Merkel vill herða aðgerðir gegn Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2021 10:52 Angela Merkel á þingi í morgun. EPA/CLEMENS BILAN Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir því að þingmenn samþykki að veita henni heimildir til að beita ströngum sóttvarnaraðgerðum á svæðum landsins þar sem dreifing nýju kórónuveirunnar er mikil. Hún segir það nauðsynlegt og að meirihluti Þjóðverja styðji hertar aðgerðir. Í þingræðu í morgun sagði Merkel þriðju bylgjuna ganga yfir Þýskaland af mikilli hörku. Heilbrigðisstarfsmenn væru ítrekað að hringja viðvörunarbjöllum og spurði hún hvort þingmenn ætluðu að svara kalli þeirra. Samkvæmt frétt Reuters trufluðu þingmenn fjar-hægri flokksins AfD ræðu kanslarans en þeir eru verulega andvígir samkomubanni og ferðatakmörkunum. 25 þúsund smituðust í gær Merkel vill að þingmenn veiti ríkisstjórn hennar heimild til að taka fram fyrir hendurnar á leiðtogum sambandsríkja Þýskalands og í raun þvinga þá til að grípa til sóttvarnaraðgerða. Þannig vill hún draga úr álagi á heilbrigðisstarfsmenn í landinu. Rúmlega 25 þúsund Þjóðverjar greindust með Covid-19 í gær en í heildina hafa rúmlega þrjár milljónir smitast, svo vitað sé. Þá hafa tæplega 80 þúsund manns dáið, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum, sem byggja á opinberum tölum. Ætlanir kanslarans hafa mætt nokkurri mótspyrnu á þingi og þar á meðal innan flokks Merkel. Alice Weidel, leiðtogi AfD á þingi, sagði í morgun að tillögur kanslarans væru fordæmalaus árás á réttindi Þjóðverja. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Í þingræðu í morgun sagði Merkel þriðju bylgjuna ganga yfir Þýskaland af mikilli hörku. Heilbrigðisstarfsmenn væru ítrekað að hringja viðvörunarbjöllum og spurði hún hvort þingmenn ætluðu að svara kalli þeirra. Samkvæmt frétt Reuters trufluðu þingmenn fjar-hægri flokksins AfD ræðu kanslarans en þeir eru verulega andvígir samkomubanni og ferðatakmörkunum. 25 þúsund smituðust í gær Merkel vill að þingmenn veiti ríkisstjórn hennar heimild til að taka fram fyrir hendurnar á leiðtogum sambandsríkja Þýskalands og í raun þvinga þá til að grípa til sóttvarnaraðgerða. Þannig vill hún draga úr álagi á heilbrigðisstarfsmenn í landinu. Rúmlega 25 þúsund Þjóðverjar greindust með Covid-19 í gær en í heildina hafa rúmlega þrjár milljónir smitast, svo vitað sé. Þá hafa tæplega 80 þúsund manns dáið, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum, sem byggja á opinberum tölum. Ætlanir kanslarans hafa mætt nokkurri mótspyrnu á þingi og þar á meðal innan flokks Merkel. Alice Weidel, leiðtogi AfD á þingi, sagði í morgun að tillögur kanslarans væru fordæmalaus árás á réttindi Þjóðverja.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira