myndarinnar, en 33,7 milljónir til vara. Í matsgerð sem unnin var af löggiltum endurskoðanda að beiðni Sveins, var talið að heildartekjur Ólafs af nýtingu myndarinnar hafi verið rúmar 152 milljónir króna. Þar af hafi yfir 20 milljónir komið til vegna sölu á DVD-diskum en 131 milljón vegna sýningar myndarinnar á Þorvaldseyri. Hélt því fram að höfundarrétturinn væri hans Fyrir dómi byggði Ólafur á því að hann hefði þegar greitt fyrir gerð myndarinnar og að vegna samkomulags ætti Plús film aðeins rétt á hlutdeild í tekjum af sölu DVD-diskanna, en ekki vegna sýningar myndarinnar. Þá hélt Ólafur því fram að hann væri einn eigandi að höfundarrétti myndarinnar. Það hefði verið hann sem hefði fengið Svein til að taka myndefnið upp og klippa það saman í verktöku, og á kostnað Ólafs. Þetta féllst héraðsdómur ekki á og vísaði til þess að ekki hafi verið sýnt fram á að Sveinn hafi framselt höfundarrétt sinn til Ólafs, en samkvæmt höfundarréttarlögum „telst höfundur verks sá, uns annað reynist, sem nafngreindur er á eintökum þess með venjulegum hætti eða lýstur er höfundur þegar verk er birt.“ Þá var listrænt framlag Ólafs ekki talið geta orðið til þess að útrýma höfundarrétti Sveins. Því teljast Sveinn og Ólafur eiga höfundarrétt að myndinni til jafns. Með vísan til niðurstöðu matsgerðarinnar var fallist á þrautavarakröfu innan varakröfu Sveins og félagi Ólafs gert að greiða Plús film 20.166.583 krónur með dráttarvöxtum, auk fimm milljóna króna upp í málskostnað. Bíó og sjónvarp Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Rangárþing eystra Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Mbl greindi fyrst frá. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands sem féll á fimmtudaginn, er rakið hvernig Sveinn myndaði gosið í Eyjafjallajökli sem hófst í apríl 2010 og lífið á bænum Þorvaldseyri, þar sem Ólafur er bóndi. Úr varð áðurnefnd heimildamynd sem sýnd var í sérstökum sýningarsal á bænum og seld gestum og gangandi á DVD-diskum. Vísir ræddi við Svein sumarið 2019, þar sem hann kvaðst ósáttur við að hafa ekki fengið að njóta hagnaðar Ólafs af myndinni. Deilan í málinu sneri reyndar að höfundarrétti að myndinni og hvort Sveinn ætti rétt á tekjum sem komu til vegna reksturs gestastofunnar á Þorvaldseyri, sem var lokað fyrir rúmum þremur árum. Alls fór Sveinn fram á að fá 80 milljónir króna í sinn hlut vegna myndarinnar, en 33,7 milljónir til vara. Í matsgerð sem unnin var af löggiltum endurskoðanda að beiðni Sveins, var talið að heildartekjur Ólafs af nýtingu myndarinnar hafi verið rúmar 152 milljónir króna. Þar af hafi yfir 20 milljónir komið til vegna sölu á DVD-diskum en 131 milljón vegna sýningar myndarinnar á Þorvaldseyri. Hélt því fram að höfundarrétturinn væri hans Fyrir dómi byggði Ólafur á því að hann hefði þegar greitt fyrir gerð myndarinnar og að vegna samkomulags ætti Plús film aðeins rétt á hlutdeild í tekjum af sölu DVD-diskanna, en ekki vegna sýningar myndarinnar. Þá hélt Ólafur því fram að hann væri einn eigandi að höfundarrétti myndarinnar. Það hefði verið hann sem hefði fengið Svein til að taka myndefnið upp og klippa það saman í verktöku, og á kostnað Ólafs. Þetta féllst héraðsdómur ekki á og vísaði til þess að ekki hafi verið sýnt fram á að Sveinn hafi framselt höfundarrétt sinn til Ólafs, en samkvæmt höfundarréttarlögum „telst höfundur verks sá, uns annað reynist, sem nafngreindur er á eintökum þess með venjulegum hætti eða lýstur er höfundur þegar verk er birt.“ Þá var listrænt framlag Ólafs ekki talið geta orðið til þess að útrýma höfundarrétti Sveins. Því teljast Sveinn og Ólafur eiga höfundarrétt að myndinni til jafns. Með vísan til niðurstöðu matsgerðarinnar var fallist á þrautavarakröfu innan varakröfu Sveins og félagi Ólafs gert að greiða Plús film 20.166.583 krónur með dráttarvöxtum, auk fimm milljóna króna upp í málskostnað.
Bíó og sjónvarp Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Rangárþing eystra Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira