Veiktist alvarlega á Grundartanga og dæmdar bætur níu árum síðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2021 15:00 Verksmiðja Elkem á Grundartanga. Elkem.is Fyrrverandi starfsmanni járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga hafa verið dæmdar bætur vegna sjúkdóms sem hann þróaði með sér í starfi í óviðunandi starfsumhverfi. Starfsmaðurinn veiktist alvarlega árið 2012 og hefur síðan þá barist fyrir réttlæti. Sjóvá þarf að greiða honum 22 milljónir króna og 1,5 milljón króna í miskabætur. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn í vikunni. Starfsmaðurinn höfðaði málið gegn Sjóvá-Almennum og krafðist bóta úr starfsábyrgðartryggingu Elkem hjá Sjóvá vegna atvinnusjúkdóms sem hann teldi að mætti rekja til starfa hans á Grundartanga. Hann starfaði þar í sex ár, lengst af sem tappari við ofn í verksmiðjunni, þar til hann veiktist alvarlega í október 2012. Var hann lagður inn á Landspítala og greindur með sjúkdóminn granulomatosis polyangiitis (GPA), einnig nefndur Wegener's granulomatosis (WG). Um er að ræða bólgusjúkdóm í smáæðum líkamans. Ágreiningslaust var að skilmálar Sjóvár taka til atvinnusjúkdóma. Þrír starfsmenn veiktust Í kjölfar veikinda starfsmannsins og tveggja til viðbótar var kallað eftir áliti sérfræðinga í lyf- og lungnalækningum til að skoða mögulega tengsl veikindanna og mengunar á vinnustaðnum. Sérfræðingarnir töldu vel mögulegt að aðstæður á vinnustað hefðu haft áhrif á sjúkdómsmyndun og skoða þyrfti sérstaklega magn kísilryks í vinnuumhverfi starfsmannsins. Sjóvá hafnaði bótaskyldu árið 2015. Starfsmaðurinn kærði þá niðurstöðu til úrskurðarnefndar vátryggingarmála sem úrskurðaði Sjóvá í hag. Í framhaldinu voru læknir og prófessor dómkvaddir til að rita matsgerð um möguleg orsakatengsl. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að orsakatengsl væru á milli sjúkdóms hans og kristallaðrar kísilsýu í vinnuumhverfinu. Starfsmaðurinn var metinn með varanlegan miska upp á 35 prósent og 30 prósent varanlega örorku. Heilsufarsáhætta samfara rykmengun vanmetin Undir rekstri málsins sem starfsmaðurinn höfðaði gegn Sjóvá árið 2018 voru lungna- og ofnæmislæknir, lungnalæknir og prófessor í efnafræði dómkvödd sem yfirmatsmenn að beiðni Sjóvár. Var það niðurstaða þeirra að heilsufarsáhætta samfara rykmengun hefði verið vanmetin í verksmiðjunni. Svokallað afsogskerfi hefði verið lykilvandamál sem hefði sett af stað keðjuverkun aukinnar útsetningar fyrir innöndun á fínu kísilryki. Ljóst væri af dómskjölum að starfsumhverfið hefði verið heilsuspillandi vegna óþrifnaðar, hita og rykmengunar. Líklegast væri að sjúkdómur starfsmannsins stafaði af innöndun á kvarsryki í starfi sínu. Loks væri það niðurstaða yfirmatsmanna að starfsumhverfið, þar sem kvarsmengun hefði endurtekið mælst yfir leyfilegum mörkum, hefði orðið þess valdandi að hann þróaði með sér sjúkdóminn granulomatosispolyangiitis (GPA). Tvímælalaust saknæmt athæfi Fram kom í málinu að Vinnueftirlit ríkisins hefði ítrekað gert kröfur um nauðsynlegar úrbætur varðandi mengun. Verulegur og langvarandi misbrestur var á vinnusvæði starfsmannsins. Dómurinn taldi óumdeilt að kvarsmengun á starfstöð starfsmannsins hefði ítrekað verið yfir leyfilegum mörkum. Þá kom einnig fram að skort hefði á þjálfun og verklag varðandi notkun á grímum. Rykgrímuskylda hafi ekki verið innleidd fyrr en árið 2011. Heilt á litið taldi dómurinn athafnaleysi Elken í þessum efnum „tvímælalaust saknæmt“. Arnaldur Hjartarson héraðsdómari , Andri Ísak Þórhallsson efnaverkfræðingur og Sif Hansdóttir, sérfræðingur í lungnalækningum, dæmdu Sjóvá til að greiða starfsmanninum tæplega 22 milljónir ásamt vöxtum aftur til ársins 2014. Sömuleiðis 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Tryggingar Hvalfjarðarsveit Vinnuslys Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn í vikunni. Starfsmaðurinn höfðaði málið gegn Sjóvá-Almennum og krafðist bóta úr starfsábyrgðartryggingu Elkem hjá Sjóvá vegna atvinnusjúkdóms sem hann teldi að mætti rekja til starfa hans á Grundartanga. Hann starfaði þar í sex ár, lengst af sem tappari við ofn í verksmiðjunni, þar til hann veiktist alvarlega í október 2012. Var hann lagður inn á Landspítala og greindur með sjúkdóminn granulomatosis polyangiitis (GPA), einnig nefndur Wegener's granulomatosis (WG). Um er að ræða bólgusjúkdóm í smáæðum líkamans. Ágreiningslaust var að skilmálar Sjóvár taka til atvinnusjúkdóma. Þrír starfsmenn veiktust Í kjölfar veikinda starfsmannsins og tveggja til viðbótar var kallað eftir áliti sérfræðinga í lyf- og lungnalækningum til að skoða mögulega tengsl veikindanna og mengunar á vinnustaðnum. Sérfræðingarnir töldu vel mögulegt að aðstæður á vinnustað hefðu haft áhrif á sjúkdómsmyndun og skoða þyrfti sérstaklega magn kísilryks í vinnuumhverfi starfsmannsins. Sjóvá hafnaði bótaskyldu árið 2015. Starfsmaðurinn kærði þá niðurstöðu til úrskurðarnefndar vátryggingarmála sem úrskurðaði Sjóvá í hag. Í framhaldinu voru læknir og prófessor dómkvaddir til að rita matsgerð um möguleg orsakatengsl. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að orsakatengsl væru á milli sjúkdóms hans og kristallaðrar kísilsýu í vinnuumhverfinu. Starfsmaðurinn var metinn með varanlegan miska upp á 35 prósent og 30 prósent varanlega örorku. Heilsufarsáhætta samfara rykmengun vanmetin Undir rekstri málsins sem starfsmaðurinn höfðaði gegn Sjóvá árið 2018 voru lungna- og ofnæmislæknir, lungnalæknir og prófessor í efnafræði dómkvödd sem yfirmatsmenn að beiðni Sjóvár. Var það niðurstaða þeirra að heilsufarsáhætta samfara rykmengun hefði verið vanmetin í verksmiðjunni. Svokallað afsogskerfi hefði verið lykilvandamál sem hefði sett af stað keðjuverkun aukinnar útsetningar fyrir innöndun á fínu kísilryki. Ljóst væri af dómskjölum að starfsumhverfið hefði verið heilsuspillandi vegna óþrifnaðar, hita og rykmengunar. Líklegast væri að sjúkdómur starfsmannsins stafaði af innöndun á kvarsryki í starfi sínu. Loks væri það niðurstaða yfirmatsmanna að starfsumhverfið, þar sem kvarsmengun hefði endurtekið mælst yfir leyfilegum mörkum, hefði orðið þess valdandi að hann þróaði með sér sjúkdóminn granulomatosispolyangiitis (GPA). Tvímælalaust saknæmt athæfi Fram kom í málinu að Vinnueftirlit ríkisins hefði ítrekað gert kröfur um nauðsynlegar úrbætur varðandi mengun. Verulegur og langvarandi misbrestur var á vinnusvæði starfsmannsins. Dómurinn taldi óumdeilt að kvarsmengun á starfstöð starfsmannsins hefði ítrekað verið yfir leyfilegum mörkum. Þá kom einnig fram að skort hefði á þjálfun og verklag varðandi notkun á grímum. Rykgrímuskylda hafi ekki verið innleidd fyrr en árið 2011. Heilt á litið taldi dómurinn athafnaleysi Elken í þessum efnum „tvímælalaust saknæmt“. Arnaldur Hjartarson héraðsdómari , Andri Ísak Þórhallsson efnaverkfræðingur og Sif Hansdóttir, sérfræðingur í lungnalækningum, dæmdu Sjóvá til að greiða starfsmanninum tæplega 22 milljónir ásamt vöxtum aftur til ársins 2014. Sömuleiðis 1,5 milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Tryggingar Hvalfjarðarsveit Vinnuslys Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira