Sigríður Dögg býður sig fram til formanns Blaðamannafélagsins Eiður Þór Árnason skrifar 15. apríl 2021 20:05 Sigríður Dögg Auðunsdóttir vonast til þess að sér verði treyst til þess að leiða félagið inn í nýja tíma. Aðsend Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, hefur ákveðið að gefa kost sér í stöðu formanns Blaðamannafélags Íslands. Býður hún sig fram ásamt Heimi Má Péturssyni, fréttamanni á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem tilkynnti framboð sitt í mars. Greint er frá þessu á vef Blaðamannafélagsins (BÍ) en kosið verður um stöðuna á aðalfundi þess þann 29. apríl. Hjálmar Jónsson, núverandi formaður gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Í tilkynningu Sigríðar til BÍ segir hún þörf á því að aðlaga félagið að nútímanum og móta starfsemi þess að breyttum þörfum nýrra tíma með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi. „Við þurfum að setjast niður, öll sem eitt, og koma okkur saman um hvað félagið á að standa fyrir, hvaða hlutverki það á að gegna í samfélaginu og gagnvart störfum okkar. Ég tel að nýr formaður eigi að stýra slíku endurbótastarfi og vera leiðtogi í þeirri vinnu og ég er sannfærð um að ég sé rétta manneskjan til þess að gera það.“ Mikilvægast að standa þétt við bakið félagsmönnum Sigríður hefur unnið við blaða- og fréttamennsku með hléum frá árinu 1999 þegar hún lauk námi í Hagnýtri fjölmiðlun. Auk þess hefur hún stofnað og stýrt fjölmiðlum og segist hafa góða innsýn inn í flest störf innan íslenskra fjölmiðla. Hún segir það vera eitt helsta hlutverk formanns og félagsins að standa þétt við bak blaða- og fréttamanna sem sitja undir ásökunum og ærumeiðingum tengdum störfum sínum og verja þá og störf þeirra þegar þess er þörf. „Þá er nauðsynlegt að finna leiðir til þess að ná fram bættum kjörum og auknu starfsöryggi í stéttinni og vinna að því að efla skilning á mikilvægi fjölmiðla í samfélaginu og þýðingu þeirra í lýðræðisþjóðfélagi,“ segir Sigríður í tilkynningu sinni til BÍ. „Ég á auðvelt með að vinna með fólki, er hugmyndarík og skipulögð og mér gengur vel að fá fólk í lið með mér þegar þess þarf. Ég er sannfærð um að sá formaður sem Blaðamannafélag Íslands þarf um þessar mundir er sá sem kann að miðla málum, fá fólk til þess að vilja vinna saman, er jákvæður og drífandi, hefur skýra sýn um framtíð félagsins og getur miðlað henni.“ Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Greint er frá þessu á vef Blaðamannafélagsins (BÍ) en kosið verður um stöðuna á aðalfundi þess þann 29. apríl. Hjálmar Jónsson, núverandi formaður gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Í tilkynningu Sigríðar til BÍ segir hún þörf á því að aðlaga félagið að nútímanum og móta starfsemi þess að breyttum þörfum nýrra tíma með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi. „Við þurfum að setjast niður, öll sem eitt, og koma okkur saman um hvað félagið á að standa fyrir, hvaða hlutverki það á að gegna í samfélaginu og gagnvart störfum okkar. Ég tel að nýr formaður eigi að stýra slíku endurbótastarfi og vera leiðtogi í þeirri vinnu og ég er sannfærð um að ég sé rétta manneskjan til þess að gera það.“ Mikilvægast að standa þétt við bakið félagsmönnum Sigríður hefur unnið við blaða- og fréttamennsku með hléum frá árinu 1999 þegar hún lauk námi í Hagnýtri fjölmiðlun. Auk þess hefur hún stofnað og stýrt fjölmiðlum og segist hafa góða innsýn inn í flest störf innan íslenskra fjölmiðla. Hún segir það vera eitt helsta hlutverk formanns og félagsins að standa þétt við bak blaða- og fréttamanna sem sitja undir ásökunum og ærumeiðingum tengdum störfum sínum og verja þá og störf þeirra þegar þess er þörf. „Þá er nauðsynlegt að finna leiðir til þess að ná fram bættum kjörum og auknu starfsöryggi í stéttinni og vinna að því að efla skilning á mikilvægi fjölmiðla í samfélaginu og þýðingu þeirra í lýðræðisþjóðfélagi,“ segir Sigríður í tilkynningu sinni til BÍ. „Ég á auðvelt með að vinna með fólki, er hugmyndarík og skipulögð og mér gengur vel að fá fólk í lið með mér þegar þess þarf. Ég er sannfærð um að sá formaður sem Blaðamannafélag Íslands þarf um þessar mundir er sá sem kann að miðla málum, fá fólk til þess að vilja vinna saman, er jákvæður og drífandi, hefur skýra sýn um framtíð félagsins og getur miðlað henni.“
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira