Þrjátíu undirflokkar undirliggjandi sjúkdóma skapa flókna stöðu Snorri Másson skrifar 15. apríl 2021 13:01 Forgangsröðin í bólusetningar fer þessa stundina bæði eftir aldri og undirliggjandi sjúkdómum. Nánast allir yfir 70 ára og eldri á Íslandi hafa fengið bólusetningu. Fólk eldra en 65 ára með undirliggjandi sjúkdóma er að þiggja bólusetningu um land allt þessa dagana. Því fylgir ærin áskorun fyrir starfsfólk heilsugæsla, enda eru undirliggjandi sjúkdómar mjög margvíslegir að eðli og alvarleika. Forgangshópnum með undirliggjandi sjúkdóma er skipt upp í hvorki meira né minna en 30 ólíkar deildir, allt eftir aldri og alvarleika sjúkdómsins. Fyrstir til að fá bólusetningu voru þeir sem voru 65 ára og eldri og með alvarlega sjúkdóma, sem eru raunar langt frá því að vera undirliggjandi í sumum tilvikum, svo sem krabbamein. „Þetta er flókið,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, um skipulagninguna þessa dagana. „Inn í þetta kemur líka ófyrirsjáanleikinn með bóluefnin. Það er alltaf verið að breyta hvaða bóluefni þykja best fyrir hvern hóp, þannig að þetta eru alls konar beygjur, bæði u-beygjur og 90 gráður. En við reynum bara alltaf að fylgja sóttvarnalækni í þessu,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Ólason Bólusetningum lokið hjá heilbrigðisstarfsfólki Rætt var um það í síðustu viku að fjöldi heilbrigðisstarfsfólks hefur þegið bólusetningu þrátt fyrir að starfa utan stofnana og sinna ekki sjúklingum. Það fólk var á undan fólki í röðinni sem glímir við undirliggjandi sjúkdóma. Nú hefur hins vegar verið lokið við bólusetningar hjá heilbrigðisstarfsfólkinu. Undirflokkar undirliggjandi sjúkdóma eru sex hjá fólki eldra en 65 ára en 24 hjá þeim sem eru 64 og yngri. Notast er við sjúkraskrá og innlagnaskrá til að boða þennan samtals 54.000 manna hóp og byggt var á gagnagrunnum embættis landlæknis með leyfi Persónuverndar. Á lista Landlæknis sem sjá má hér að neðan kemur meðal annars fram að litið er til þátta sem geta dregið úr getu fólks til að forðast sýkingu af völdum Covid-19, eins og geðraskana og heilabilunar. Á höfuðborgarsvæðinu verða um 10.000 bólusettir í næstu viku með Pfizer og Moderna. Gert er ráð fyrir að um 200.000 Íslendingar geti verið búnir að fá bólusetningu í júní eða júlí. Undirliggjandi sjúkdómar eru eins mismunandi og þeir eru margir. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis er litið til eftirfarandi þátta. »Krabbameinsmeðferð undanfarin 2 ár (öll illkynja krabbamein) »Ónæmisbælandi sjúkdómar og meðfæddir ónæmisgallar (t.d. beinmergsbilun, HIV-sýking) »Ónæmisbælandi meðferð önnur en krabbameinsmeðferð (t.d. ónæmisbæling eftir líffæraígræðslu, líftæknilyf við ýmsum sjúkdómum) »Hjartasjúkdómar, meðfæddir og áunnir (meðfæddir blámahjartagallar, hjartabilun, kransæðasjúkdómar) »Lungnasjúkdómar, áunnir og meðfæddir (langvinn lungnateppa) »Nýrnabilun (einstaklingar á skilunarmeðferð, aðrir með langvinna nýrnabilun) »Taugasjúkdómar, meðfæddir og áunnir, sem hafa áhrif á öndun (t.d. mænusigg, SMA, MND og sambærilegir sjúkdómar) »Meðfæddir sjúkdómar sem hafa áhrif á mörg líkamskerfi (slímseigjusjúkdómur, Downs-heilkenni, Fabry-sjúkdómur) »Aðrir þættir sem auka hættu á alvarlegri COVID-19 sýkingu eða dregur úr getu einstaklings til að forðast smit (sykursýki, offita og kæfisvefn, háþrýstingur, heilabilun, geðraskanir) Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér?“ Bólusetningar standa yfir um þessar mundir á um 20.000 manna hópi hér á landi, sem eru heilbrigðisstarfsmenn utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Þessi hópur er á undan fólki með undirliggjandi sjúkdóma í forgangsröðinni en samt er ljóst að fjölmargir innan hans hafa ekki eins brýna þörf á vörn og veikt, eldra fólk. 12. apríl 2021 13:18 Fleiri bólusettir í dag en búist var við Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. 13. apríl 2021 19:20 Enginn greindist innanlands Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is. 15. apríl 2021 10:43 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Forgangshópnum með undirliggjandi sjúkdóma er skipt upp í hvorki meira né minna en 30 ólíkar deildir, allt eftir aldri og alvarleika sjúkdómsins. Fyrstir til að fá bólusetningu voru þeir sem voru 65 ára og eldri og með alvarlega sjúkdóma, sem eru raunar langt frá því að vera undirliggjandi í sumum tilvikum, svo sem krabbamein. „Þetta er flókið,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, um skipulagninguna þessa dagana. „Inn í þetta kemur líka ófyrirsjáanleikinn með bóluefnin. Það er alltaf verið að breyta hvaða bóluefni þykja best fyrir hvern hóp, þannig að þetta eru alls konar beygjur, bæði u-beygjur og 90 gráður. En við reynum bara alltaf að fylgja sóttvarnalækni í þessu,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Ólason Bólusetningum lokið hjá heilbrigðisstarfsfólki Rætt var um það í síðustu viku að fjöldi heilbrigðisstarfsfólks hefur þegið bólusetningu þrátt fyrir að starfa utan stofnana og sinna ekki sjúklingum. Það fólk var á undan fólki í röðinni sem glímir við undirliggjandi sjúkdóma. Nú hefur hins vegar verið lokið við bólusetningar hjá heilbrigðisstarfsfólkinu. Undirflokkar undirliggjandi sjúkdóma eru sex hjá fólki eldra en 65 ára en 24 hjá þeim sem eru 64 og yngri. Notast er við sjúkraskrá og innlagnaskrá til að boða þennan samtals 54.000 manna hóp og byggt var á gagnagrunnum embættis landlæknis með leyfi Persónuverndar. Á lista Landlæknis sem sjá má hér að neðan kemur meðal annars fram að litið er til þátta sem geta dregið úr getu fólks til að forðast sýkingu af völdum Covid-19, eins og geðraskana og heilabilunar. Á höfuðborgarsvæðinu verða um 10.000 bólusettir í næstu viku með Pfizer og Moderna. Gert er ráð fyrir að um 200.000 Íslendingar geti verið búnir að fá bólusetningu í júní eða júlí. Undirliggjandi sjúkdómar eru eins mismunandi og þeir eru margir. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis er litið til eftirfarandi þátta. »Krabbameinsmeðferð undanfarin 2 ár (öll illkynja krabbamein) »Ónæmisbælandi sjúkdómar og meðfæddir ónæmisgallar (t.d. beinmergsbilun, HIV-sýking) »Ónæmisbælandi meðferð önnur en krabbameinsmeðferð (t.d. ónæmisbæling eftir líffæraígræðslu, líftæknilyf við ýmsum sjúkdómum) »Hjartasjúkdómar, meðfæddir og áunnir (meðfæddir blámahjartagallar, hjartabilun, kransæðasjúkdómar) »Lungnasjúkdómar, áunnir og meðfæddir (langvinn lungnateppa) »Nýrnabilun (einstaklingar á skilunarmeðferð, aðrir með langvinna nýrnabilun) »Taugasjúkdómar, meðfæddir og áunnir, sem hafa áhrif á öndun (t.d. mænusigg, SMA, MND og sambærilegir sjúkdómar) »Meðfæddir sjúkdómar sem hafa áhrif á mörg líkamskerfi (slímseigjusjúkdómur, Downs-heilkenni, Fabry-sjúkdómur) »Aðrir þættir sem auka hættu á alvarlegri COVID-19 sýkingu eða dregur úr getu einstaklings til að forðast smit (sykursýki, offita og kæfisvefn, háþrýstingur, heilabilun, geðraskanir)
Undirliggjandi sjúkdómar eru eins mismunandi og þeir eru margir. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis er litið til eftirfarandi þátta. »Krabbameinsmeðferð undanfarin 2 ár (öll illkynja krabbamein) »Ónæmisbælandi sjúkdómar og meðfæddir ónæmisgallar (t.d. beinmergsbilun, HIV-sýking) »Ónæmisbælandi meðferð önnur en krabbameinsmeðferð (t.d. ónæmisbæling eftir líffæraígræðslu, líftæknilyf við ýmsum sjúkdómum) »Hjartasjúkdómar, meðfæddir og áunnir (meðfæddir blámahjartagallar, hjartabilun, kransæðasjúkdómar) »Lungnasjúkdómar, áunnir og meðfæddir (langvinn lungnateppa) »Nýrnabilun (einstaklingar á skilunarmeðferð, aðrir með langvinna nýrnabilun) »Taugasjúkdómar, meðfæddir og áunnir, sem hafa áhrif á öndun (t.d. mænusigg, SMA, MND og sambærilegir sjúkdómar) »Meðfæddir sjúkdómar sem hafa áhrif á mörg líkamskerfi (slímseigjusjúkdómur, Downs-heilkenni, Fabry-sjúkdómur) »Aðrir þættir sem auka hættu á alvarlegri COVID-19 sýkingu eða dregur úr getu einstaklings til að forðast smit (sykursýki, offita og kæfisvefn, háþrýstingur, heilabilun, geðraskanir)
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér?“ Bólusetningar standa yfir um þessar mundir á um 20.000 manna hópi hér á landi, sem eru heilbrigðisstarfsmenn utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Þessi hópur er á undan fólki með undirliggjandi sjúkdóma í forgangsröðinni en samt er ljóst að fjölmargir innan hans hafa ekki eins brýna þörf á vörn og veikt, eldra fólk. 12. apríl 2021 13:18 Fleiri bólusettir í dag en búist var við Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. 13. apríl 2021 19:20 Enginn greindist innanlands Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is. 15. apríl 2021 10:43 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér?“ Bólusetningar standa yfir um þessar mundir á um 20.000 manna hópi hér á landi, sem eru heilbrigðisstarfsmenn utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Þessi hópur er á undan fólki með undirliggjandi sjúkdóma í forgangsröðinni en samt er ljóst að fjölmargir innan hans hafa ekki eins brýna þörf á vörn og veikt, eldra fólk. 12. apríl 2021 13:18
Fleiri bólusettir í dag en búist var við Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. 13. apríl 2021 19:20
Enginn greindist innanlands Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is. 15. apríl 2021 10:43