„Góð svör í báðum leikjum“ Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2021 17:04 Þorsteinn Halldórsson tók við íslenska landsliðinu í vetur, eftir að hafa gert Breiðablik að Íslandsmeistara í fyrra, og hefur nú stýrt landsliðinu í fyrstu tveimur leikjum sínum. „Mér finnst margt í ferðinni hafa gengið upp og við náð að innprenta ákveðna hluti í leikmannahópinn,“ segir Þorsteinn Halldórsson eftir fyrstu tvo leiki sína sem landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta. Ísland gerði 1-1 jafntefli í seinni vináttulandsleik sínum við Ítalíu í Flórens í dag, eftir 1-0 tap á laugardaginn. Íslenska liðið lék vel í dag eftir að hafa fengið á sig mark á fyrstu sekúndum leiksins og Þorsteinn er ánægður eftir þessa fyrstu leiki. Næstu leikir Íslands verða tveir vináttulandsleikir í júní og undankeppni HM hefst svo í september. Það skýrist í lok mánaðar hverjir andstæðingar Íslands í undankeppninni verða. Sumarið 2022 er svo stórmót á dagskrá þegar Ísland fer á EM. „Ég er sáttur að mörgu leyti eftir þessa tvo leiki,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. „Í dag voru fyrstu 10-15 mínúturnar erfiðar. Það var skrekkur í okkur eftir markið en svo unnum við okkur vel inn í leikinn. Heilt yfir fannst mér við sýna góð svör í báðum leikjum við því sem við höfum gert undanfarna daga,“ sagði Þorsteinn en um var að ræða fyrstu dagana undir hans stjórn þar sem Ísland er með sinn sterkasta hóp. Reyndar vantaði þó fyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur, af ólíkum ástæðum. „Ég bjóst við því að það yrði óöryggi að einhverju leyti í liðinu í dag því við gerðum sjö breytingar á liðinu á milli leikja. Það kom því ekki á óvart að það tæki tíma að ná áttum,“ sagði Þorsteinn sem var ánægður með jákvæðar breytingar á sóknarleik Íslands á milli leikja. „Við fengum fleiri góðar stöður. Kannski ekki miið fleiri færi en Berglind [Björg Þorvaldsdóttir] fékk þó tvö ágætis færi. Við náðum að spila boltanum betur inn í pláss sem sköpuðu svigrúm til að búa til dauðafæri en þurfum kannski að vinna í ákvarðanatöku á síðasta þriðjungnum,“ sagði Þorsteinn. Gott og mikilvægt að fá þessa tvo leiki „Það var ákveðið óöryggi og einbeitingarleysi hjá okkur fyrstu mínúturnar en við svöruðum svo fyrir það,“ sagði Andrea Rán Hauksdóttir sem lék á miðjunni hjá Íslandi í dag. „Mér fannst við mæta ákveðnar í báða leikina og fylgja því sem við lögðum upp með. Við erum með nýjan þjálfara og nýjar áherslur, og það var gott og mikilvægt að fá þessa tvo leiki, koma hópnum saman, æfa og læra nýtt kerfi,“ sagði Andrea. EM 2021 í Englandi Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli í seinni vináttulandsleik sínum við Ítalíu í Flórens í dag, eftir 1-0 tap á laugardaginn. Íslenska liðið lék vel í dag eftir að hafa fengið á sig mark á fyrstu sekúndum leiksins og Þorsteinn er ánægður eftir þessa fyrstu leiki. Næstu leikir Íslands verða tveir vináttulandsleikir í júní og undankeppni HM hefst svo í september. Það skýrist í lok mánaðar hverjir andstæðingar Íslands í undankeppninni verða. Sumarið 2022 er svo stórmót á dagskrá þegar Ísland fer á EM. „Ég er sáttur að mörgu leyti eftir þessa tvo leiki,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. „Í dag voru fyrstu 10-15 mínúturnar erfiðar. Það var skrekkur í okkur eftir markið en svo unnum við okkur vel inn í leikinn. Heilt yfir fannst mér við sýna góð svör í báðum leikjum við því sem við höfum gert undanfarna daga,“ sagði Þorsteinn en um var að ræða fyrstu dagana undir hans stjórn þar sem Ísland er með sinn sterkasta hóp. Reyndar vantaði þó fyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur, af ólíkum ástæðum. „Ég bjóst við því að það yrði óöryggi að einhverju leyti í liðinu í dag því við gerðum sjö breytingar á liðinu á milli leikja. Það kom því ekki á óvart að það tæki tíma að ná áttum,“ sagði Þorsteinn sem var ánægður með jákvæðar breytingar á sóknarleik Íslands á milli leikja. „Við fengum fleiri góðar stöður. Kannski ekki miið fleiri færi en Berglind [Björg Þorvaldsdóttir] fékk þó tvö ágætis færi. Við náðum að spila boltanum betur inn í pláss sem sköpuðu svigrúm til að búa til dauðafæri en þurfum kannski að vinna í ákvarðanatöku á síðasta þriðjungnum,“ sagði Þorsteinn. Gott og mikilvægt að fá þessa tvo leiki „Það var ákveðið óöryggi og einbeitingarleysi hjá okkur fyrstu mínúturnar en við svöruðum svo fyrir það,“ sagði Andrea Rán Hauksdóttir sem lék á miðjunni hjá Íslandi í dag. „Mér fannst við mæta ákveðnar í báða leikina og fylgja því sem við lögðum upp með. Við erum með nýjan þjálfara og nýjar áherslur, og það var gott og mikilvægt að fá þessa tvo leiki, koma hópnum saman, æfa og læra nýtt kerfi,“ sagði Andrea.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira