Æfur vegna eigin Twitterfærslu Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2021 10:00 Kyle Walker og Phil Foden fagna eftir að Foden skoraði sigurmarkið gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. EPA/FREDERIC SCHEIDEMANN Phil Foden hefur átt frábært tímabil í vetur, eða frá því að hann heimsótti Ísland í september og varð uppvís að því að brjóta sóttvarnareglur með því að fá íslenskar konur í heimsókn á hótel enska landsliðsins. Nú er hann hins vegar æfur út í fyrirtækið sem sér um samfélagsmiðla hans. Foden átti risastóran þátt í að tryggja Manchester City sigur á Dortmund í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann skoraði sigurmark á síðustu stundu í 2-1 sigri í síðustu viku og endurtók svo leikinn í Þýskalandi í gærkvöld. Eftir leik birtist færsla á Twitter-síðu Fodens sem Daily Mail segir að hafi verið birt án samþykkis þessa tvítuga Englendings. Í færslunni stóð einfaldlega: „Kylian Mbappé, ertu tilbúinn?“ City mætir Mbappé og félögum í PSG í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Samkvæmt Daily Mail var Foden hundóánægður með færsluna og fannst hún hljóma eins og áskorun á franska ungstirnið sem var merkt í færsluna. Færslan sem sett var inn á Twitter-reikning Phils Foden, að því er virðist í hans óþökk. Færslunni var síðar eytt. Foden lét fjarlægja færsluna hið snarasta en þá þegar höfðu þúsundir fólks endurómað færsluna og sett inn athugasemdir varðandi hana. Samkvæmt Daily Mail íhugar Foden nú að hætta samstarfi sínu við fyrirtækið sem setti inn færsluna. Algengt er að knattspyrnustjörnur fái sérhæfð fyrirtæki til að sjá um að setja efni á samfélagsmiðla. Færslurnar eiga það því til að vera ansi einsleitar og lítill munur á því sem kemur frá mismunandi leikmönnum. Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þetta og kallað eftir sjálfstæðri hugsun leikmanna. I mentioned on here a few weeks ago about players having their accounts run by social media companies. Lads run your own accounts! Your independent thought and authenticity is at stake . It s your voice , not anyone else s. Morning by the way . Go and attack the hell out of it pic.twitter.com/M997r8kbWa— Gary Neville (@GNev2) April 15, 2021 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira
Foden átti risastóran þátt í að tryggja Manchester City sigur á Dortmund í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann skoraði sigurmark á síðustu stundu í 2-1 sigri í síðustu viku og endurtók svo leikinn í Þýskalandi í gærkvöld. Eftir leik birtist færsla á Twitter-síðu Fodens sem Daily Mail segir að hafi verið birt án samþykkis þessa tvítuga Englendings. Í færslunni stóð einfaldlega: „Kylian Mbappé, ertu tilbúinn?“ City mætir Mbappé og félögum í PSG í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Samkvæmt Daily Mail var Foden hundóánægður með færsluna og fannst hún hljóma eins og áskorun á franska ungstirnið sem var merkt í færsluna. Færslan sem sett var inn á Twitter-reikning Phils Foden, að því er virðist í hans óþökk. Færslunni var síðar eytt. Foden lét fjarlægja færsluna hið snarasta en þá þegar höfðu þúsundir fólks endurómað færsluna og sett inn athugasemdir varðandi hana. Samkvæmt Daily Mail íhugar Foden nú að hætta samstarfi sínu við fyrirtækið sem setti inn færsluna. Algengt er að knattspyrnustjörnur fái sérhæfð fyrirtæki til að sjá um að setja efni á samfélagsmiðla. Færslurnar eiga það því til að vera ansi einsleitar og lítill munur á því sem kemur frá mismunandi leikmönnum. Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þetta og kallað eftir sjálfstæðri hugsun leikmanna. I mentioned on here a few weeks ago about players having their accounts run by social media companies. Lads run your own accounts! Your independent thought and authenticity is at stake . It s your voice , not anyone else s. Morning by the way . Go and attack the hell out of it pic.twitter.com/M997r8kbWa— Gary Neville (@GNev2) April 15, 2021
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira