Drottningin mætt aftur til starfa Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2021 15:40 Elísabet Bretadrottning. Hún hefur dregið úr skyldum sínum á undanförnum árum. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Elísabet Bretadrottning sneri aftur til starfa sinna fjórum dögum eftir að Filippus eiginmaður hennar lést. Hinn 94 ára gamla drottning sótti viðburð í gær þar sem æðsti starfsmaður konungsfjölskyldunnar fór á eftirlaun og þar að auki heimsótti hún í dag siglingaklúbb ásamt dóttur sinni. Konungsfjölskyldan hefur lýst yfir tveggja vikna sorgartímabili en meðlimir hennar munu amt sem áður sinna skyldum sínum, eftir því sem þykir við hæfi, samkvæmt frétt Sky News. Undirbúningur fyrir jarðarför Filippusar stendur yfir en hann verður jarðaður á laugardaginn við Windsor-kastala. Fjöldi þeirra sem sækja jarðarförina verður takmarkaður við þrjátíu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki er opinbert hverjir munu sækja jarðarförina en þar verða hermenn frá sjóher Bretlands, landgönguliði og flughernum og er það í takt við óskir Filippusar, sem þjónaði í flota Bretlands í seinni heimsstyrjöldinni. Greifinn William Peel hætti starfi sínu sem æðsti starfsmaður konungsfjölskyldunnar í gær en baróninn Andrew Parker tekur við af honum. Parker var áður yfirmaður leyniþjónustu Bretlands, MI5. Elísabet er elsta drottning heimsins og hefur verið við völd lengst allra drottninga og konunga Bretlands. Þá var Filippus sá maki drottningar eða konungs sem hafði verið lengst við hlið maka síns. Drottningin hefur dregið úr skyldum sínum á undanförnum árum og fært þær yfir á son sinn og erfingja, Karl Bretaprins. Hún ætlar þó ekki að láta af völdum í kjölfar andláts Filippusar. Bretland Kóngafólk Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Jarðarför Filippusar seinkar leik í ensku úrvalsdeildinni Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar, lést á föstudaginn en hann varð 99 ára. 12. apríl 2021 22:30 Harry kominn til Bretlands og mun dvelja í sóttkví fram að útför Harry Bretaprins er sagður vera kominn til Englands til að sækja útför afa síns. Filippus prins lést 9. apríl síðastliðinn en útför hans mun fara fram í kapellu St. Georgs við Windsor-kastala laugardaginn 17. apríl. 12. apríl 2021 07:39 Saknar pabba síns og þakkar fyrir kveðjurnar Karl Bretaprins ávarpaði í dag bresku þjóðina vegna fráfalls föður hans, Filippusar prins, sem lést í gærmorgun 99 ára að aldri. Hann segir viðbrögðin hreyfa við fjölskyldunni sem sé þakklát öllum þeim sem minnist prinsins. 10. apríl 2021 17:33 Drottningarmaður í tæp sjötíu ár Filippus Bretaprins lést í morgun, 99 ára að aldri. Margir syrgja prinsinn, sem var giftur Elísabetu drottningu í 73 ár. 9. apríl 2021 20:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Konungsfjölskyldan hefur lýst yfir tveggja vikna sorgartímabili en meðlimir hennar munu amt sem áður sinna skyldum sínum, eftir því sem þykir við hæfi, samkvæmt frétt Sky News. Undirbúningur fyrir jarðarför Filippusar stendur yfir en hann verður jarðaður á laugardaginn við Windsor-kastala. Fjöldi þeirra sem sækja jarðarförina verður takmarkaður við þrjátíu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki er opinbert hverjir munu sækja jarðarförina en þar verða hermenn frá sjóher Bretlands, landgönguliði og flughernum og er það í takt við óskir Filippusar, sem þjónaði í flota Bretlands í seinni heimsstyrjöldinni. Greifinn William Peel hætti starfi sínu sem æðsti starfsmaður konungsfjölskyldunnar í gær en baróninn Andrew Parker tekur við af honum. Parker var áður yfirmaður leyniþjónustu Bretlands, MI5. Elísabet er elsta drottning heimsins og hefur verið við völd lengst allra drottninga og konunga Bretlands. Þá var Filippus sá maki drottningar eða konungs sem hafði verið lengst við hlið maka síns. Drottningin hefur dregið úr skyldum sínum á undanförnum árum og fært þær yfir á son sinn og erfingja, Karl Bretaprins. Hún ætlar þó ekki að láta af völdum í kjölfar andláts Filippusar.
Bretland Kóngafólk Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Jarðarför Filippusar seinkar leik í ensku úrvalsdeildinni Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar, lést á föstudaginn en hann varð 99 ára. 12. apríl 2021 22:30 Harry kominn til Bretlands og mun dvelja í sóttkví fram að útför Harry Bretaprins er sagður vera kominn til Englands til að sækja útför afa síns. Filippus prins lést 9. apríl síðastliðinn en útför hans mun fara fram í kapellu St. Georgs við Windsor-kastala laugardaginn 17. apríl. 12. apríl 2021 07:39 Saknar pabba síns og þakkar fyrir kveðjurnar Karl Bretaprins ávarpaði í dag bresku þjóðina vegna fráfalls föður hans, Filippusar prins, sem lést í gærmorgun 99 ára að aldri. Hann segir viðbrögðin hreyfa við fjölskyldunni sem sé þakklát öllum þeim sem minnist prinsins. 10. apríl 2021 17:33 Drottningarmaður í tæp sjötíu ár Filippus Bretaprins lést í morgun, 99 ára að aldri. Margir syrgja prinsinn, sem var giftur Elísabetu drottningu í 73 ár. 9. apríl 2021 20:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Jarðarför Filippusar seinkar leik í ensku úrvalsdeildinni Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar, lést á föstudaginn en hann varð 99 ára. 12. apríl 2021 22:30
Harry kominn til Bretlands og mun dvelja í sóttkví fram að útför Harry Bretaprins er sagður vera kominn til Englands til að sækja útför afa síns. Filippus prins lést 9. apríl síðastliðinn en útför hans mun fara fram í kapellu St. Georgs við Windsor-kastala laugardaginn 17. apríl. 12. apríl 2021 07:39
Saknar pabba síns og þakkar fyrir kveðjurnar Karl Bretaprins ávarpaði í dag bresku þjóðina vegna fráfalls föður hans, Filippusar prins, sem lést í gærmorgun 99 ára að aldri. Hann segir viðbrögðin hreyfa við fjölskyldunni sem sé þakklát öllum þeim sem minnist prinsins. 10. apríl 2021 17:33
Drottningarmaður í tæp sjötíu ár Filippus Bretaprins lést í morgun, 99 ára að aldri. Margir syrgja prinsinn, sem var giftur Elísabetu drottningu í 73 ár. 9. apríl 2021 20:00